Saga - 1991, Blaðsíða 159
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
157
Aðeins fimm af nöfnunum á eigendamerkjum frá Þrándheimi og
Björgvin koma ekki fyrir í norska safninu hjá Lind, en það eru Börkur,
Eldjárn, Hallgísl, Hrifla og Illugi. Sjötta nafnið, Þórhallur, er auk þess
aðeins þekkt á einum norskum útflytjanda á 10. öld. Að öðru leyti eru
dæmin öll íslensk. Þetta eru þrjú af 26 mannanöfnum í efninu frá
Þrándheimi og þrjú af nöfnunum frá Björgvin. Erfitt er að staðhæfa
að þessi sex nöfn séu norsk, því að dæmi skortir, jafnvel þó að maður
afsaki sig með misjöfnu nafnasafni. En hins vegar er ógerningur að
sanna að nokkur Norðmaður hafi borið slíkt nafn, þar sem Noregur og
ísland voru í raun sama máls- og menningarsvæði (sbr. hér á eftir um
viðurnefni).
Rétt er að taka fram að um sum þessara nafna eru ekki mörg dæmi
frá íslandi. Hagland nefnir sjálfur að Hrifla komi aðeins einu sinni
fyrir. Hallgísl kemur tvisvar fyrir (í bæði skiptin með endingunni
'gils), í bæði skiptin fyrir 1100. Börkur sést oftar, en öll dæmin nema
eitt eru eldri en fyrir 1252. Annars koma bæði börkur og eldjárn sjaldan
fyrir sem viðurnefni í Noregi á 14. öld, og illugi er viðurnefni eins land-
námsmanns (Lind 1920-21). (lllugi er líka talið koma fyrir í einu
norsku bæjarnafni (Lind 1905-15).) Oft eru mörkin milli fornafns og
viðurnefnis óglögg — stundum er maður nefndur því nafni einu sam-
an sem annars er viðurnefni hans - og þetta gerir erfiðara að ákvarða
upprunann. En það kann að vera rétt hjá Hagland að að minnsta kosti
Eldjárn, lllugi og Þórhallur séu dæmigerð íslensk nöfn, því að þau eru
ÖB þrjú mjög algeng á íslandi og eiginlega óþekkt í Noregi.
Á hinn bóginn er mikið bil annars vegar milli skilgreiningar og hins
vegar þess íslenska uppruna sem verið er að tala um þegar um er að
r3eða nafn eins og Hallgrímur. Að fráteknum fáeinum landnáms-
uiönnum sem bera þetta nafn nefnir Lind fjögur íslensk dæmi frá því
fyrir 1200, eitt frá 14. öld og fjögur frá 15. öld. Norsk dæmi eru fjögur
frá 14. öld og eitt föðurnafn frá 1401, sjö dæmi frá 15. öld og mörg frá
16- öld. íslensku dæmin fyrir 1200 eru tvö úr Njálu og tvö úr Sturl-
Ungu- Samtals eru fleiri norsk dæmi en íslensk um nafnið Hallgrímur,
°§ það þekktist líka í Noregi á landnámsöld.
Það er líka skrýtið að nöfn eins og Andrés, Erlingur, Kolbjörn og Þjóð-
ni skuli vera meðai þeirra sem Hagland kallar vesturnorræna sam-
e'§u, nöfn sem eru bæði íslensk og norsk (Saga 1988:497). Lítum á þessi
nöfn:
7 HT 1988:147.