Saga - 1991, Blaðsíða 168
166
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
Samkvæmt því sem enn er vitað um norskt rúnaletur, virðist mega
telja að sérstök o-rún hafi tekið að tíðkast í byrjun 11. aldar (NlyR
5:245). Áður hafði sú rún sem við köllum u-rún, margvíslegt hljóð-
gildi, meðal annars bæði /ú/ og /o/. Þess vegna er það rétt sem Hag-
land segir (Saga 1988:5021) að aldur norskra rúnaristna hefur verið
ákveðinn eftir því hvort notuð er u-rún eða o-rún. En við þekkjum
yfirleitt sára lítið til norsks rúnaleturs frá tímabilinu um 1030 til um
1180. Fullvíst er að o-rúnin tíðkaðist á 11. öld, en vegna þess að tíma-
settar áletranir fram undir 1180 eru ekki til vitum við ekkert hvaða
afbrigði kunna að hafa verið til í norskum rúnum á þessum tíma.
(Elstu áletranirnar frá Bryggjunni í Björgvin hafa ekki enn verið rann-
sakaðar með þessa spurningu í huga.) Hins vegar vitum við að önnur
gömul stafsetningaratriði hafa tíðkast langt fram eftir miðöldum
samhliða yngri rithætti.
Gamli siðurinn frá víkingaöld að nota u-rúnina margrætt kemur
því upp aftur. En að undán(eknum áletrununum frá Þrándheimi og
Björgvin er þetta þekkt aðeins Þþremur grænlenskum áletrunum sem
allar eru frá Ikigait (Herjólfsnesi). Á tveimur þeirra er /o/ aðeins sýnt
með u-rún, en á þrjá ólíka vegu á hinni þriðju, u-rún, o-rún og stung-
inni u-rún. Af grænlenskum áletrunum sem fundist hafa fyrir 1932
eru þrjár þar sem /o/ er aðeins sýnt með o-rún, ein hefur o-rún og
stungna u-rún, og hin þriðja hefur aðeins stungna u-rún til að sýna /o/
(Olsen 1932:232-40; Stoklund 1982:201). Stafsetning á grænlenskum
rúnaristum er því ekki eins að þessu leyti, og rúnameistarar voru ekki
sjálfum sér samkvæmir heldur. Stoklund (1981:143) telur venjulega
samnorræna o-rún vera algenga gerð („the common form") líka á
Grænlandi. U-rúnin, bæði stungin og óstungin, fyrir /o/ er jafn algeng
á Grænlandi, en ekki fyrr en eftir 1300 samkvæmt venjulegri tíma-
setningu. Óstungin u-rún fyrir /o/ þekkist ekki á íslenskum ristum, en
á einni ristu frá um 1200 er stungin u-rún notuð í þessu skyni.
Elsta merkikeflið frá Björgvin þar sem u-rún er höfð fyrir /o/, N737,
fannst í fyllingu undir brunalaginu frá 1170. Þrjú hin næstu, N718,
N743 og N750, fundust undir, í eða yfir brunalaginu frá 1198. N614
(vafasamt merkikefli, með ulab) er talið frá því fyrir 1198. Aðrar áletr-
anir frá Björgvin með u-rún fyrir /o/ virðast vera frá um 1250-1332.
Þessar tímasetningar sýna að þessi „tímaskakka" notkun u-rúnarinn-
21 HT 1988:149.