Saga - 1991, Blaðsíða 214
212
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
skrifuð árið 1957 á meðan á kalda stríðinu stóð. Flestar aðgerðir íslenskra
kommúnista eru útskýrðar með tilvísun til ástandsins hér á landi, þar sem
þjóðemisbarátta reis hátt í hugum kommúnista. Jón, ásamt Aðalbirni Péturs-
syni og Tómasi Jónssyni, sótti fimmta heimsþing Rauða verkamannasam-
bandsins í Moskvu í ágúst 1930 (Jón Rafnsson, Vor í verwn, bls. 91-92). Þetta
var nokkrum vikum eftir Krossanesdeiluna, en ég tel að þar gæti einkenna
Strassborgarkenninganna um hvernig skipuleggja ætti verkfall með sem
mestum áhrifamætti. Þar voru nýmæli krafan um góðan undirbúning, verk-
fallsvarsla var stöðug og skipt var niður á vaktir. ÞF vill ekki útiloka þá skýr-
ingu að kommúnistar hafi þegar árið 1926 tileinkað sér reglur og skipulags-
hætti við verkföll sem svipi til þeirra reglna sem Profintern (Rauðu alþjóð-
legu verkalýðssamtökin) setti þremur árum síðar. Skipulag kolaverkfallsins í
Vestmannaeyjum árið 1926 gat minnt á Krossanesdeiluna, því þar var komið
á verkfallsvöktum. En Jón Rafnsson bendir sjálfur á annmarka þess verkfalls
og skrifar eftirfarandi um kolaverkfallið: „Það verður að vísu ekki sagt, að til
verkfallsins hafi verið boðað af nægri fyrirhyggju, ef þess er gætt, hve
fámennur fundurinn var, sem ákvað vinnustöðvunina og hversu fyrirvarinn
var lítill" (Jón Rafnsson, Vor í verum, bls. 48). Á heimsþinginu var gefin
skýrsla um þróunina í verkfallsbaráttunni og sagt að í Krossanesverkfallinu
hafi „í fyrsta skipti verið beitt verkfallsaðgerðum Rauðu alþjóðlegu verka-
lýðshreyfingarinnar" („zum erstenmal die Streikstrategie der RGI durchge-
furht").5 Hér álít ég að meðvitað hafi verið notast við Strassborgarkenning-
arnar frá 1929 eins og Jón sjálfur skýrði frá í Moskvu 1930, en þykir ekki fra-
sagnarvert 1957. Ég tel að frásögnin á heimsþinginu 1930 sé trúverðugri en
litaðar minningar frá kalda stríðinu 1957.
Alciur og róttækni
Stundum verða kenningar innan ákveðinnar fræðigreinar svo þekktar að
fræðimenn þurfa ekki lengur að nefna frumkenninguna til að átta sig á að um
viðkomandi kenningu er að ræða. Söguleg efnishyggja er það þekkt að óþarfi
er að segja að Karl Marx sé hugmyndasmiðurinn eða vitna í rit hans til að vita
til hvaða fræðismíða er skírskotað. Slíkt gæti orðið nánast hjákátlegt. Innan
verkalýðssögu hefur kenning norska fræðimannsins Edvards Bulls frá árinu
1922 náð þessum stalli. Kenningin gengur út á að hröð iðnvæðing, og upP'
flosnun bænda til þéttbýlis, gerði þá hneigða til róttækni. Bull metur einmg
hvernig til tókst með samvinnu frjálslyndra og jafnaðarmanna í lýðréttinda-
baráttunni í Skandinavíu, sbr. almennan kosningarétt. Út frá upplýsinguni
um þessa þætti útskýrir Bull hvers vegna verkalýðshreyfingin þróaðist með
ólíkum hætti í Noregi, Svíþjóð og Danmörku fram til 1920.
Nú getur það reynst notadrjúgt að kynna sér og vitna í aðra fræðimenn
5 Protokoll des V. Kongresses der Rotcn Gewerkschafts-lnternationale, abgehalten in Mosk
au vom 8. bis 30. August 1930. Fiihrer-Verlag. Berlin 1930, bls. 468; Kampen omfack
föreningsrörelsen, bls. 161. Fundargerð þessi hefur ekki fyrr verið notuð í íslenskurn
rannsóknum.