Saga - 1991, Blaðsíða 264
262
RITFREGNIR
öld." Þau ummæli sem hér er vitnað til koma fram í forsendum dómsins og
eru eftirfarandi:
Ahrærandi hegningu þá, sem ákærði með ofangreindum misbrest-
um hefur bakað sjer, ber að taka til greina, að hvorutveggja misbrot
hans eru mjög svo hættuleg fyrir eignarrjettindi manna . . . Iíka þess
vegna, að það brítur traust og trúnað í samlífinu. Að öðruleiti hafa
misbrot hins ákærða það sameiginlegt sín á milli að þau hvort um sig
miða til þess að skerða þann sama rjett, nefnilega eignarrjettinn, og
Iiggur við þeim sama hegning, er eins og hjer stendur á, því hlýtur að
leggjast saman í eina fyrir bæði brotin samkvæmt þaraðlútandi
grundvallarreglu í tilskipun frá 11. Apríl 1840 gr. 78.
Ekki er með öllu ljóst hvað dómarinn á hér við, en til þess að átta sig á því er
eðlilegt að skoða tilvitnað ákvæði tilskipunarinnar, sem fjallar um „aukning
straffs fyrir ýmisleg í nærverandi tilskipun meðhöndluð afbrot." í þessu
ákvæði er fjallað um þá aðstöðu þegar maður er uppvís að því í sama málinu
að hafa framið fleiri brot en eitt. Segir þar að þá skuli tiltaka refsinguna fyrir
þau í einu lagi. í dóminum sem Gísli Ágúst rekur er atvikum þannig háttað,
þ.e. annars vegar er um að ræða framvísun falsaðrar ávísunar og hins vegar
hestaþjófnað. Það vafðist í sjálfu sér ekki fyrir dómaranum hvernig heim-
færa bæri hestaþjófnað til refsiákvæða. Hitt virðist hins vegar hafa vafist fyrir
honum hvernig heimfæra ætti framvísun á falsaðri ávísun til refsiákvæða.
Mér virðist að hann hafi helst haft augastað á 76. gr. nefndrar tilskipunar.
Þar segir m.a.:
Þar því ekki verður við komið í almennu Iögmáli, að sundurgreina
allar þær margföldu tegundir af svikum, er drýgðar geta orðið, svo
ákveðst hérmeð, að sérhver ónefnd svik eiga að straffast álíka og þau
af þeim fyrrnefndu, sem eptir þeirra ásigkomulagi og í meðhaldi af
þeim grundvallarreglum, sem drottna í fyrrgreindum ákvörðunum,
næst geta samjöfnuð orðið.
Hér er líklega komin skýringin á því að dómarinn spyrðir brotin saman og
bendir á að þau skerði bæði eignarréttindi manna með sama hætti. I sam-
ræmi við 76. gr. er því eðlilegt að hann komist að þeirri niðurstöðu að sama
hegning eigi í reynd að Iiggja við þeim. Það þarf þó ekki að segja neitt um
það hvort dómarinn Iítur alvarlegri augum á slík brot en ýmis önnur. Miklu
eðlilegri og nærtækari skýring á tilvitnuðum orðum í dómsforsendum er sú
að dómarinn sé að leitast við að skýra eðli þessara brota vegna heimfærslu
þeirra til refsiákvæða heldur en að hann sé að opinbera þá sérstöku skoðun
sína að hann telji eignarréttindi manna mikilvægari en flest annað. Með
þessu er ég þó ekki að segja að sú niðurstaða höfundar, að menn hafi al-
mennt talið mikilvægt að virða friðhelgi eignarréttarins, sé röng. Ég er ein-
ungis að benda á að hæpið sé að skoða dóminn sem sjálfstæða heimild um
það. Dæmiö sýnir að fara verður gætilega í að draga ályktanir af úrlausnum
dómstóla um viðhorf þeirra sem að þeim standa.
Fleiri dæmi má nefna. Á bls. 52-53 er fjallað um mál þar sem kona, Guð-
laug að nafni, var lögsótt fyrir að hafa horfið úr vist án lögmætra orsaka. Um
túlkun á dóminum segir m.a.: „Refsingin við broti Guðlaugar bendir einnig