Saga - 1991, Blaðsíða 247
RITFREGNIR
245
unum með meirihlutanum í þeim málum sem horfðu til heilla. Þannig var
háttað um Reyni Zoéga, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Helgi lýsir kaupmannaveldinu sem við var að etja af hálfu brautryðjenda
verkalýðshreyfingarinnar.
Jónas Guðmundsson, forsprakki Alþýðuflokksmanna á Norðfirði, bar
lengi vel ægishjálm yfir aðra í félagsmálum og bæjarpólitík. Jónas var með
afbrigðum afkastamikill, penni góður, sem sjá má af lestri blaðsins jafnaðar-
maðurinn, sem hann ritstýrði og enn má lesa sér til ánægju. Til marks um
völd hans og yfirburði má nefna að Alþýðuflokksmenn fengu hreinan meiri-
hluta í bæjarstjórnarkosningunum 1934, 222 atkvæði, en kommúnistar að-
eins 28 atkvæði. Jónas Guðmundsson lét kjósendur vita að hann gæti ein-
ungis sætt sig við hreinan meirihluta Alþýðuflokksins í bæjarstjórn.
Það voru kornungir kommúnistar sem náðu brátt völdunum af Alþýðu-
flokknum. Jóhannes Stefánsson var 21 árs, Bjarni Þórðarson og Lúðvík
Jósepsson báðir 20 ára. Tilburðir hinna þriggja ungu manna, sem á endanum
sneru algerlega við öllu valdakerfi vinstri flokkanna, virðast í fyrstu hjákát-
legir. Engu að síður varð Sósíalistaflokkurinn með tímanum stærri en Al-
þýðuflokkurinn.
Mikilvæg trúnaðarstörf og embætti hlóðust á Jónas, m.a. þingmennska, og
það kom að því að gagnrýni hinna vökulu pilta hitti í mark. Jónas var fram-
kvæmdastjóri fóðurmjölsverksmiðjunnar og jafnframt formaður verkalýðs-
félagsins. Þegar til greina kom að greiða verkafólki dagvinnukaup fyrir eftir-
vinnu árið 1936 sáu kommúnistar einstakt tækifæri til að koma höggi á Jónas.
Þeir skipuðu verkfallsnefnd eftir að hafa boðað fund í verkalýðsfélaginu, en
stjórn þess kom þar hvergi nærri. Helgi skrifar:
Foringjar kommúnista voru orðnir svo sjóaðir og skólaðir í pólitísku
starfi að þar kom enginn Iengur að tómum kofunum. Þeir kunnu þá
list, sem aðrir léku ekki eftir, að kalla fólk til fjöldafunda, ýmist í eigin
nafni, Verklýðsfélagsins eða annarra. Rak hver fundurinn annan og
samþykkti fundur um eitt málefni að stofna til fundar um annað (bls.
120).
Jónas Guðmundsson réð ekki lengur atburðarásinni.
Helgi telur að þeir þremenningarnir hafi gert áætlun um hvernig ætti að ná
■tökum í bæjarsamfélaginu og að framtíðarsýn þeirra hafi í stórum dráttum
r*st. Hún fólst í því að tengjast allri helstu félagsstarfsemi sem sköpum
skipti, hafa frumkvæði í framfaramálum og forðast áfengisnotkun. Innan
hðar voru sósíalistar komnir til áhrifa í stúkunni, í íþróttafélaginu, í verka-
'ýðsfélaginu, í pöntunarfélaginu og í samvinnuútgerðarfélaginu. Það eina
sem stóð óhreyft var Kaupfélagið Fram, en þar var látið staðar numið og sam-
komulag gert við framsóknarmenn um þá stöðu mála.
Staðhæfing Helga um frumleika framtíðarsýnar þremenninganna má
draga í efa. Nær er að sjá hugmyndir þeirra, t.d. um fátækramál, lögreglu-
111 ál og heilbrigðismál (bls. 92-3) sem anga af almennri dagskipan KFÍ um
aöferðir í dægurmálabaráttunni. Þeir náðu að gera alvöru úr skipun fram-
kværndanefndar Kommúnistaflokksins.
Lykillinn að valdatökunni og löngum valdatíma var framúrskarandi vel