Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 20
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
KÍNVERJAR hafa byggt upp út-
flutningsveldi sitt á framleiðslu
varnings í verksmiðjum sem eru oft
og tíðum knúnar með bruna jarð-
efnaeldsneytis í úreltum orkuverum.
Orkunýtnin í mörgum kolaorku-
verum er þannig lítil en þar sem kol-
in hafa verið ódýr er orkan sem fæst
með bruna þeirra nógu ódýr til að
vega þar á móti.
Hin slæma orkunýtni skýrir hvers
vegna Kínverjar kjósa að miða við
kolefnisstuðul (e. carbon intensity) í
loftslagsstefnu sinni.
Með því að miða við stuðulinn geta
Kínverjar haldið áfram að auka los-
un gróðurhúsalofttegunda með þeim
rökum að aukningin sé hlutfallslegur
samdráttur ef miðað er við aukna
verðmætasköpun.
Illa farið með auðlindirnar
Eins og sjá má á kortinu hér til
hliðar er orkunýtnin afar léleg í olíu-
vinnsluríkjunum Íran og Rússlandi
en vitað er að í fyrrnefnda ríkinu
eiga niðurgreiðslur þátt í bruðli með
hræódýrt bensín.
Athygli vekur hversu stuðullinn er
hár í Ástralíu (þeim mun hærri, þeim
mun minni orkunýtni), einu mesta
kolaútflutningsríki heims. Þá er at-
hyglisvert að stuðullinn er tiltölulega
lágur í Bandaríkjunum en ganga má
út frá því að hann lækki frekar þegar
ný lög um bætta eldsneytisnýtni
ökutækja verða að fullu komin fram.
Bætt orkunýtni stuðli
að minni losun í Kína
Endurnýjun orkukerfisins lykillinn að loftslagsstefnunni
Úkraína
Íran
Rússland
Kína
Suður-Afríka
Indland
Sádi-Arabía
Indónesía
Ástralía
Kanada
Nýja-Sjáland
Mexíkó
Spánn
Bandaríkin
Brasilía
Þýskaland
Ítalía
Bretland
Frakkland
Japan
2005 | 2006
7,78 | 6,77
4,83 | 4,83
4,86 | 4,54
2,87 | 2,85
2,72 | 2,62
1,82 | 1,80
1,78 | 1,78
1,56 | 1,28
0,92 | 0,89
0,77 | 0,73
0,60 | 0,60
0,58 | 0,60
0,56 | 0,53
0,55 | 0,52
0,50 | 0,49
0.44 | 0.43
0,41 | 0,40
0,36 | 0,35
0,29 | 0,28
0,25 | 0,24
Kínversk stjórnvöld hafa skýrt frá takmarki sínu um samdrátt í losun
gróðurhúsalofttegunda. Markmiðið byggist á hlutfalli á milli losunar koldíoxíðs og
þjóðarframleiðslu. Öll framleiðsla og öll umsvif í efnahagslífinu krefjast orku sem er
að stærstum hluta sótt í jarðefnaeldsneyti í þessu fjölmennasta ríki heims.
LOSUNARMARKMIÐ KÍNVERJA
Heimild: Energy Information Administration (EIA)
Tonn af CO2 á hverja 1.000 dali (tölur frá árinu 2000)
Losun á koldíoxíði (CO2) vegna bruna jarðefnaeldsneytis á hverja 1.000 dali í þjóðarframleiðslu
HVAÐ ER KOLEFNISSTUÐULL?
Kolefnisstuðullinn er mælikvarði á fjölda
koldoxíðseininga sem losaðar eru í
andrúmsloftið á hverja efnahagseiningu.
Losunin er mæld í tonnum en þjóðarfram-
leiðslan í þeirri verðmætasköpun sem fer
fram í þjóðfélaginu.
HVERS VEGNA HAFA KÍNVERJAR
KOSIÐ AÐ MIÐA VIÐ KOLEFNIS-
STUÐULINN?
Stuðullinn gerir Kínverjum kleift að verða við
alþjóðlegum þrýstingi um að draga úr losun
um leið og þeir geta haldið á lofti því
sjónarmiði að uppbygging í þróunarríkinu
sé forgangsatriði.
Kínversk stjórnvöld hyggjast
lækka kolefnisstuðulinn um
40-45% fyrir 2020 miðað
við 2005 eða niður
1,72-1,58.
BÚLGARSKA geimrannsóknastofn-
in fullyrðir að geimverur fylgist
grannt með mannlífinu hér á jörð og
reyni að koma boðum til mannfólks-
ins, meðal annars með hringjunum
frægu á ökrum. Lachezar Filipov,
aðstoðarforstjóri stofnunarinnar,
staðfesti í samtali við breska dag-
blaðið Daily Telegraph að rannsókn
á hinum framandi verum færi fram
en um 30 spurningar hafa þegar verið lagðar fyrir þær.
Filipov segir hugskeyti verða notuð við samskiptin en
hann kveðst þess fullviss að mannkynið muni koma á
beinum samskiptum við verurnar á næstu 10-15 árum.
Filipov segir hina langt að komnu gesti vinveitta.
Ræða við geimverur
BÓKIN Mein Kampf, eða Barátta
mín, eftir Adolf Hitler, leiðtoga
Þriðja ríkis nasista, selst vel á göt-
um úti í Dhaka, höfuðborg Bangla-
desh. Fjallað er um málið á vef
breska útvarpsins, BBC, en þar seg-
ir að Mein Kampf seljist jafn vel og
skáldsagan The Lost Symbol eftir
metsöluhöfundinn Dan Brown.
Salan fer fram við fjölfarnar um-
ferðaræðar og eru eintökin ólögleg-
ar ljósritanir sem fátæk börn bjóða vegfarendum.
Breska útvarpið ræðir við unglinginn Mabul, sem er
15 ára, en hann segir menntafólk spennt fyrir hinni
umdeildu bók Hitlers. Hann selji 5-6 eintök á dag.
Mein Kampf rýkur út
ÞÓTT um 100 milljón ár séu liðin frá því að hún reikaði
um slétturnar er hin 8 metra langa þorneðla ekki
árennileg þar sem hún hvílir uppstillt á sýningu á stein-
gervingum sem boðnir verða upp í París eftir helgi.
Ásamt beinum risaeðla verða ýmsir steingervingar og
verðmætar steintegundir á uppboðinu.
Þorneðlur lifðu í Norður-Afríku en talið er að þær
hafi verið uppi fyrir 112-93,5 milljónum ára.
RISAEÐLA TIL SÖLU
Reuters
Hættumatsnefnd Skaftárhrepps
Endurskoðuð tillaga að hættumati vegna ofanflóða á
Kirkjubæjarklaustri var kynnt á íbúafundi þar síðastliðinn
fimmtudag, 26. nóvember 2009, í samræmi við ákvæði
laga nr. 49/1997 og reglugerðar nr. 505/2000.
Tillagan liggur nú frammi til frekari kynningar á skrifstofu
Skaftárhrepps.
Athugasemdum skal skilað til Skaftárhrepps í síðasta lagi
miðvikudaginn 30. desember 2009.
Hættumat fyrir
Kirkjubæjarklaustur
Fullinnréttað rúmlega 3600m² skrifstofuhúsnæði í 5 hæða lyftuhúsi á besta stað í Kringlunni
sem hýsti áður höfuðstöðvar Mbl. Afh. í janúar. Möguleiki á 1600-2000m² á einni hæð. Húsið
getur leigst í heilu lagi eða í einingum. Sveigjanleiki í innréttingum. Serverherbergi og
tölvulagnir um allt. Loftræstikerfi. Næg bílastæði á svæðinu svo ekki sé minnst á alla þá
þjónustu sem Kringlan býður upp á í næsta nágrenni. Teikningar og nánari upplýsingar veitir
Guðlaugur 896-0747.
Getum einnig boðið upp á stærri eignir á eftirfarandi svæðum:
• Glæsilegt rúml. 1500m² skrifstofuhúsnæði á pnr.105, útsýni
• Nýl. innréttað 1350-1800m² skrifstofuhúsnæði nálægt Kringlunni
• Vandað fullinnréttað um 2.200m² skrifstofhúsnæði á 3 hæðum á pnr. 108, laust flótl.
• Innréttað eftir þörfum leigjanda (allt nýtt) 1000-5000m² á pnr. 110, ath. mjög hagst. verð
• Glæsilega innréttaðar og óinnréttaðar hæðir í Borgartúni 900-1200m² ofl.
Kringlan 1 – Til leigu
Sími: 511-2900
L E I G U M I Ð L U N