Saga - 1991, Blaðsíða 241
RITFREGNIR
239
hafi hvers árs, árin fram til 1930, en á fjögurra ára fresti eftir það, svo sem enn
er gert. Og íbúarnir gáfu þeim umboð sitt ítrekað.
Höfundur fjallar nokkuð um ástæður þess að jafnaðarmenn náðu meiri-
hluta bæjarstjórnar úr höndum borgaralegra afla á ísafirði, fyrst allra kaup-
staða. Dregur hann þar fram nokkur atriði (IV, 27-29): a) Arfurinn; andstöðu
við kaupmannavaldið má rekja allt aftur til Skúla Thoroddsens og skrifa hans
í Þjóðviljann gamla. b) Tíminn; árum heimsstyrjaldarinnar fyrri fylgdi ýmis
nauð fyrir almenning og gerði hann opnari fyrir nýjum úrlausnum um leið
og hann kynntist félagsskap og hugmyndum verkalýðssinna. c) Atvinnumál;
gömlu stórverslanirnar hættu starfsemi árin 1917-18, og þeir atvinnurekend-
ur sem eftir voru stóðu ekki eins föstum fótum. d) „Slyngiráróðursmeistarar og
atorkusamir framkvæmdamenn" voru í forystusveit jafnaðarmanna. Víst er
þetta allt rétt, en hér má bæta við einu atriði. Í meirihluta Alþýðuflokksins
runnu saman tveir straumar í bæjarmálum. Annars vegar eldri andstæðingar
kaupmannavaldsins, sem áttu rót sína í góðtemplarareglunni og samtökum
iðnaðarmanna og hölluðust oftar en ekki að þversummönnum í gamla Sjálf-
stæðisflokknum. Hins vegar ungir menn (oft mennta- og embættismenn)
sem aðhylltust jafnaðarstefnu og kusu að starfa með verkalýðssamtökunum.
Þegar þessir tveir straumar fóru saman, var meirihlutinn tryggður.
Stjórnmálalíf á ísafirði árin 1920-46 „einkenndist af harðvítugum átökum
og miklum breytingum á stjórn bæjarmála", segir höfundur (IV,19). Hins
vegar finnst undirrituðum að lítið sé gert með þessa staðhæfingu, og í
umfjöllun um þau mál sem hæst bar á þessum tíma, svo sem kaup bæjarins
á Hæstakaupstað og gerð bæjarbryggjunnar, byggingu nýs sjúkrahúss,
kaupin á Neðstakaupstað, togaraútgerð í kreppunni og fleiri þætti, sé lítið
gert úr ágreiningi og mismunandi áherslum. Hins vegar skal tekið fram að
oftast er fjallað skilmerkilega og hlutlægt um framvindu þessara mála. Þó er
þar ein undantekning, þar sem sagt er frá byggingu Sjúkrahúss ísafjarðar
arið 1924-25, en um hana er fjallað í örfáum línum (IV, 49). Eins saknar mað-
ur almennrar umfjöllunar um stjórnmálalíf og blaðaútgáfu á þessum tíma,
en hana vantar alveg.
Um áherslur að öðru leyti má alltaf deila, og engir tveir höfundar myndu
komast að sömu niðurstöðu í því efni. Ljóst er að sjávarútvegurinn skipar
hæstan sess í huga ritarans og fer að mörgu leyti vel á því. Hins vegar fer
ekki hjá því að það skjóti skökku við að fjalla um starfsemi fshúsfélags ísfirð-
’nga árin 1920-40 eina og sér á sex og hálfri síðu (IV, 177-84), jafnvel þótt þar
se sagt frá upphafi hraðfrystingar í bænum. Um stofnun fyrirtækisins og
fyrstu ár hafði þar á ofan verið fjallað ítarlega í þriðja bindi (III, 56-59). Hvort
sú staðreynd að höfundur hafði undir höndum fundagerðabók hlutafélags-
’ns ræður hér ferðinni, skal ósagt látið. Heimildir ráða alltaf miklu um um-
fjöllun í sagnfræðiverkum, en þarna hefði grein í tímarit um íshúsfélagið átt
hetur við, en útdráttur fremur átt heima í riti um sögu bæjarins.
Þá er ekki annað hægt en hnjóta um hve stuttlega saga Eyrarhrepps er
sögð á tímabilinu 1920-46. Þar er til dæmis ekkert sagt frá stofnun verkalýðs-
^élagsins í Hnífsdal í árslok 1924 eða vinnudeilu þess og atvinnurekenda í
apríl 1927 (sem lesa má um í bæjarblöðum og Alþýðublaðinu frá þessum tíma).