Saga - 1991, Blaðsíða 117
LEIÐIN FRÁ HLUTLEYSI 1945-1949
115
íslendinga inn í Atlantshafsbandalagið með því að gera meira úr
stríðs- og árásarhættu en efni stóðu til að hennar eigin mati. Auðvitað
var það blekking ein, þegar hún þóttist orðin afhuga herstöðvum hér,
en látalæti hennar breyttu engu um ákvörðun íslendinga.
Þrýstingi, þvingunum og fémútum reyndu Bandaríkjamenn ekki
að beita, enda fráleitt, með því að þeir vissu frá upphafi að ríkisstjórn-
in hafði hug á inngöngu í bandalagið, yrði skilyrðum hennar
fullnægt. Mistökin í herstöðvamálinu 1945-46 höfðu kennt þeim var-
kárni í samskiptum við íslendinga. Bandaríkjastjórn taldi sig hins
vegar hafa auðveldað ríkisstjórninni óbeint leikinn með Marshall-
hjálp, sem hefði megnað að halda kommúnistum frá völdum.121
Ekki skal vefengt, að Marshallaðstoðin hélt stjórn Stefáns Jóh. Stef-
ánssonar uppi, en óvíst er með öllu, að hún hafi ráðið úrslitum um,
að sósíalistar komust ekki í ráðherrasæti 1948-49. Sósíalistaflokkur-
inn dæmdi sjálfan sig frá völdum á þessu skeiði með því að styðja
ógnarstjórn og landvinninga Stalíns og beita sér gegn efnahagssam-
starfi við helstu viðskiptaþjóðir íslendinga.
Inngangan í Atlantshafsbandalagið verður því ekki rakin til
aðgerða Bandaríkjastjórnar. Ástæður hennar lágu dýpra, í breyttri
hernaðarstöðu landsins, sem var óhjákvæmileg afleiðing nýrrar víg-
tækni. Mikilvægi íslands í augum stórveldanna olli því, að ráðamenn
treystu sér ekki lengur til að reisa öryggi þjóðarinnar á hlutleysi, sem
hún hafði engan mátt til að verja sjálf. Petta höfðu ráðamenn gert sér
Ijóst 1941, breytt samkvæmt því og komist mætavel frá styrjöldinni.
Aðstæður höfðu síðan knúið þá til að reyna að berja í bresti hlut-
leysisins 1946, en harðnandi átök kalda stríðsins höfðu endanlega
gert út um þá tilraun. Ráðherrar höfðu orðið að svara því, hvort þjóð-
inni væri meiri hætta búin af árás og orrustum á eigin landsvæði með
því að ganga í Atlantshafsbandalagið eða standa utan við það. Vitað
var með vissu, að landið gat ekki staðið óáreitt í stríði, þar sem Vest-
urveldin hlutu að hertaka það, hvernig sem á stóð. Ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar um að ganga í bandalagið með skilyrðum tók mið af
þessu. I skilyrðunum fólst, að Bandamenn ættu ekki að fá aðra
aðstöðu hér en þá, sem þeir hlutu hvort eð er að taka sér í styrjöld.
120 Operation: World War III, Anthony Cave Brown gaf út. London 1979, bls. 20-28,
48-50, 52, 124-25, 132, 135-43, 150-52, 180, 159-61.
1 Policy Statement of the Department of State, FRUS 1949, IV, bls. 695-96.