Saga - 1991, Blaðsíða 248
246
RITFREGNIR
heppnuð verkaskiptingmanna í flokknum. Ábls. 110-11 kemur úr samtíma-
skjölum skýrt fram upphafið að rúmlega 40 ára samstarfi þremenninganna
frá árinu 1936. I bókinni segir:
Lúðvík átti að skoða fjármálapólitíkina í stærra samhengi, Bjarni að
huga að orðum og efndum í sveitarstjórnarmálunum og Jóhannes að
kanna atvinnureksturinn. Lúðvík varð þingmaður, ráðherra og einn
áhrifamesti foringi sósíalista, Bjarni varð bæjarstjóri og helsti forystu-
maðurinn á vettvangi sveitarstjórnarmála í Neskaupstað og Jóhann-
es veitti forstöðu mikilvægustu samtökum og fyrirtækjum í bænum
um áratuga skeið (bls. 111).
Helgi kemur beint og óbeint að orsökunum að sérstöðu Norðfjarðar í hinu
pólitíska mynstri þjóðarinnar. Með rannsókn sinni sýnir Helgi af hverju einn
flokkur gat ráðið svo miklu með stuðningi bæjarbúa. Hann gerir áður lítt
skiljanlegri þróun góð skil. Þar með er mögulegt að bera saman hvernig einn
flokkur ræður ríkjum á Norðfirði og annars staðar.
Minnst hefur verið á valddreifingu forystumanna sósíalista. Öll völd
söfnuðust ekki á eina hendi þó innan sama flokks væri. Oddvitar sósíalista á
Norðfirði voru miklir gáfumenn, sem báru gæfu til að höndla vandmeðfarin
völd til hagsældar fyrir bæjarsamfélagið. Þeir voru ekki kreddukenndir línu-
menn heldur létu stjórnast af hinu pólitískt mögulega í samskiptum við aðra.
Helgi hittir naglann á höfuðið þegar hann segir: „Hugmyndafræðin flæktist
ekki fyrir þeim" (bls. 175). En þeir höfðu félagslegan áttavita sem beindi
þeim inn á brautir atvinnuuppbyggingar þar sem persónuleg hagnaðarvon
stjórnenda fyrirtækjanna vék fyrir hagsmunum stærri heildar. Itökin í fisk-
vinnslu staðarins veittu ómæld völd. Stjórn hennar var í höndum „heima-
manna". Þeir öfluðu sér fylgismanna vegna framtaks og fórnfýsi sem vakti
aðdáun margra. Þeir urðu að starfhæfum meirihluta í bæjarstjórn og gátu
bent á óstarfhæfan minnihluta. Lúðvík var hinn ákjósanlegi „sendiherra"
Norðfirðinga í Reykjavík sem stækkaði landhelgi heima- og landsmanna!
Alla tíð var það bæjarpólitíkin sem málefni sósíalista snerust um, ekki
atburðir heimsmála. Þetta stuðlaði að myndun nokkurs konar brimgarðs
sem hélt holskeflum af vettvangi utanríkismála frá.
Höfundur hefur afmarkað viðfangsefni sitt við vinstri hreyfinguna á Norð-
firði og gerir því skil sem hann ætlaði sér. Ég hefði kosið að hann hefði oftar
lagt lykkju á leið sína og reynt að bera Norðfjörð saman við önnur bæjarfé-
lög, t.d. Isafjörð, þar sem Alþýðuflokkurinn hafði meirihluta í bæjarstjórn til
loka seinna stríðs og stóð fyrir viðamikilli atvinnustarfsemi. Skýring Hanni-
bals Valdimarssonar á óskoraðri valdastöðu Alþýðuflokks þar er sú að flokk-
urinn hafi verið svo róttækur að ekkert pláss var fyrir neina til vinstri við
hann. En samhent forysta gat áorkað miklu, eins og saga þessara staða sýnir.
Við forystumönnum hinnar pólitísku verkalýðshreyfingar blasti í upphafi
veruleiki þar sem allt virtist vanta: skólabyggingar, sundlaug, sjúkrahús,
hafnaraðstöðu, rafvæðingu, heitt vatn, heilnæmt húsnæði, og fleira og
fleira. Afnám kaupmannaveldis og viðgangur verkalýðsfélaga hélst i
hendur. Velferðarkerfið var ekki til staðar og margt sem okkur virðist lítilfjör-
legt nú á dögum var mikið hitamál bæjarbúa. Úrbóta var víða þörf og á sjon-