Saga - 1991, Blaðsíða 237
RITFREGNIR
235
inni, en sækir lítið efni til hennar. Hins vegar er ritgerð Davíðs Þórs um saka-
mál og refsingar að miklu leyti ágrip af lokaritgerð hans í lögfræði, enda er
hér gefið allrækilegt yfirlit um breytingar á algengustu refsiákvæðum, svo og
á réttarfari og framkvæmd refsinga (m.a. með stofnun Tugthússins), áður en
raktar eru deilur íslendinga um „upplýst" mannúðarsjónarmið í afbrotamál-
um.
Þar kemur Magnús Stephensen mjög við sögu, eins og kunnugt er, en
hann er raunar meðal aðalpersónanna í nær öllum ritgerðum þessarar bókar.
Hann er líka einn tilþrifamesti guðfræðingurinn sem við sögu kemur í rit-
gerð Hjalta Hugasonar. Hjalti hefur áður fjallað um efnið í kandídatsritgerð
og hluta þess í doktorsritgerð (um Bessastaðaskóla) og leggur fram mjög skýr
rök fyrir mati sínu á áhrifum upplýsingarinnar á íslenska guðfræði, en það
mat verður líkt og hjá Harald um stjórnsýsluna, að það er íhaldssöm og
þýskkynjuð upplýsingarguðfræði sem hér gætir, og ekki sérlega sigursæl.
Rannsókn Hjalta tekur raunar mest til tímans eftir 1800.
Hér hefur ekki allra ritgerða bókarinnar verið sérstaklega getið, enda engin
tök á að fella dóma um efni þeirra hverrar um sig. En sem heild, og með hinni
rækilegu inngangsritgerð, gera þær eðli og áhrifum upplýsingarinnar á ís-
landi stórfróðleg skil, og er að því ánægjulegt nýnæmi í íslenskri sagnfræði
að sjá svo skipulega fjallað um afmarkaða hugmyndastefnu.
Samstarf sagnfræðinga og annarra fræðimanna með ólík sérsvið sannar
hér gildi sitt, þó að þess gæti raunar nokkuð að þeir hafa samið greinar sínar
án þess að fylgjast náið hver með annars verki. Þó er dálítið um millivísanir
milli greina, en þær vísa bara á ritgerð í heild (ekki t.d. blaðsíðu) og bera
sjaldnast með sér að höfundur viti nákvæmlega hvað félagi hans ætlaði að
skrifa um efnið.
Tilvísanakerfi er samræmt í ritgerðunum og heimildaskrá sameiginleg í
bókarlok, yfir 30 smáletursdálkar, og virðist einkar vönduð. Hún er tvískipt,
frumheimildir sér (en aðeins um íslensk efni; ástæðulaust er t.d. að gefa upp
utgáfur af ritum erlendra upplýsingarmanna þótt nefnd séu í bókinni) og
fræðirit sér, en ekki aðgreind útgefin rit og óútgefin.
Nafnaskrá er um mannanöfn í meginmáli (með ártölum og stöðuheitum).
Atriðaskrá hins vegar engin, enda er bókin varla þess eðlis að þörf sé fyrir
alhliða atriðaskrá. Hins vegar sakna ég þess, einkum úr því að millivísanir
eru ekki nákvæmari en raun ber vitni, að hafa ekki stutta atriðaskrá um þau
Rugtök sem mest koma við sögu upplýsingarinnar sjálfrar. Ég vildi t.d. geta
seð í fljótu bragði hvort aðrir höfundar en Harald og Lýður segja eitthvað um
kameralismann/stjórnardeildastefnuna, eða fundið greiðlega til samanburð-
ar hvað Hjalti og Loftur segja um píetismann, o.s.frv.
Bókin er myndarleg útlits, síðurnar leturdrjúgar, tvídálka með neðanmáls-
greinum. Myndskreyting er allríkuleg, bæði mannamyndir og margs kyns
myndir aðrar, m.a. margar titilsíður bóka, og fer vel á því. Millifyrirsagnir
(°8 stundum undirfyrirsagnir) létta lesturinn. Sýnilegar prentvillur eru fáar
°8 óverulegar (nema ein myndavíxl sem voru leiðrétt í mestöllu upplaginu)
°8 annar frágangur til sóma.
Helgi Skúli Kjartansson