Saga - 1991, Blaðsíða 291
Aðalfundur Sögufélags 1991
Fundurinn var haldinn í Skólabæ þriðjudaginn 28. maí og hófst kl. 20.30.
Forseti Sögufélags, Heimir Þorleifsson, setti fundinn og minntist síðan
þeirra félagsmanna, er stjórninni var kunnugt um að látist hefðu frá síðasta
aðalfundi. Peir voru: Ásgeir Einarsson skrifstofumaður, Benedikt Blöndal
hæstaréttardómari, sr. Bjartmar Kristjánsson, dr. Björn Sigfússon háskóla-
bókavörður, Geir Hallgrímsson seðlabankastjóri, Gísli Ásmundsson kenn-
ari, ívar Helgason símamaður, Páll H. Jónsson kennari, dr. Leifur Ásgeirs-
son prófessor og Sverrir Magnússon lyfsali. Forseti minntist sérstaklega dr.
Björns Sigfússonar. Hann var ritstjóri Sögu í meira en tvo áratugi (1954-76)
og ritari félagsins um langt skeið. Fóru stjórnarfundir félagsins þá löngum
fram á vinnustað hans. Þá minnti forseti á langt samstarf hans við dr. Björn
Þorsteinsson við útgáfu og ritstjórn Sögu. Heimir Þorleifsson bað menn
einnig minnast þess, að á síðasta aðalfundi félagsins hefði Benedikt Blöndal
gegnt fundarstjórn. Að loknum þessum inngangsorðum forseta risu fundar-
menn úr sætum til að votta látnum félagsmönnum virðingu sína.
Forseti gerði tillögu um Sigríði Th. Erlendsdóttur sem fundarstjóra og
Gunnar F. Guðmundsson sem fundarritara. Var síðan gengið til dagskrár.
Skýrsla stjórnar. Nýkjörin stjórn Sögufélags fyrir árið 1990-91 kom saman til
fyrsta fundar síns 29. maí 1990 og skipti þar með sér verkum eins og mælt er
fyrir um í 3. gr. í lögum félagsins. Varð niðurstaða sú að stjórnin var eins
skipuð og á næsta starfsári á undan, þ.e. Heimir Þorleifsson var kosinn for-
seti, Sveinbjörn Rafnsson ritari og Loftur Guttormsson gjaldkeri. Aðrir í
aðalstjórn á starfsárinu voru Anna Agnarsdóttir og Björn Bjarnason, en í
varastjórn voru Magnús Þorkelsson og Þórunn Valdimarsdóttir.
Formlegir stjórnarfundir á árinu voru 13 auk allmargra funda, sem einstak-
ir stjórnarmenn sátu með aðilum utan stjórnar vegna sérstakra verkefna. Það
voru einkum ýmis mál vegna útgáfu á íslandssögu Sögufélags, sem ollu því,
að fundir á þessu starfsári urðu fleiri en áður hefur þekkst í sögu félagsins.
Sem fyrr sóttu varamenn alla stjórnarfundi og einnig ritstjórar Sögu, Gísli
Ágúst Gunnlaugsson og Sigurður Ragnarsson. Ritstjóri Nýrrar sögu, Gunnar
Þór Bjarnason, sótti nokkra fundi. Þá hefur verslunarstjóri félagsins, Ragn-
heiður Þorláksdóttir, sótt alla stjórnarfundi svo sem tíðkast hefur frá því að
hún kom til starfs. Mestan hluta starfsársins var hún ein við störf hjá félag-
'nu, en fékk þó nokkra hjálp á útmánuðum. Fram kom að Ragnheiður sótti
bókamessuna í Gautaborg í september á vegum félagsins. Hún kynnti þar
19 - SAGA