Saga - 1991, Blaðsíða 114
112
ÞÓR WHITEHEAD
leysið, en með nýju sniði, sem hæfði þátttöku í Sameinuðu þjóðun-
um.
Þegar leið nær stríðslokum tóku menn að deila hér sem annars
staðar um framferði Krelmverja í Evrópu og markmið þeirra almennt.
Sósíalistaflokkurinn studdi að venju málstað ráðstjórnarinnar, en í
hinum flokkunum þremur óttuðust margir, að saga fjórða áratugarins
kynni senn að endurtaka sig: Öflugt einræðisríki, stutt dyggum fylg-
ismönnum í öðrum löndum, reyndi að drottna yfir Evrópu allri. For-
sendur til að endurvekja hlutleysið í þeirri mynd, sem íslendingar
höfðu vænst 1943-44, virtust æ hæpnari. í flokkunum þremur sýnd-
ist ýmsum, að svo gæti farið, að íslendingar yrðu að reiða sig áfram á
samvinnu við Vesturveldin til að tryggja hag sinn og öryggi. Föst
áform voru þó engin um þetta meðal forystumanna, því að algjör
óvissa var um framtíðina og flokkarnir þrír virtust ekki geta setið
saman í ríkisstjórn.
Herstöðvabeiðni Bandaríkjamanna í október 1945 svipti íslenska
stjórnmálaforingja næði til að ráða sjálfir fram úr öryggismálunum.
Andstæðingar landvarna virðast hafa náð stuðningi almennings.
Afstaða kjósenda virðist hafa verið mjög samtvinnuð þjóðerniskennd
þeirra, enda hafði yfirlýsingin um „ævarandi hlutleysi" íslands fylgt
fullveldinu 1918. Beiðni Bandaríkjamanna um bækistöðvar var hafn-
að og Alþýðuflokkur, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur lýstu
yfir því 1946, að þeir vildu ekki leyfa herstöðvar í landinu á „friðar-
tímum". Þetta var ein mikilvægasta afleiðingin af frumkvæði Banda-
ríkjastjórnar. Ólafur Thors komst svo að orði síðar, að engu væri lík-
ara en margir íslendingar litu á það sem „amerískt sérmál", hvort eða
hvernig landið væri varið.119 Óneitanlega voru herstöðvabeiðni
Bandaríkjanna og yfirlýsingar stjórnmálaflokkanna um herstöðvamál
til þess fallnar að festa þetta sjónarmið í sessi. Yfirlýsingarnar bundu
hendur ráðamanna á næstu árum, þegar takmörk friðar og ófriðar
urðu æ óljósari.
Með Keflavíkursamningnum 1946 reyndu áhrifamenn úr flokkun-
um þremur að halda í öryggis- og efnahagstengsl við Vesturveldin,
en innan marka áðurnefndra yfirlýsinga og án þess að skilja að fullu
við hlutleysi. En umskipti frá utanríkisviðskiptum styrjaldaráranna,
misráðin efnahagsstefna og ný stríðshætta kröfðust aukins samstarfs
119 Matthías Johannessen: Ólafur Tlwrs II, bls. 97.