Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 16

Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 16
16 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Á MORGUN, sunnudag, verður haldin aðventuhátíð á Austurvelli og ljósin tendruð á Oslóartrénu. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur nokkur jólalög undir stjórn Lár- usar H. Grímssonar frá kl. 15.30. Athöfnin sjálf hefst kl. 16.00 með því að Dómkórinn syngur nokkur lög undir stjórn Marteins Hunger Friðrikssonar, auk þess sem Gerð- ur G. Kristný flytur frumsamið ljóð um Ketkrók. Þá tekur Hanna Birna Kristjáns- dóttir borgarstjóri við trénu, sem er gjöf Oslóarborgar til Reykvík- inga. Það er Aud Kvalbein, vara- borgarstjóri Oslóar, sem afhendir tréð. Þá koma Bangsi litli úr Dýrunum úr Hálsaskógi og ljónið úr Galdra- karlinum í Oz og fá viðstadda til að hugsa um það sem skiptir máli. Þá hafa þrír hressir jólaveinar laumast til byggða og ætla að heilsa upp á krakkana á Austurvelli. Dag- skránni lýkur um kl. 16.45. Aðventuhátíð á Austurvelli þegar ljósin verða tendruð á Oslóartrénu Morgunblaðið/Ómar Vinarbragð Tréð var fellt fyrir tveimur vikum og sent til Íslands. Í gær reistu borgarstarfsmenn tréð og gerðu það klárt fyrir hátíðarhöldin. Í DAG, laugardag, verður haldin jólahátíð í Kópavogi á Hálstorgi og í nærliggjandi menningarstofnunum. Und- anfarin ár hefur myndast sannkölluð fjölskyldustemning þennan dag. M.a. verður handverksmarkaður opnaður í Gjábakka kl. 13.00, en þar verður einnig boðið upp á mörg tónlist- aratriði, m.a. Karlakór Kópavogs o.fl. Í Gerðarsafni verður haldin sýning á verkum Gerðar Helgadóttur kl. 11-17. Þá munu listamenn í Kópavogi taka sig saman og hafa opnar vinnustofur víða í bænum. Kl. 16-17 verður svo dagskrá á Hálstorgi þar sem tendrað verður ljós á vinabæjarjólatrénu frá Norrköping. Jóla- og menningarhátíð í Kópavogi Í DAG, laugardag, kl. 15 verður tendrað á jólatrénu við Flensborg- arhöfnina. Tréð er gjöf frá Cux- haven í Þýskalandi, vinabæ Hafnar- fjarðar. Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur nokkur lög auk þess sem jólasveinar líta í heimsókn. Klukkan 16 í dag verða ljósin tendruð á jólatré Mosfellsbæjar á miðbæjartorgi við Kjarna. Skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar leikur ásamt barnakór Varmárskóla, auk þess sem jólasveinar koma við. Morgunblaðið/ÞÖK Ljósin tendruð á trjám í Mosfellsbæ og Hafnarfirði Í DAG, laugardag, verður árlegur jólabasar haldinn á Grund, á A- gangi, 4. hæð, og stendur frá kl. 13.00-16.00. Á boðstólum verður fjöldi handunninna muna, vett- lingar, sokkar, kerti, kort, púðar, dúkar og ýmislegt fleira. Þá verða kaffi og vöfflur til sölu á 250 kr. Jólabasar á Grund BERKLAVÖRN, sem er deild í SÍBS, heldur aðventuhátíð á morg- un, sunnudag, kl. 15 á Grandhóteli við Sigtún í Reykjavík. Veitingar á boðstólum og ýmislegt til skemmt- unar. Allir félagar velkomnir. Aðventuhátíð Berklavarnar Í aðdraganda jóla er hægt að gera sér margt til skemmtunar og fróðleiks og á aðventunni sækja sér margir andlega og líkamlega næringu. Fram til jóla mun Morgunblaðið birta upplýsingar um ýmsa viðburði sem tengjast jóla- haldinu með einum eða öðrum hætti, vítt og breitt um landið. Aðventan gengur í garð Í DAG, laugardag, verða ljósin tendruð á jólatrénu á Garðatorgi. Tréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garðabæjar í Noregi. Athöfnin hefst rétt fyrir kl. 16 á Garðatorgi í nýja mið- bæjargarðinum. Blásarasveit Tónlistarskóla Garða- bæjar leikur fyrir gesti. Sendiherra Noregs á Íslandi, Margit Tveiten, afhendir tréð fyrir hönd Asker. Skóla- börn úr Flataskóla syngja nokkur lög og gera má gera ráð fyrir því að jólasveinarnir líti við. Í Bókasafni Garðabæjar, kl. 14 sýnir Möguleikhúsið leikritið ,,Alla Nalla og tunglið" og í Listasal Garðabæjar, fyrir ofan bóka- safnið, opnar Auður Marinósdóttir myndlistarsýningu kl. 15-18. Í gamla Hagkaupshúsinu verður jólamarkaður sem er opinn frá kl. 11-17. Ljósin tendruð á jólatrénu í Garðabæ STUTT Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is AÐSÓKN í jólaúthlutun Mæðra- styrksnefndar, sem stendur yfir frá 15-18 desember er mikil. Þegar er byrjað að taka við umsóknum og verður það gert til 10. desember. Líkt og í fyrra er jólaúthlutunin samvinnuverkefni Mæðrastyrks- nefndar, Íslandsdeildar Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkj- unnar, og fer hún að þessu sinni fram á Norðlingabraut 12. Búist er við fjölgun umsókna þetta árið. „Við höfum núna haft op- ið á hverjum miðvikudegi frá kl. 2-5 og síðustu miðvikudaga hafa komið rúmlega 500 manns og það er mikil fjölgun“ segir Ragnhildur G. Guð- mundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar. „Það er mikil fjölgun hjá ör- yrkjum, eldri borgurum og yngra fólki. Eins hefur útlendingum fjölg- að og þá sérstaklega einstæðum er- lendum karlmönnum.“ Hún bætir við að einnig leiti æ fleiri sem misst hafa vinnuna til Mæðrastyrks- nefndar. Hún er þess þó fullviss að nóg verði af matvöru og öðrum varningi fyrir jólaúthlutunina. „Menn sýna okkur yfirleitt mikinn hlýhug fyrir jólin og á því virðist engin und- antekning þetta árið.“ Fimmföldun á tveimur árum Umsóknum um aðstoð hefur einn- ig fjölgað mikið hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. Sé litið til síðustu tveggja ára hefur umsóknafjöldinn í októbermánuði fimmfaldast. Árið 2007 voru þær 171 og eru í ár 886. Að baki hverri umsókn eru að meðaltali um 2,7 einstaklingar, sem þýðir að meira en 2.300 ein- staklingar nýttu sér aðstoðina. Fjöldi þeirra sem leitað hafa að- stoðar hjá Fjölskylduhjálp Íslands hefur þá rúmlega tvöfaldast á sl. ári. Fjögur hundruð og þrjátíu fjöl- skyldum var úthlutað mat og fatn- aði í gær á vikulegum úthlut- unardegi Fjölskylduhjálparinnar og hafa aldrei fleiri leitað aðstoðar sama daginn. Eru þetta 115% fleiri en á sama tíma í fyrra, er úthlutað var mat og fatnaði til um það bil 200 fjölskyldna vikulega. Fjölmargir leita aðstoðar Í HNOTSKURN »Tekið er við umsóknum íjólaúthlutun Mæðrastyrks- nefndar dagana 1.-3. og 8.-10. desember frá kl. 11-14. »Jólaúthlutunin fer fram15.-18. desember, en einn- ig verður opið 21.-22. desem- ber frá kl. 10-12 og 13-16. Miklar annir eru í aðdraganda jóla hjá Mæðrastyrksnefnd, Hjálparstarfi kirkjunnar og Fjölskylduhjálp Íslands Morgunblaðið/Golli Jólaúthlutun Reynt er að byggja matargjafirnar í jólaúthlutun Mæðra- styrksnefndar á hefðbundnum jólamat eftir því sem hægt er. Þjónustuverið er opið kl. 09:00 - 18:00 alla virka daga og á laugardögum kl. 11:00 - 16:00. 444 7000 Þjónustuver Arion banka Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.