Saga - 1991, Blaðsíða 243
RITFREGNIR
241
verkamanna 1934-1941 (1V,245 - en á næstu síðu er hún sögð ná til 1945),
Fundargerðabók Verslunarmannafélagsins 1937-1945 (IV,241) og Fundar-
gerðabók h.f. Smjörlíkisgerðarinnar ísafirði (IV,217). Því er engar upplýsing-
ar að hafa um í hvers vörslu þessar bækur eru, hjá einkaaðilum eða söfnum.
Þá fór ekki hjá því að undirritaður tæki eftir því að tilvitnuninni „Sigurður
Pétursson (1985) . . ." á bls. 229 í fjórða bindi fylgdi engin færsla í heimilda-
skrá. Því má upplýsa það hér, að þar er um að ræða ritgerð í Ársriti Sögufélags
tsfirðinga árið 1985 um verkalýðsbaráttu á ísafirði á fyrstu áratugum aldarinn-
ar og valdatöku jafnaðarmanna í bæjarstjórn Isafjarðar.
VII
Myndir eru fjöldamargar í bókunum tveimur, margar hverjar aldeilis frábær-
ar. Staðsetning myndanna er oftast nær í mjög góðu samræmi við umfjöllun
texta, og er það vel. Undantekningar eru þó til. Mynd af Eiríki Einarssyni er
sleppt þar sem fjallað er um helstu forvígismenn Alþýðuflokksins eftir 1920
(IV,31-33), en upp skýtur mynd af Sigurði Kristjánssyni, en hann var einn
harðvítugasti andstæðingur jafnaðarmanna í þá daga. Á sömu slóðum
(IV,30) er vitnað í ávarpsorð fyrsta tölublaðs Skutuls frá 1923, en mynd af for-
síðu blaðsins er á bls. 222 (í kaflanum um verkalýðsfélagið Baldur, þar sem
hún á svo sem ágætlega við). Hins vegar er mynd af forsíðu Vesturlands,
blaðs borgaranna á síðu 34 þar sem stuttiega er vikið að andstæðingum jafn-
aðarmanna í bæjarstjórn. Hér má segja að um sparðatíning sé að ræða. Aðra
veigameiri aðfinnslu verður að gera varðandi myndbirtingar bókanna
tveSgja/ semsé þá, að ljósmyndara er sjaldnast getið og þaðan af síður eig-
anda eða varðveitanda myndanna (engin myndaskrá er í bókunum, svo sem
nú tíðkast í vönduðum sagnfræðiritum), og oft saknar maður þess að myndir
séu ársettar.
Nokkrar töflur og súlurit eru í bókunum og verður að segja að mörg þeirra
eru lesendum til Iítils gagns. Skal þetta rökstutt. Fyrir það fyrsta eru sjaldn-
ast gefnar upp heimildir fyrir einstökum töflum eða súluritum. Þá er oftast
n»r útilokað að lesa út úr súluritum nákvæmar tölur. Dæmi um þetta er
súlurit I í fjórða bindi (10), um mannfjölda í íslenskum kaupstöðum 1921-45,
sern í sjálfu sér er haganlega gert, en engin leið að lesa út tölur um íbúafjölda
a ísafirði á tímabilinu. Engin tafla eða upplýsingar í texta eru um það hve
jbúarnir voru margir, nema að sagt er að þeim hafi fjölgað um 893 á tímabil-
mu, en til þess að vita nánar verða menn að fletta upp í öðru bindi til að fá
■búafjöldann árið 1920. í umfjöllun um Eyrarhrepp er hins vegar tafla um
■búafjölda í kauptúninu í Hnífsdal hvert ár frá 1921-45 (IV,Tafla 11,339), en
ekkert um heildarfjölda í hreppnum. Súlurit III á síðu 13 sýnir atvinnuskipt-
’J'gu á Isafirði 1930 og 1940 í rauntölum, en mun gagnlegra hefði verið að sjá
hana í hlutfallstölum. Þess má geta að súlurit í kaflanum um útgerðina sem
sýna þróun aflabragða og aflaverðmætis á tímabilinu eru prýðilega af hendi
eyst. I þriðja bindi er tafla II á síðu 77 um skipakomur til Isafjarðar eftir
ökomustöðum, og getið heimilda. En þar er smávægileg samlagningarvilla
1 efstu línu þar sem skipakomur ættu að vera samtals 27, en ekki 23 árið 1876.
16-Saga