Saga - 1991, Blaðsíða 246
244
RITFREGNIR
Helgi Guðmundsson: ÞEIR MÁLUÐU BÆINN RAUÐ-
AN. SAGA VINSTRIHREYFINGAR Á NORÐFIRÐI. Mál
og menning. Reykjavík 1990. 304 bls. Myndir og nafna-
skrá.
Það hlýtur að vekja forvitni og eftirvæntingu þegar út kemur bók um sögu
vinstrihreyfingar á Norðfirði (frá 1929 Neskaupstaður). Ekki síst vegna þess
að ritið er öðrum þræði saga stórkostlegrar uppbyggingar atvinnu- og félags-
lífs í byggðarlagi, þar sem í forsvari voru menn af ysta vinstri væng stjórn-
mála. í stjórnmála- og sagnfræði er Norðfjörður sérstakt fyrirbæri sem kallar
á ítarlega umfjöllun. Hvernig stóð á því að veldi Alþýðuflokksins hnignaði á
örskömmum tíma og við tóku menn úr Kommúnistaflokki íslands sem öfl-
uðu síðan Sósíalistaflokknum og Alþýðubandalaginu meirihlutafylgis í
bæjarsamfélaginu allar götur eftir 1946?
Þessari spurningu um hvernig völdunum var náð og hvernig þeim var við-
haldið reynir Helgi Guðmundsson að svara í bókinni Þeir máluðu bæinn rauð-
an. Saga vinstrihreyfingar á Norðfirði. Höfundur ólst upp á Norðfirði þar til fað-
ir hans, Guðmundur Helgason, sóknarprestur og sósíalisti, lést árið 1952.
Helgi fer ekki leynt með hvernig hann andaði að sér þessu sjálfgefna sósíal-
íska andrúmslofti og nær að bregða upp lýsandi mynd af bæjarlífinu, séð frá
sjónarhorni barnsins. Nöfn eins og Einar og Brynjólfur þörfnuðust engra
skýringa hjá börnum sem vissu hver merking orðsins „Flokkurinn" var, það
var að sjálfsögðu Sósíalistaflokkurinn.
Ég las bókina bæði með augum sagnfræðings og með augum lesanda sem
ekki vill þreytast á óþarfa stagli um smáatriði. Það skal upplýst áður en
lengra er haldið að bókin er mjög auðveld aflestrar, textinn er vandaður,
upplýsandi og fyndinn á köflum. Höfundur segist ekki hafa samið vísinda-
legt verk en það þolir vel að vera sett undir mælistiku, þar sem athugað er
staðreyndaval og túlkunargæði. Bókin ber þess merki að baksvið atburðanna
hefur verið vel kannað.
Heimildir eru m.a. hefðbundin fundargerðagögn ýmissa félaga, bréf,
bæjarblöð, rannsóknir á útgerðarsögu bæjarins og síðast en ekki síst, mörg
viðtöl. Höfundur hefur varið löngum stundum með þeim Lúðvík Jósepssym
og Jóhannesi Stefánssyni og fléttast viðtöl þeirra einkar haganlega inn í fra-
sagnirnar. Viðtölin eru ekki notuð í stað skriflegra heimilda, sem stundum
vill brenna við í hraðsoðnum viðtalsbókum, heldur samhliða þeim. Þetta gef-
ur þeim meira gildi, ágiskanir hverfa fyrir áreiðanlegri frásögn og túlkun
þátttakendanna í atburðarásinni veitir innsýn í hugarheim manna sem voru
gerendur í orðsins fyllstu merkingu. Höfundur er nærgætinn í umsögnum
um menn og málefni án þess að ganga framhjá viðkvæmum atriðum. Hvergi
tel ég hann ósanngjarnan. Gildismat höfundar kemur berlega fram þegar
hann segir frá því að sjálfstæðismaðurinn Karl Karlsson hafi tekið boði sósia-
lista 1938 um að gerast bæjarstjóri vegna þess „að Karl var laus við þá f°r'
dóma sem oft koma í veg fyrir að skynsamt fólk geti unnið saman" (bls. 148)-
Höfundur getur þess að innan bæjarstjórnar unnu nokkrir úr andstöðuflokk-