Saga - 1991, Blaðsíða 164
162
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
sem Finnur hefur átt heima verður að gera ráð fyrir að á merkikeflin
hafi verið rist í Noregi (eða annars staðar í Skandinavíu). Þau hafa
ekki fylgt vörum frá Grænlandi.
Úr því að farið er að tala um vörutegundir sem nefndar eru beinlín-
is á merkikeflunum, er rétt að líta á „garn" og „þræði" sem talað er
um á tveim öðrum eigendamerkjum frá Björgvin. Um þau segir Hag-
land í lok greinarinnar (Saga 1988:5813) að bandið hafi vel getað „verið
innflutt og gjarnan frá íslandi". Ekki þarf „garn" og „þræðir" að vera
úr ull, og þessi merkikefli koma ekki til umræðu annars staðar hjá
Hagland þótt annað þeirra ætti heima í athuguninni á nafnaforðanum
og hitt í kaflanum um málfarsleg atriði til að sýna mótrök sem finna
mætti gegn íslenskum uppruna þessara tveggja áletrana.
Lítum fyrst á nöfnin. Eigandi „garnsins" ber nafn sem Lind segir að
sé með öllu óþekkt á íslandi á miðöldum, heitir sem sé Ragnar. Sam-
kvæmt aðferð Haglands sjálfs ætti það þá að vera Norðmaður. Á hinu
merkikeflinu, því með „þráðunum", ér þyngd eða verðmæti tilgreint,
hálf fimmta mörk, sem Hagland skrifar með samræmdri stafsetningu,
hglf fimta mgrk. En á keflinu er ekki samræmda myndin hglf, heldur
hof, það er að segja /1/ er fallið brott á undan /f/. í nafni eigandans, Sol-
veig, vantar líka 1-rúnina. Eftir þessu ætti dæmigert norskt málsein-
kenni, brottfall 1 á undan varamæltu önghljóði, að koma fram á
íslensku eigandakefli! í fornnorsku eru mörg dæmi þessa, bæði á
rúnaristum og handritum, og það þekkist enn í nokkrum norskum
mállýskum. í íslensku er það með öllu óþekkt, að undanteknu einu
dæmi frá 1432 (DIIV 550), sem getur verið ritvilla. Pví stenst það tæp-
ast að íslendingar hafi gert þessar áletranir. Af þessu leiðir að ekki er
líklegt að neitt þeirra þriggja merkikefla þar sem varan er tilgreind,
hafi komið með henni vestan um haf.
í þessu sambandi er líka ástæða til að efast um fullyrðingu Hag-
lands (Saga 1988:5814) að merkikeflin sem kvenmannsnafn er á geti
hugsanlega verið heimildir um íslenska kvennasögu. Þessi merkikefli
eru alls fimm, öll frá Björgvin, og á einu þeirra er þetta norska máls-
einkenni, 1-brottfall. Á hinum fjórum eru nöfn sem samkvæmt Lind
eru aðeins þekkt úr norskum heimildum (Lucia) eða eru sameiginleg-
ur arfur (Sigríður tvisvar, Póra). Líkurnar til að þessar konur hafi verið
13 HT 1988:154.
14 HT 1988:154.