Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 21

Morgunblaðið - 28.11.2009, Side 21
SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS Meira í leiðinni Í dag hitum við upp fyrir handboltaveisluna að Hlíðarenda á morgun. Leikmenn Vals taka á móti gestum og hvatningu á þjónustustöð N1 við Hringbraut milli kl. 14 og 15. Við gefum líka miða á leikina. Fyrstur kemur, fyrstur fær! Handboltaveisla við Hringbraut Upphitunin hefst í dag Pylsa með öllu 199kr. Ilmker ti 25% afslátt ur VALUR – KA/ÞÓR N1 deild kvenna á morgun kl. 14 VALUR – HAUKAR N1 deild karla á morgun kl.16 Við bj óðum upp á kaffi og sm akk af nýb ökuðu bakke lsi 60% 99 kr. afsláttur á nammibar ís í brauð- formi F í t o n / S Í A Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Á NÆSTU mánuðum munu hundr- uð, ef ekki þúsundir hagsmunavarða þurfa að taka pokann sinn og víkja sæti úr opinberum nefndum sem veita Bandaríkjastjórn ráðgjöf á hin- um margvíslegustu sviðum. Fjallað er um málið í dagblaðinu The Washington Post en þar segir að opinberir starfsmenn hafi ekki tölu á því hversu hagsmunaverðirnir séu margir, þótt nýjasta áætlun bendi til að nefndirnar séu hátt í þúsund og að yfir 60.000 manns eigi sæti í þeim. Segir á vef blaðsins að þegar nýju lögin verða komin til framkvæmda að fullu muni hagsmunaverðir ekki lengur geta tekið sæti í nefndunum. Gæta margvíslegra hagsmuna Yfir 13.000 manns eru sagðir sinna hagsmunagæslu í höfuðborginni en málaflokkarnir sem þeir eiga að- komu að varða öll svið þjóðlífsins, svo sem regluverkið um verslun og viðskipti, umhverfislöggjöf og lög um neytendavernd. Þótt deilt sé um áhrif hagsmuna- varða á opinbera stefnumótun er óumdeilt að ekki er hægt að greina bandarísk stjórnmál til hlítar án þess að taka þá með í reikninginn. Fram kemur í frétt The Wash- ington Post að gagnrýnendur forset- ans saki hann um að reyna með frumvarpinu að slá keilur hjá kjós- endum sem séu orðnir langþreyttir á hneykslismálum. Rætt er við hags- munavörðinn Robert Vastine en hann fullyrðir að lögin muni leiða til þess að úr nefndunum fari mikið af hæfu fólki sem hafi varið löngum tíma í að kynna sér opinbera löggjöf í þaula fyrir hönd umbjóðenda sinna. Löggjöfin löguð að hagsmunum Stuðningsmenn aðgerðanna benda hins vegar á að fyrirtækjum hafi í mörgum tilfellum tekist að sveigja opinbera löggjöf sér í hag á kostnað almennings og hafa olíu- fyrirtækin oftar en ekki verið skot- spónn slíkrar gagnrýni. baldura@mbl.is Hagsmunavörðum úthýst í Washington  Vikið úr ráðgjafarnefndum  Taldir skipta þúsundum Reuters Þakkargjörðarhátíðin Barack Obama forseti „náðar“ kalkúninn Courage. Dætur hans Sasha og Malia fylgjast spenntar með athöfninni árvissu. Í HNOTSKURN »Meðal fyrirtækja sem hafahagsmunaverði í fullu starfi er fyrirtækið Caterpill- ar sem smíðar vinnuvélar. »Hagsmunaverðir beitastjórnmálamenn þrýstingi um að taka til greina hags- muni fyrirtækjanna sem þeir vinna fyrir við stefnumótun. ÞAU hafa í nógu að snúast kínversku fyrirtækin sem selja brúðhjónum vörur og þjónustu. Það skortir heldur ekki viðskiptavini: Kínversk stjórn- völd áætla að um 11 milljónir hjóna hafi verið gefin saman í fyrra, um 10,8% fleiri en árið 2007. Kínverjar eru nú rúmlega 1.300 milljónir en áætl- að er að 143 milljónir barna hafi komið í heiminn á 9. áratugnum. Þessi fjölmenni hópur er nú að komast á giftingaraldur sem aftur skýrir annirnar hjá brúðkaupsþjónustum. Hjátrú hefur sitt að segja því Kínverjar telja að tölurnar 8 og 9 boði gæfu. Ártölin 2008 og 2009 þykja því eftir- sóknarverð til að ganga í það heilaga. Giftingaralda í Kína Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.