Saga - 1991, Blaðsíða 254
252
RITFREGNIR
„vakningu meðal almennings" (123), á meðan pólitísk deyfð á sömu árum er
rakin til sterkrar konungshollustu og þeirrar staðreyndar „að um miðja 19.
öld var lítið byrjað að draga í sundur með þjóðunum tveimur Dönum og
fslendingum" (113-14). Ekki skýrir Jón hvers vegna íbúar Akureyrar og
Norðurlands voru hvort tveggja í senn alteknir þjóðernisást, og virðast þar
hafa gengið á undan löndum sínum, og algerlega lausir við þjóðernissinnaða
afstöðu til sambandsins við Dani.
Að lokum vil ég taka fram, að þessi ritdómur gerir Sögu Akureyrar senni-
lega rangt til, þar sem ég hef gagnrýnt bókina á allt öðrum forsendum en
höfundur lagði henni til grundvallar. Að mínu mati hlýtur velheppnuð sveit-
arstjórnarsaga að hafa tilvísan út fyrir mörk bæjarins, eða líta á hann sem
dæmi um annað og meira en sjálfan sig. Yfirlýst markmið með Sögu Akureyr-
ar er hins vegar fyrst og fremst að skemmta héraðsbúum og fræða þá um
sögu sína, auk þess sem henni er ætlað að vera sannleikanum samkvæm. Ég
get ekki annað séð en að bókin uppfylli þessi markmið. En ef sögur sveitar-
félaga hafa ekki annan tilgang en að vera traust og fræðandi skemmtirit, þá
kann sú spurning að vakna hvort sagnfræðingar séu endilega best fallnir til
að skrifa þær.
Guðmundur Hálfdanarson
Hrefna Róbertsdóttir: REYKJAVÍKURFÉLÖG. FÉLAGS-
HREYFING OG MENNTASTARF Á OFANVERÐRI 19.
ÖLD. (Ritsafn Sagnfræðistofnunar 26). Sagnfræðistofnun
Háskóla Islands. Reykjavík 1990. 167 bls. Myndir, skrár,
viðaukar.
Sögusviðið er höfuðstaðurinn Reykjavík á 19. öld, viðfangsefnið rísandi fé-
lagshreyfing og menntastarf. Bókin er að stofni til BA-ritgerð, aukin og
endurbætt, eftir ungan og efnilegan sagnfræðing. I öllum aðalatriðum eru
hér nýjar brautir ruddar. Sitthvað hefur reyndar verið skrifað um einstök
félög áður og flestra verið getið í yfirlitsritum. Hér er atburðarásin hins vegar
kortlögð og reynt að setja þróunina í innra og ytra samhengi.
Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er þróun reykvískra félagshreyfinga
rakin, en á því sviði voru mikil tíðindi að gerast. Um og upp úr miðri 19. öld
hillti undir dagsbrún nýrra tíma. Þá hófst bernskuskeið frjálsra félagasam-
taka, en það er einmitt aðalviðfangsefni höfundar. Áður en öldin var á enda
runnin höfðu rúmlega hundrað félög litið dagsins ljós; stofnuð um hin marg-
víslegustu málefni, en mörgum reyndar ekki langra lífdaga auðið (10-11)-
Hins vegar er svo fjallað um menntastarf valinna félaga á síðari hluta aldar-
innar og er það drjúgur hluti bókarinnar. Menntunarmál voru aðeins einn
þátturinn í starfi sumra félaganna, en önnur snerust einkum um menntun í
víðum skilningi. Mörg hefðu sómt sér vel á þessum bekk, en sjö voru valin
til nánari athugunar. Pau eru Kvöldfélagið (1861-74), Iðnaðarmannafélagið
(1867-), Lestrarfélag Reykjavíkur (1869-1933), Hið íslenska stúdentafélag (1871-)/