Saga - 1991, Blaðsíða 70
68
ÞÓR WHITEHEAD
Ólafur Thors, forsætis- og utanríkisráðherra, hafði skýrt þessar
flóknu aðstæður fyrir Bandaríkjamönnum vorið 1945 og sagst ófús að
ræða við þá um öryggismál, fyrr en heimsmál skýrðust og nýsköpun
væri borgið. Bandaríkjahermenn, sem eftir væru í landinu, einkum í
Keflavík og Hvalfirði, þyrftu ekki að flýta sér heim, enda aðeins um
þúsund talsins. Bandaríkjastjórn hafði dokað við, en haustið 1945
missti hún biðlundina og óskaði eftir að taka á leigu herstöðvarnar
þrjár til langs tíma.13
Frá herstöðvabeiðni til Keflavíkursamnings 1945-46
Nú kom það fram, að ótti við landvinninga Stalíns og áhyggjur af
íslenskri utanríkisverslun voru farnar að segja til sín. Vísbendingar
eru til um, að talsverður stuðningur hafi verið við nýjan herverndar-
samning, að minnsta kosti meðal Reykvíkinga. Á Alþingi virðist hafa
verið meirihluti fyrir því að semja við Bandaríkjastjórn um varnir og
flugvallarekstur til skamms tíma. Með hálfum huga bauð Ólafur
Thors Bandaríkjamönnum upp á viðræður um slíkan samning til 1-2
x 14
ara.
Til þessara viðræðna kom aldrei, og stóð einkum tvennt í vegi í
upphafi: Tregða Ólafs Thors við að slíta samvinnu við sósíalista og
grunur hans um, að Hermann Jónasson, formaður Framsóknar-
flokksins, væri óheill í málinu; léti líklega við Bandaríkjamenn, en
vildi helst nota herstöðvabeiðnina til að kljúfa nýsköpunarstjórnina
og mynda „vinstri stjórn". Bandaríkjamenn lokuðu síðan sjálfir öll-
um leiðum til samninga með því að krefjast þess, að íslendingar sam-
þykktu herstöðvabeiðnina óbreytta eða höfnuðu henni.15
Hlutleysissinnum og sósíalistum hafði verið gefin frábær vígstaða
til að berjast gegn varnarsamstarfi við Vesturveldin. Þeir hömruðu
13 Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 129-34, 138. GTT: Óundirritað og ódagsett minn-
isblað Ólafs Thors um viðræður við Dreyfus „i byrjun maímánaðar" 1945.
14 Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 135-37, 138-39, 144. Kristinn E. Andrésson:
„Minnisblöð um leynifundi þingmanna um herstöðvamálið 1945", Tímaril Máls og
menningar XXXVIII, nr. 1 (1977), bls. 5-15. Nefnd héreftir: „Minnisblöð". „Héðan
af", Úlsýn. Óháð fréttablað 28. nóv. 1945, bls. 1-2. „Hreinar línur", Útsýn 10. des.
1945, bls. 3. GTT: Ólafur Thors, minnisblöð handa Thor Thors um herstöðva-
beiðnina, 9.-11. og 17. okt. 1945.
15 Þór Whitehead: „Lýðveldi", bls. 139-45.