Saga - 1991, Blaðsíða 229
RITFREGNIR
227
Kristófer konungur þótti ekki harður í tollheimtu. Stundum lét hann þó
taka skip í Sundinu til að leggja áherslu á kröfur sínar ýmsar, td. tók hann
skosk skip 1440, virðist hafa hindrað ensk skip 1443 og stöðvaði hollensk
skip 1447, í síðastnefnda tilvikinu vegna skuldar Hollendinga við sig.5 Þá lét
hann stöðva ensku skipin sama ár, 1447, eins og frægt er, og varpa nokkrum
úr áhöfnum í fangelsi. Vitneskja um þetta er mjög óljós, en skipin voru á leið
að austan heim til Englands og tveir Hansakaupmenn, líklega í Danzig, áttu
hlut í farmi.
Ég sé ekki að Christensen hafi nein sérstök rök fyrir tilgátunni um að þess-
ar aðgerðir Kristófers tengist togstreitu Englendinga og Dana um Island. Má
nefna að þegar skosku skipin voru tekin árið 1440, urðu enskir fyrir miklu
tjóni, en ekki hefur þetta verið tengt íslandssiglingum né heldur að Kristófer
hindraði enska siglingu 1443. Mun hvergi koma fram í samtímaheimildum
að þarna hafi verið tengsl á milli, tengingin er algjörlega komin frá Christen-
sen.
Sá er annar megingalli á framsetningu Björns, eins og áður gat, að hann
vanrækir nánast algjörlega þátt Lýbíkumanna. Konungarnir Kristófer og
Kristján gerðu ekki margt gegn vilja þeirra. Um þetta skrifa Carus-Wilson og
Michael Postan í bók sem Björn vísar mikið til.6 Hið sama kemur raunar fram
1 skrifum Christensens. Sókn Englendinga inn á Eystrasalt hófst fyrir 1400 og
þeir voru orðnir sterkir þar fyrir 1437 og sigldu einkum til Danzig í Prúss-
landi, en hún var ein af Hansaborgum. Lýbíkumenn töldu Englendinga aðal-
heppinauta og höfuðandstæðinga vegna Eystrasaltssiglinga þeirra og tóku
að glíma við þá af hörku upp úr 1440. Andúðin var gagnkvæm.
Postan fullyrðir að það hafi verið bragð Lýbíkumanna að láta Dani nota
Sundið í glímunni við Englendinga en minnist ekki sérstaklega á skipatök-
una 1447. Englendingar svöruðu með sundi á móti sundi, ef svo má segja,
létu ræna flota Hansamanna þegar hann sigldi um Ermarsund frá Biskajaflóa
árið 1449 Lýbíkumenn létu þá Dani loka Eyrarsundi 1451 og stóð svo til
1454. Aftur rændu Englendingar flotanum frá Biskajaflóa árið 1458 en loks
var reynt að semja sátt árið 1467. Þá fundu Danir upp á því árið 1468 að taka
ensku skipin í Sundinu.7 Englendingar svöruðu strax með því að láta greipar
súpa um eigur Hansamanna á Englandi, en þeir, eða Lýbíkumenn sérstak-
'ega, könnuðust ekki við aðild sína að skipatökunni í Eyrarsundi. Er senni-
'egt að Danir hafi í rauninni átt frumkvæðið í þetta sinn og þá líklega vegna
Vl'gs Björns í Rifi. En fram til þessa tíma höfðu Englendingar ekki tekið Dani
alvarlega sem sjálfstæða andstæðinga sína vegna Eystrasaltssiglinga, litið á
Pa sem peð í höndum Lýbíkumanna.
Þegar lesin eru skrif Carus-Wilson og Christensens, verður ljóst að stefna
ristjáns I var öðru fremur fólgin í að útvega peninga og þess vegna lagði
ar>n toll á Prússa, Englendinga og Hollendinga í Eyrarsundi. Hann hikaði
e ki við að selja Englendingum leyfi til verslunar á íslandi þótt stefnan væri
g ^hliam Christensen, Umonskoitgcrne og hansestæderne (1895), bls. 155, 157.
tudies in English Trnde in the Fifteenth Century (1933).
vudies, bls. 123, 127, 133.