Saga - 1979, Blaðsíða 270
260
RITFREGNIR
Nú eru í fyrsta sinni þeir menn taldir, og þá vitaskuld sérstak-
lega, sem kosningu hafa hlotið til Alþingis, en aldrei tóku þar
sæti af einhverjum ástæðum. Eru þeir alls 10. Einn þeirra, Svein-
bjöm Jakobsen, sem Reykvíkingar kusu 1864, hefur þá sérstöðu
að hann komst á þingfund og á ræðustúf í Alþingistíðindum 1865.
En kjör hans var lýst ógilt, því að hann taldist ekki hafa verið kjör-
gengur.
Nýlunda er það — og góðra gjalda verð — að aukið er í viðauka
um fulltrúa Islands á þingi Eydana 1885—181t2.
Það stingur í stúf við stórhug á öðrum sviðum, þegar felld er
niður myndasíða með skrifstofustjórum Alþingis 1875—1915, þó
að þá væru menn aðeins ráðnir til þess starfa fyrir hvert þing.
Við þetta sparast að vísu ein blaðsíða með myndum þeirra af
þessum mönnum, sem ekki koma annars staðar við sögu þingins; svo
og 1—2 línur um hvem hinna 12, sem gegndu þessum störfum á
undan Einari Þorkelssyni, sem fyrstur var fastráðinn, en það var
1915. Síðan hafa einir þrír menn gegnt starfi skrifstofustjóra Al-
þingis, þar af tveir frá 1922.
Yfirleitt finnst mér við lauslega athugun þessara þriggja gerða
sömu bókarinnar, sem hér hefur verið drepið á, að skrifstofa Al-
þingis eigi lof skilið fyrir sinn hlut í gerð þeirra, og þá einkum
þeir mætu menn, sem mest hefur mætt á og allir hafa verið nafn-
greindir hér. En í fyrstu útgáfu eru auk þess nefndir þeir Ólafui'
Oddsson ljósmyndari; Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður; Jon
Helgason biskup; og Klemens Jónsson ráðherra. Allir voru menn
þessir þjóðkunnir ættfræðingar.
Enn er það skemmtileg nýjung, að birtar eru nokkrar gamlar
myndir frá þingfundum og hópmyndir af alþingismönnum. Er að
þessu bókarprýði. Þar gefur m.a. að líta bakhlið (suðurhlið) Al-
þingishússins eins og hún var upphaflega, þ.e. áður en Kringla var
sett við hana.
Að lyktum vildi ég fá að koma einu atriði að, en ég hef ósjaldan
orðið þess var, að það veldur mörgum vonbrigðum, þegar þeir finna
hvergi vitneskju um hvaða flokki hver þingmaður hafi fylgt. Nú er
ljóst, að framan af og allt til síðustu aldamóta voru menn kosnir
utan allra flokka, þó að á þingi lentu þeir oft í hinni eða þessari
klíkunni. En úr því ætti að vera hægt að segja fyrir hvaða flokk
iiver maður var kosinn og eins hafi hann skipt um flokk eins og oft
iilaut að bera við, þegar flokkaskipunin var sem mest á reiki. Hei
er að minnsta kosti um íhugunarefni að ræða fyrir þá, sem um næstu
útgerð Alþingismannatals verða látnir sjá.
Bergsteinn Jónsson■