Saga - 1991, Blaðsíða 232
230
RITFREGNIR
Hlutur kvenna er ekki mikill í þessu verki enda mest fjallað um kónga og
biskupa. Ekki er vikið að stöðu kvenna þótt beint tilefni gefist til þar sem er
Píningsdómur (bls. 113-15), en hann sýnir ma. að konur muni hafa gengið í
karlastörf, verið sjálfstaett í búðum við sjó og farið um með varning í sveit-
um.10 Mannfæð og siglingar útlendinga hafa etv. valdið mestu um þetta.
Sigurður Líndal skrifar um endalok byggðar norrænna manna á Græn-
landi og svarar líka þeirri spurningu hvort Kólumbus hafi komið til íslands og
er hvorttveggja líklega vel fallið til að vekja áhuga almenns lesanda.
Bókmenntir og myndlist
1 bókmenntasögu Jónasar Kristjánssonar fræðast menn um hvaða nýjungar
spruttu af bókmenntalegum afskiptum Hákonar gamla; þau ollu að Norð-
menn og íslendingar kynntust riddarabókmenntum í þýðingum og endur-
sögnum. Jónas gerir allmikið úr frumkvæði Hákonar og telur líka að mikið af
norskum handritum og þar með norskum bókmenntum sé glatað þannig að
erfitt sé að meta hlut Norðmanna. Að vísu bendir hann á að á seinustu árum
hafi komið í ljós að handrit sem varðveist hafa í Noregi og töldust vera norsk
eru í raun íslensk og hlutur Islendinga í að snara riddarasögum sé líklega
meiri en Norðmenn hafi viljað vera láta (bls. 234). En frumkvæðið og hvatinn
kom frá Noregi og olli bæði að Islendingar tóku sjálfir að frumsemja riddara-
sögur og stuðlaði jafnframt að því að þeir skráðu innlendar ýkjusögur (forn-
aldarsögur, bls. 239). Danskvæði (dansar) urðu líka til fyrir erlend áhrif og
jafnvel sjálfar rímurnar (bls. 268-9).
Um 1400, eða nánar á bilinu 1350-1430, dofnaði yfir bókmenntaiðju
íslendinga, amk. annálaritun og sagnagerð, og varar Jónas við að rekja það
að mestu til svarta dauða eða annarra skæðra farsótta og versnandi loftslags
(bls. 260). Hefði kannski mátt búast við, í framhaldi af því sem áður varkom-
ið fram, að Jónas kenndi um að tengslin við Noreg urðu slitrótt og rofnuðu
jafnvel að miklu leyti eftir um 1430 en svo er ekki. Bókagerð hnignaði að vísu
á íslandi, líklega vegna þess að norskur aðall var enginn lengur til að taka við
dýrum handritum (sbr. bls. 10-11), en hins vegar héldu menn áfram að
semja riddarasögur og fornaldarsögur, rituðu heilagramannasögur og ortu
helgikvæði og rímur. Aðalbreytingin var sú að menn hættu að semja sam-
tímasögur og rita annála um innlenda samtímaviðburði og það veröur vart
rakið til þess 'að rofnuðu tengsl við Norðmenn. Þessar breytingar tengjast
því líklega breyttum áhugámálum og nýjum smekk innanlands, að mati Jón-
asar. Spyrja má hvaða áhrif hafði á bókmenntir að Englendingar tóku alla
kaupsiglingu í sínar hendur, en Jónas sinnir þessu lítið. Helst er að finna
svör við þessu í útgáfu Einars Gunnars Péturssonar, Miðaldaævintýri pýdd ur
ensku.
Jónas endursegir fjölda sagna og rekur efni margra kvæða, að vísu i
örstuttu máli, og lætur fljóta með athugasemdir um hvaða verk séu veiga-
10 Dl VI, bls. 704-5.