Saga - 1991, Blaðsíða 226
224
RITFREGNIR
fyrir Islandssiglingum Englendinga. I bænarskrá enska þingsins frá 1415 seg-
ir að Englendingar hafi þá stundað fiskveiðar við ísland undanfarin sex eða
sjö ár vegna fiskbrests á heimamiðum. Eins og kunnugt er veiddu Englend-
ingar í salt og hafa þá ekki endilega sótt til íslands í upphafi vegna þess að
verið hafi skortur skreiðar í Björgvin eða örðugleikar á öflun hennar þar.
Tunnusöltun hófst ekki að marki á Englandi fyrr en eftir 1375 og er sá fjör-
kippur sem hún tók rakinn til þess að skreið þótti dýr.1 2 Hitt er svo annað mál
að enskir skreiðarkaupmenn gátu frétt hjá fiskimönnum að fá mætti keypta
á Islandi skreið sem væri miklu ódýrari en sú sem fékkst í Björgvin. Þannig
munu enskir skreiðarkaupmenn hafa komið í kjölfar duggara sem veiddu i
salt.
En það leituðu ekki allir enskir skreiðarkaupmenn til íslands á 15. öld,
Englendingar voru fjölmennir í Björgvin fram yfir 1430, td. voru yfir 17 kaup-
för þeirra á Björgvinjarhöfn árið 1432 og þá voru þeir í mikilli sókn þar í bæ."
Kennari Björns Þorsteinssonar, Elenaor M. Carus Wilson, benti á það fynr
löngu að íslandssiglingar Englendinga hefðu valdið sumum kaupmönnum i
Lynn á Englandi áhyggjum vegna hagsmuna þeirra sjálfra í Björgvin.3 Eirík-
ur af Pommern, Noregskonungur, var hlynntur Björgvinjarsiglingum Eng-
lendinga en lítill vinur Hansamanna. Lynnverjar óttuðust að glata góðvild
Eiríks konungs vegna framferðis landa sinna á Islandi. Björn sinnir þessum
þætti hvergi í skrifum sínum, að ég held. Englakóngar bönnuðu ferðir landa
sinna til íslands og vildu binda skreiðarverslun við Björgvin; telur Björn þa<"*
sigur Danakonungs en þetta gat eins verið sigur þeirra Lynnverja sem höfðu
mestra hagsmuna að gæta í Björgvin. Öll skrif ráðamanna á 15. öld, alveg til
um 1470, um Björgvin sem miðstöð skreiðarverslunar Englendinga, eru lítt
skiljanleg, sé því trúað að Englendingar hafi ekki siglt til Björgvinjar.
Ótraust kenning um hagsvæði
I kaflanum Enska öldin er gerð grein fyrir norsk-austurþýsku hagsvæði (bls-
16) og fullyrt að Island hafi þannig lent utan hagsmunasvæðis Þjóðverja-
Segir að Hansamenn frá Lýbíku hafi átt lítilla hagsmuna að gæta í skreiðar-
sölu á Englandi og hafi haft þá stefnu á 15. öld að öll skreið frá skattlöndum
bærist til Lýbíku (bls. 16). Þessu fer víðs fjarri, Hansamenn undir forystu
Lýbíku höfðu kontór í Boston á Englandi og þangað barst miklu meiri skrei
við lok 14. aldar en til Lýbíku. Hins vegar dró mjög úr mikilvægi kontórsins
fyrir 1440, en mikil skreið barst þó áfram á vegum Þjóðverja frá Björgvin n
Boston eða alveg fram yfir 1480, en um 1500 voru þessir flutningar orðnir
svipur hjá sjón. En kenningin um sérstakt norskt-austurþýskt hagsvæði er
alröng (bls. 17, sbr. 105 og 113).
1 Arnved Nedkvitne, Utenrikshandelen fra det vestafjelske Norge 1100-1600 (Fjölrit frá
1983, á Háskólabókasafni).
2 Knut Helle, Bergen bys historie (1982), bls. 790.
3 E.M. Carus-Wilson, The Iceland Trade. Studies in English Trade in the Fifteenth Cen
ury (1933), bls. 166-7.