Saga - 1991, Blaðsíða 162
160
SKOÐANASKIPTI UM RÚNAKEFLI
Ég get ekki heldur fallist á það að dæmigerð íslensk nöfn séu á 14
merkikeflum í safninu frá Björgvin, eins og Hagland álítur, ef greini-
markið á að vera „fá eða engin" norsk dæmi. Hann skiptir þessum
ellefu nöfnum sem um er að ræða, í tvo flokka, en telur þá íslenska
báða tvo. í öðrum eru þrjú nöfn, Ásgeir, Ljótur og Þorlákur, og hann
fellst á að þau þekkist líka í Noregi á víkingaöld eða seint á miðöld-
um. Hin eru „dæmigerð fyrir íslenskar nafnvenjur", en samkvæmt
skilgreiningu hans eru þau lítt eða alls ekkert þekkt frá Noregi. Ef við
lítum á rit Linds, kemur í ljós að nafnið Eyjólfur, sem talið er í seinni
hópnum, kemur um það bil 70 sinnum fyrir í norskum fornbréfum og
margsinnis í jarðabók Eysteins. Rétt er það að þetta nafn kemur enn
oftar fyrir íslenskum heimildum, og norsku dæmin eru öll nema eitt
frá 14. öld og síðar. Petta mætti bera saman við Ásgeir, en það er talið
meðal þeirra sem „kunn eru frá Noregi". Hér hef ég ekki talið upp öll
norsku dæmin sem Lind nefnir, en vísa aðeins til NlyR 2:254, 2.
nmgr., þar sem Magnus Olsen segir: „Navnet Ásgeirr kjenner vi fra ca.
55 gammelnorske forekomster."
Eigi greinimarkið að vera „fá eða engin norsk dæmi", er hvort
tveggja undarlegt, að þessi tvö nöfn skuli vera talin íslensk og að
nokkur munur skuli vera á þeim. Auk þess sem Hagland er í verki
mjög svo frjálslyndur þegar hann kallar eitthvert nafn dæmigert
íslenskt, en gleymir þeim dæmigerðu norsku, virðist vera undirskilið
í skilgreiningunni að aðeins dæmi frá því fyrir 1300 séu fullgild. Ás-
geir er nefnilega, öfugt við Eyjólfur, alþekkt frá landnámsöld. Slíkt
mismunandi mat á heimildum eftir aldri væri ef til vill verjandi varð-
andi dæmin frá Þrándheimi sem ná ekki nema lítið fram á 14. öld, en
safnið frá Björgvin virðist teygjast nokkru lengra í tíma. En með þeim
hætti væri meginhluti ósvikinna norskra dæma útilokaður og Noreg-
ur í raun miklu afskiptari en ef litið er á allt í einu lagi. Ég tel ósenni-
legt að svo miklar breytingar hafi orðið í nafnavenjum í Noregi i
kringum aldamótin 1300 að þær geri fornbréf eftir þann tíma ónothæf
til samanburðar við öll merkikeflin, bæði frá Þrándheimi og Björgvin.
Ég er því ekki sannfærð um að nöfnin í rúnaristunum bendi „töl-
fræðilega svona rækilega til íslands", eins og Hagland telur (Saga
1988:4910). Og varðandi dæmin frá Björgvin tel ég mig hafa sýnt fram
á að hundraðshluti norskra nafna sé stærri en hundraðshluti hinna
íslensku, mælt á mælikvarða Haglands sjálfs.
10 HT 1988:148.