Saga - 1991, Blaðsíða 278
276
RITFREGNIR
1963-5. Ég man sérstaklega eftir pönkhljómleikum í Kópavogsbíói haustið
1979, þar sem æði rann á áhorfendur, æði sem minnir mjög á lýsingar Gests
á rokkæðinu 1957 eða stemmningunni á Kinks-tónleikunum 1965.
Upphaf pönksins var meðal unglinga sem lítil sem engin tengsl höfðu við
gömlu bítla- og hipparokkarana, en voru að móta sína eigin, nýju rokkmenn-
ingu. í þessum hópi pönkara, bæði hljómsveita og áhorfenda, voru flestir
þeir sem virkastan þátt tóku í pönkhreyfingunni 1979-83. Kynslóðaskiptin
voru algjör 1979 og það var ástæðan fyrir hinum mikla krafti í íslenska pönk-
inu. Menn voru óbundnir og óháðir venjum og hefðum gamla rokksins og
gátu mótað starfsaðferðir og tónlist að eigin vild. Gestur bendir raunar á
þessi kynslóðaskipti, en skýrir þau ekki nægilega vel. Gestur telur einnig að
íslenskir pönkarar hafi verið frábrugðnir erlendum, en ég held að þar fari
hann villur vegar. Sérstaða og kraftur íslenska pönksins byggðist fyrst og
fremst á áðurnefndum kynslóðaskiptum, sem voru óvenju skýr hérlendis og
tengist því einnig að yfirbygging tónlistariðnaðarins er hér ákaflega vanþró-
uð.
Pað var þegar pönkhreyfingin var orðin til og farin að sýna styrk sinn, t.d.
með Kampútseuhljómleikunum í febrúar 1980, að eldri pælarar og hljómlist-
armenn með rætur í hippahreyfingunni fóru að dragast að henni. Hið svo-
kallaða Bubbaæði er einmitt gott dæmi um hvernig fjöldamenningin bjó til
stjörnu úr hráefni nýrrar æskumenningar, svipað og kvikmyndaiðnaðurinn
lyfti þeim Brando og Dean á stjörnuhimininn og áður er greint frá.
Að öðru leyti er umfjöllun Gests um íslenska pönkið nokkuð skýr og skil-
merkileg. Reykjavík varð ein af mörgum höfuðborgum pönksins, þessarar
alþjóðlegustu rokktónlistarstefnu allra tíma, og hingað komu ýmsir erlendir
tónlistarmenn, ýmist til að halda tónleika eða til lengri dvalar. íslensk rokk-
tónlist náði meiri erlendum tengslum en nokkru sinni áður.
Pönk var, þótt undarlegt megi virðast, jákvæður hlutur fyrir flesta þá sem
tóku þátt í því, gaf þeim tækifæri til sköpunar sem hvergi gáfust annars
staðar. Petta á jafnt við um íslenskt pönk og erlent, en Gestur áttar sig ekki
á þessu, enda ekki von. Hann fellur í þá gryfju að trúa áróðri pönkaranna um
neikvæðni og niðurrif. Gestur bendir hins vegar með réttu á það séríslenska
einkenni að þegar nokkrir fá (pönk)dellu þá fá allir hana. Þegar dellunni var
lokið um 1983 datt botninn úr öllu saman. Það var þó ekki aðalskýringin á
endalokum pönksins 1983, heldur hitt að of margir höfðu starfað of lengi af
of mikilli fórnfýsi. Eins og Gestur bendir réttilega á voru burðarásar pönk-
hreyfingarinnar rokkhátíðirnar - Kampútseutónleikarnir, Annað hljóð í
strokkinn, Melarokk, Við krefjumst framtíðar - og kvikmyndin Rokk í
Reykjavík. Þessir tónleikar og aðrir urðu til af áhuga og brennandi metnaði;
þegar sá áhugi dofnaði var ekkert til að halda mönnum við efnið, allra síst
gróðavonin.
Upp rann nýtt skeið klofnings í æskumenningu. Gestur kennir þennan
klofning við Eurovisionpopp og gleðirokk annars vegar, og listarokk hins
vegar. Hann telur listarokkið eiga vígi sitt í framhaldsskólum og á skemmti-
stöðum í Reykjavík, en gleðirokkið og poppið á sumardansleikjum og undir
verndarvæng stóru hljómplötufyrirtækjanna tveggja. Han'n gagnrýnir báða