Saga - 1991, Blaðsíða 231
RITFREGNIR
229
sundi 1447 við þau eða sjá líkingar. Og sennilega er skynsamlegast að kenna
þessa atburði ekki við baráttuna um þorskinn nema fram komi skýrari rök
fyrir slíkri tengingu. í endurskoðuðum texta Björns í SÍsl V er ekki minnst á
þorskastríð í þessu sambandi sem virðist skynsamlegt.
Öðru máli gegnir um víg Björns í Rifi, það virðist mega nefna þorskastríð,
en hins vegar ekki stórveldaátökin sem fylgdu í kjölfarið, heiftúðuga árekstra
Englendinga og Hansamanna sem Iauk formlega 1473 en ekki fyllilega fyrr
en 1475. Er reyndar hvergi minnst á þorskastríð í hinum endurskoðaða texta.
Afhverju hófst íslcmdssigling Hansamanna um 1470?
Hansamenn voru eitthvað á ferðinni við ísland um 1430 en óljóst er um það.
Um miðbik aldarinnar gætir þeirra ekki (sbr. Lönguréttarbót) en upp úr 1470
fara þeir að sækjast eftir fiski á íslandi og eru þá Lýbíkumenn frá Björgvin
ma. í för. Ekki þekki ég neinar skýringar á þessum umskiptum, en helst hafa
menn talið að Lýbíkumenn hafi getað komið í veg fyrir siglingar annarra
Hansamanna þangað til Kristján I veitti Hansamönnum, þar með Hamborg-
urum, almennt leyfi um 1468 (S/s/ V, bls. 107-11). Ekki er líklegt að Kristján
I hafi gert þetta alveg í óþökk Lýbíkumanna. Og varla var verðþróun örvandi
- það er nefnilega upplagt að skýra eftirsókn Norðmanna eftir skreið á ís-
landi við lok 14. aldar með því háa verði sem þá var á skreiðinni á helstu
mörkuðum evrópskum og lágt verð og minni eftirspurn ætti að hafa haft
öfug áhrif. Petta er þó ekki víst. Bruns benti þegar árið 1900 á heimildir sem
sýna að íslenski fiskurinn þótti of harður þangað til menn fundu upp á því að
berja hann með sérstakri aðferð, þá varð hann stöðugt eftirsóttari, einkum í
Suður-Þýskalandi. Dollinger tók þetta upp í bók sína um Hansasambandið
(1964)9 en það hefur einhvern veginn farið fram hjá íslenskum sagnfræðing-
um sem skrifað hafa um 15. öldina. Hér er kannski kominn hluti af skýringu
þess að Þjóðverjar fóru að sækjast eftir fiski á íslandi upp úr 1470? íslenska
skreiðin var allmiklu ódýrari en sú norska, metin í silfri eða korni, og hefur
það etv. haft sitt að segja. Kemur fram í heimildum um 1500 að kaupendur á
meginlandinu sem áður keyptu eingöngu Björgvinjarfisk vilji nú ekki líta við
honum, kaupi einungis íslenskan fisk (sbr. Sfsl V, bls. 112-13).
Kirkjan, konur og Kólumbus
hlér þykir einna mest koma til kaflans Kirkjan og þjóðlífið (bls. 141-79) og er
sa eignaður Sigurði Líndal í formála og næsti kafli, einnig eftir hann, um
efnahagsgrundvöll kirkjunnar, er mjög gagnlegur. Á óvart kemur að ekki
skuli minnst á svonefndar „samþykktar greinar" frá 1489 sem Björn Þor-
steinsson setti jafnan á oddinn, mjög að vonum, þar sem þær sýna að jarð-
eignasöfnun kirkjunnar var orðin áhyggjuefni vegna skertrar tíundar til
kirkna, presta og fátækra.
9 Ensk útgáfa, Philippe Dollinger, The German Hansa (1970), bls. 243.