Saga - 1991, Blaðsíða 146
144
GUNNAR KARLSSON
Ef þetta þykir ekki fært þá á kristnisögunefndin aðeins eina leið aðra:
Að setja ritstjórann sjálfan niður við tölvu, láta hann skrifa verkið og
sinna engu öðru fyrr en því er lokið.
Auðvitað þarf að gæta margs annars. En þetta er sá boðskapur sem
ég tel brýnastan því að þetta er það sem við íslendingar höfum alltaf
flaskað á í svipuðum aðstæðum. Ég held að engin tilraun til að rita
sögulegt fjölbindaverk í samvinnu margra höfunda hafi tekist á ís-
landi hingað til. Um nokkur er enn óútséð, hin eru öll runnin út í
sandinn. Af einhverjum ástæðum kunnum við ekki þá list að stilla
saman höfundum svo að þeir skapi samstætt ritverk. Til að rökstyðja
þessar staðhæfingar ætla ég að taka nokkur dæmi og byrja á því að
endurtaka og útlista í nokkru lengra máli dæmi sem ég hef áður notað
í leiðara Fréttabréfs Sagnfræðingafélagsins í nóvember í fyrra.1
Hinn 25. apríl árið 1922 samþykkti Alþingi ályktun um „að heimila
stjórninni að láta rannsaka og rita sögu Alþingis. Skal því verki lokið
fyrir 1930. Enn fremur er stjórninni heimilt að verja til þess fé úr ríkis-
sjóði eftir þörfum." Til að hrinda málinu í framkvæmd var skipaður
ritstjóri og þriggja manna nefnd honum til samráðs aðeins þremur
vikum seinna. Öðrum þremur vikum síðar kom nefndin fyrst saman
til fundar með ritstjóra, svo að hér átti greinilega að taka til óspilltra
málanna. Árið eftir, 1923, var tekið að semja við einstaka höfunda. Þó
finnst ekki skráð það sem var kallað „ágrip af fyrirætlun um Alþingis-
sögu" fyrr en þrem árum eftir skipun nefndarinnar, í maí 1925. Þar er
gert ráð fyrir þriggja binda verki: í því fyrsta átti að fjalla um Þingvöll
og Alþingi hið forna allt til loka þess um aldamótin 1800. í öðru bindi
átti að rekja sögu hins endurreista Alþingis, og auk réttarsögu þess
voru tekin út sjö viðfangsefni þingsins: Sjálfstæðismálið, menntamál,
atvinnumál, fjármál, samgöngumál, heilbrigðismál og kirkjumál.
Þriðja bindi er síðan merkt mannfræði með spurningarmerki, og mun
þar ekki átt við antrópólógíu eins og við skiljum orðið mannfræði nú,
heldur æviskrár þingsóknarmanna, að fornu og nýju.
Hér voru enn fimm ár til stefnu að Ijúka fremur hóflegri áætlun,
einhverjir höfunda væntanlega byrjaðir, ríkissjóður að baki til að
tryggja fjárhagslegu hliðina. Þó fór það svo, eins og segir í greinar-
gerð um verkið löngu seinna, „að árið 1930 gekk í garð og 1000 ára
1 Fréttabréf Sagnfra’ðingafélags; íslands 40 (7:7. Nóv. 1989), 2.