Saga - 1991, Blaðsíða 197
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
195
segir að af samhenginu megi ráða að átt sé við fyrstu snurpunótarsíld
Norðmanna. Þetta er alrangt. Mér er að minnsta kosti jafn vel kunnugt og
Hreini að Atlas var ekki fyrstur skipa til að veiða síld í snurpunót við Island.
Hér er ekki verið að ræða um hvar eða hvenær síld var veidd við ísland með
snurpunót í fyrsta sinn heldur hvenær fyrstu snurpunótarsíldinni var land-
að á Siglufirði. Enda er verið að ræða um síldveiðibyltinguna miklu sem
hófst á þeim stað, fyrst með löndun reknetasíldar og síðan með löndun
snurpunótarsíldar. Mér er ekki ljóst hvort í þessu tilfelli sé um vísvitandi
//ólæsi" Hreins að ræða. Mér er nær að halda að svo sé. Enda í fullu samræmi
Hð þann anda sem ríkir í umfjöllun hans. Það er að minnsta kosti ljóst að í
næsta dæmi sem ég tek um vinnubrögð hans er ómögulegt annað en að um
vísvitandi fölsun sé að ræða þegar hann vitnar í bók mína með eftirfarandi
hætti:
Þeir eru margir norsku útgerðarmennirnir sem hafa komið við þessa
stuttu en viðburðaríku síldarsögu . . . John Hareid, Lars Garshoe, H.
Henriksen, Hans Söbstad, Tormod Bakkvig, John Vedin, Edvin
Jakobsen, H.W. Friis, Elias Roald, A. Brobakke, Evangerbræður,
Sören Goos . . . (Bls. 101).
Eins og Hreinn setur þetta upp er engin leið að sjá hvort úrfellingarmerkið,
punktarnir þrír milli „síldarsögu" og „John Hareid", er hans eða mitt. Það er
hans. Að baki þessara þriggja sakleysislegu punkta eru hvorki meira né
minna en ellefu málsgreinar sem Hreinn fellir burt til þess að geta látið líta
svo út að ég segi alla þessa útgerðarmenn vera Norðmenn. „Vedin hét réttu
nafni Wedin og var Svíi en ekki Norðmaður og Sören Goos var Dani ..."
segir Hreinn og þykist vera að leiðrétta frásögn mína. En það er gróf fölsun.
Rúmið leyfir ekki að ég setji hér allar málsgreinarnar sem Hreinn fellir burt
en eftirfarandi ætti að nægja til að sýna fölsun hans. í bók minni stendur
þetta á undan nafnarununni: „Hún [síldin] er sérstök, utan og ofan við aðrar
sjópersónur; örlagavaldur einstaklinga og þjóða og ekki talin með fiskum.
Sagt einu sinni enn, til áréttingar: Síld er ekki fiskur. Síld er síld. Þeir sem
hafa elt hana til íslands til að koma henni þaðan í tunnum og lýsi eru henni
tengdir um aldur og ævi: John Hareid, Lars Garshoe, H. Henriksen . . o.
s. frv. - „Þei'r sem hafa elt liana til íslands," segi ég og engin leið að ráða af því
að ég telji þá menn sem ég nefni alla vera Norðmenn enda tala ég strax á
n®stu síðu um aftasta manninn í röðinni, Sören Goos, sem danskan stór-
Eaupmann.
Áf þessu dæmi má sjá hversu lágt menn geta lagst þegar annarlegar hvatir
stjórna gerðum þeirra. Og ekki er Hreinn enn af baki dottinn við „leiðrétting-
arnar". Hann vitnar í Svartan sjó afsíld og segir: „Á bls. 189 er tiltekið verkfæri
„skilma", rétt er þetta „skimla", n. „skimle"." - Hreinn telur sjálfan sig
serfróðan um síld og allt það er að síldveiðum lýtur. Þekking hans á aðal-
Veiðarfæri síldarskipa fyrr á tíð, snurpunótinni, er þó svo gloppótt að hann
Veit ekki að tréfiskurinn sem notaður var til að fæla síldina frá nótaropinu var
jdí!<ui nefndur „skilma" þegar snurpunótarveiðar íslendinga voru í hámarki.
8 atti tal við fjölda síldarsjómanna með áratuga reynslu á síldveiðum. Allir