Saga - 1991, Blaðsíða 147
VARNAÐARORÐ UM KRISTNISOGU
145
minningarhátíð Alþingis var haldin með veg og sóma, án þess að
nokkur kafli hinnar áformuðu Alþingissögu hefði komið fyrir dagsins
Ijós." Pá virðast nefndin og ritstjórinn hafa lagt niður störf og talið
umboð sitt fallið niður. Fimm árum seinna, 1935, fól forsætisráðherra
Þorkatli Jóhannessyni að athuga hve langt væri komið ritun Alþingis-
sögunnar og gera áætlun um hvernig væri hægt að ljúka verkinu.
Þorkell vann sitt verk strax fyrir haustið 1935. Þá lá Réttarsaga Alþingis
eftir Einar Arnórsson fullprentuð í ríkisprentsmiðunni Gutenberg.
Auk þess var búið að rita um sjö prentarkir um Þingvöll, ritgerð um
menntamál, ritgerð um kirkjumál, tólf arkir af ritgerð um atvinnumál
og tvær af ritgerð um verslunarmál. Síðan virðist lítið hafa verið gert
við skýrslu Þorkels, en árið 1943 datt einhverjum þingmönnum í hug
að nú nálgaðist hundrað ára afmæli Alþingis hins nýja og þess þyrfti
að minnast með einhverjum hætti. Tillaga um að skipa nefnd til að sjá
um að koma Alþingissögunni út á árinu 1945 var samþykkt með 47
samhljóða atkvæðum á Alþingi. Hún var meira að segja tekin til ann-
arrar umræðu með afbrigðum frá þingsköpum, sjálfsagt til þess að
tefja ekki málið að þarflausu. Um áramótin 1944-45 var gerð athugun
á því hvort unnt mundi að ljúka útgáfu verksins á árinu 1945, og kom
nú í ljós að það væri ógerningur. Þó var látin uppi von um að verkið
mundi liggja fyrir samið þegar reglulegt Alþingi kæmi saman um
haustið. En: „Þessi von brást", segir í greinargerðinni sem ég nota
sem heimild. „En það tókst," bætir höfundur greinargerðarinnar við,
"þrátt fyrir miklar annir Ríkisprentsmiðjunnar Gutenberg, að fá
prentað árið 1945 Þingvallarit Matthíasar Þórðarsonar og viðauka við
réttarsöguna til 1944."
Hér eftir verður greinargerðin heldur nákvæmari um einstök áföll
sem mættu verkinu, kannski af því að um það leyti tók höfundur
hennar, Björn Þórðarson fyrrum forsætisráðherra, við ritstjórn
Alþingissögunnar. Hér segir frá því að Guðbrandur Jónsson hafði
verið ráðinn til að skrifa annál Alþingis um árin 930-1800, 8-10 prent-
aðar arkir, eða 130-160 bls. Hann skilaði 375 vélrituðum kvartalörk-
Urn, segir í greinargerðinni. Þar hlýtur að vera átt við blaðsíður í
kvartóstærð, og þá hefur Guðbrandur skrifað að minnsta kosti helm-
lngi of langt rit. Einar Bjarnason var ráðinn til að skrifa 10 prentarkir
(160 bls.) um lögsögumenn, lögmenn og lögréttumenn. Hann skilaði
1950 blaðsíðna handriti. Ráð Alþingissögunefndar var að kaupa þessi
nt af höfundum þeirra án þess að skuldbinda sig til að gefa þau út.
10-SAGA