Saga - 1991, Blaðsíða 86
84
ÞÖR WHITEHEAD
endurtaka leikinn frá 1941, eins og Ólafur Thors og fleiri létu sér til
hugar koma 1945) haföi að vísu aldrei verið mjög raunhæf. Banda-
ríkjastjórn hafði sjálf ekkert við fisk að gera á friðartímum og barðist
fyrir fríverslun. Nú var þessi stefna að sigra í viðskiptum vestrænna
þjóða, vildarkjör fyrir tilteknar þjóðir að víkja og stjórnvöld að láta af
milliríkjaverslun. Eftir sem áður lágu sterkir þræðir á milli viðskipta-
og öryggismála íslands, en varast ber einhæfar kenningar, sem sagð-
ar eru styðjast við efnahagslega hagsmuni, en sniðganga öll þau firn
frumheimilda, sem sanna að leitin að öryggi réð að langmestu leyti
ferðinni, þegar skilið var við hlutleysið 1946-51.
Skemmst er frá að segja, að tengsl íslenskra stjórnmálamanna við
Bandaríkjamenn hafa iðulega verið ýkt og afmynduð. Á hinn bóginn
hefur samband þeirra við Breta og Norðurlandamenn alls ekki verið
að fullu metið. í júií 1948 var komist svo að orði í íslandslýsingu
bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, til Harrys S. Trunmns forseta:
Samskipti Islendinga við Bandaríkin ráðast mjög af þeirri
stefnu íslands að gæta „hlutleysis" á milli austurs og vesturs,
af ótta við amerísk áhrif og eindregnum vilja til að leyfa ekki
bandarískar herstöðvar í Iandinu.
Hægri sinnuðum jafnaðarmanni, Stefánssyni, tókst að gera
[stjórnarsáttmálaj . . . í alþjóðamálum er hann eindreginn
stuðningsmaður Sameinuðu þjóðanna, er hlynntur nánari
tengslum við Bretland og Norðurlönd . . . og sagður vinsam-
legur Bandaríkjunum.
Bjarni Benediktsson fékk hól fyrir að vera „undantekning frá regl-
unni"; skorinorður í fjandskap við kommúnista og vináttu við Banda-
ríkin. Ólafur Thors var einnig sagður vinsamlegur, en CIA-menn
gáfu honum jafnframt þennan vitnisburð: „Thors er . . . stækur þjóð-
ernissinni og þjóðrembumaður, sem hefur tilhneigingu til að bregð-
ast hinn versti við sérhverri vísbendingu um yfirdrottnun eða við-
leitni erlendrar ríkisstjórnar til að hafa áhrif á íslensk málefni."54
William C. Trimble, sendifulltrúi Bandaríkjanna á íslandi 1947-48,
sagði í greinargerð um valdahlutföll á íslandi:
Mjög fáir íslenskir áhrifamenn eru hlynntir Bandaríkjunum af
54 Harry S. Truman Library, (Trumansafnið, Independence, Missouri), President's
Secrelary's File: Central Intelligence Agency: „Iceland", júni 1948.