Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ARION banki býður nú þeim viðskiptavinum sínum sem tekið hafa erlend fasteignalán að lækka mánaðarlegar af- borganir með „leiðréttingu“ lánsins. Valmöguleikarnir eru tveir. Annars vegar að lækka höf- uðstól lánsins um 30% og breyta því í fasteignalán í íslensk- um krónum til allt að 40 ára. Hægt er að fá lánið með 6% óverðtryggðum vöxtum til næstu þriggja ára en að því loknu „færist vaxtaprósentan yfir í bestu fáanlegu íbúðalánavexti sem bjóðast hjá bankanum“, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Arion banka. Hinum megin við hrunið Segir þar jafnframt að eftir þessa leiðréttingu lánsins verði „staða þess sú sama og hún var þann 29. september 2008“ en þessi leið er talin henta vel þar sem veðhlutfallið er undir 155% af verðmæti húseignarinnar. Hins vegar stendur viðskiptavinum bankans til boða að lækka höfuðstól lánsins í 110% af markaðsvirði eignarinnar. „Láninu er þá breytt í íslenskt fasteignalán, óverðtryggt eða verðtryggt“ og ber „breytilega markaðsvexti verð- tryggðra lána, sem eru nú 5,4%, eða breytilega markaðs- vexti óverðtryggðra lána, sem eru nú 9,75%“, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Þeim sem hafa minni greiðslu- getu en sem nemur 110% veðhlutfalli stendur sértæk skuldaaðlögun til boða. Virði fasteignar miðast þá við núver- andi markaðsvirði en aldrei undir fasteignamati 1. desem- ber 2009. Er leiðin talin henta þar sem veðhlutfallið er yfir 155% af verðmæti eignar. Lækka höfuðstólinn með „leiðréttingu“ erlendra lána Arion banki býður viðskipta- vinum að lækka afborganir Leiðtoga- fundur í Reykjavík? ENDURBÆTUR á Höfða eru að komast á lokastig. Ekkert er því til fyrirstöðu að halda þar leið- togafund eftir jól. Samkvæmt frétt á vef New York Times hefur Reykjavík verið nefnd sem hugs- anlegur fundarstaður þegar nýtt samkomulag um fækkun kjarna- vopna verður undirritað. Genf og Helsinki koma einnig til greina en búast má við að Obama Bandaríkjaforseti og Medvedev Rússlandsforseti verði viðstaddir undirritunina, jafnvel í næstu viku. Undirritunin yrði framhald af afvopnunarferli sem Mikhaíl Gorbatsjov og Ronald Reagan ræddu á fundi sínum í Höfða í Reykjavík árið 1986. Eldur kom upp í Höfða fyrr á árinu, en síð- ustu vikur hefur verið unnið að endurbótum á húsinu. Fram- kvæmdir eru á lokastigi. Samkvæmt upplýsingum frá Kristjáni Guy Burgess, aðstoð- armanni utanríkisráðherra, hafa átt sér stað samtöl milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda um þetta mál. Engin formleg fyr- irspurn hefur komið fram af hálfu bandarískra yfirvalda til Íslands um hvort við treystum okkur að halda leiðtogafund. egol@mbl.is Framkvæmdir við Höfða á lokastigi SKULDIR ríkissjóðs eru örlítið lægri en þeg- ar fyrsta endurskoðun á efnahagsáætlun Ís- lands fór fram, miðað við nýjustu upplýsingar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, hefur fengið. Í yfirlýsingu sem sendinefnd AGS sendi frá sér í gær kemur fram að nýju mati sjóðsins á erlendri skuldastöðu Íslands sé ekki lokið. AGS segir skýringuna á minni skuldum ríkisins vera kaup skilanefnda Glitnis og Kaupþings á Íslandsbanka og Arionbanka. Ríkið þurfi ekki lengur að dæla inn fé í nýju bankana. Aðspurður hvaða þetta upplýsingar séu seg- ist Franek J. Rozwadowski, fulltrúi AGS á Ís- landi, ekki geta greint frá því, annað en að við- ræður um erlendar skuldir Íslands fari jafnan fram með starfsmönnum Seðlabankans. Þar sem þær viðræður standi enn yfir sé ekki rétt að tjá sig frekar. Sendinefnd AGS sendi yfir- lýsingu frá sér vegna frétta í fjölmiðlum í gær, og er þar væntanlega m.a. að vísa til frétta í Morgunblaðinu. Þar kom m.a. fram að skuldabyrði þjóðarinnar hefði aukist frá síðustu endurskoðun AGS og erlendar skuldir Íslendinga væru nú 350% af þjóðarfram- leiðslu í stað 310% í síðustu endurskoðun. Haft var eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, að fulltrúar AGS hefðu viðurkennt að skuldabyrði Íslands væri meiri en fram hefði komið. Spurður um þetta vildi Rozwadowski ekki kannast við að upplýsingar um hærri skuldir væru komnar frá sjóðunum. Engar endanlega tölur lægju fyrir þar sem endurskoðun sjóðs- ins væri ekki lokið. Í yfirlýsingu sendinefndar sjóðsins segir að fram hafi komið nýjar upplýsingar sem í sum- um tilvikum hækki skuldir en í öðrum tilvikum lækki þær. Segir ennfremur í yfirlýsingunni að ekkert hafi enn komið fram sem bendi til þess að Ís- land geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Sökum flókinna fjárhagslegra tengsla milli Ís- lands og erlendra fjármálastofnana sé erfitt að komast að endanlegum upphæðum. Við fyrstu endurskoðun sjóðsins hafi komið fram að nýjar upplýsingar gætu leitt til frekara endurmats. Að endingu biður sendinefndin fjölmiðla að hafa það í huga að hægt sé að hafa samband við sendinefndina ef eitthvað sé óljóst varðandi staðreyndir. Það geti komið í veg fyrir mis- skilning. bjb@mbl.is Segja skuldir ríkis lægri  Fulltrúi AGS á Íslandi segir upplýsingar um skuldastöðu þjóðarbúsins ekki komnar frá sjóðnum  Viðræður standi yfir við Seðlabankann Franek J. Rozwadowski RÚMLEGA 25.000 manns hafa skor- að á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að synja nýjum Icesave- lögum staðfestingar á vef InDefence- hópsins, www.indefence.is. Samkvæmt Hagstofunni voru Ís- lendingar 319.368 1. janúar 2009 og hafa því um 8% þjóðarinnar skorað á forsetann. Söfnuninni var hleypt af stokk- unum miðvikudagskvöldið 25. nóv- ember og skrifuðu 7.000 manns undir á einum og hálfum sólarhring. Jóhannes Þ. Skúlason, einn að- standenda hópsins, kveðst ánægður með viðtökurnar og segir þær sýna að almenningur sé ekki orðinn þreyttur á Icesave-málinu, líkt og haldið hafi verið fram í fjölmiðlum. 25.000 skora á forsetann STEMNING var á nytjamarkaði SORPU, Góða hirð- inum, í gær þegar haldið var uppboð á ýmsum munum í þeim tilgangi að safna peningum fyrir Lyngás, þjón- ustustofnun fyrir mjög fötluð börn. Allur ágóðinn rennur til þeirrar stofnunar og þeir sem komust yfir eftirsóknarverða muni lögðu því góðu mál- efni lið í leiðinni. Margir „gimsteinar“ leynast innan um annað minna verðmætt hjá hirðinum góða og tónlistarmaðurinn Kristján Kristjánsson sem flestir þekkja sem KK, stóð sig með mikilli prýði sem upp- boðshaldari. Hann var með réttu taktana á hreinu þeg- ar hann bauð fólki að bjóða í. Hér kallar hann eftir til- boði í lágmynd af Jóni Sigurðssyni, einn af þeim mörgu dýrgripum sem voru á uppboðinu. Hann sagði rauðu axlaböndin vera nauðsynleg fyrir stjórnanda uppboðs sem og hæfileikann til að tala mjög hratt. Morgunblaðið/Árni Sæberg HRAÐMÆLTUR KK Í GÓÐA HIRÐINUM FRJÁLSI fjárfestingarbankinn býður upp á 26% lækkun höfuð- stóls að meðaltali þegar láni er skuldbreytt í íslenskar krónur. Lækkunin tekur mið af mynt- samsetningu og lengd lána- samnings. Við skuldbreytinguna verður lánið að ísl. verðtryggðu láni, 25 eða 40 ára, með föstum 3,95% vöxtum í þrjú ár og mögu- leika á lengingu um eitt ár. Á breytingin að lækka greiðslubyrði af erl. fasteignalánum um allt að 41%. Frjálsi lækkar líka Náttúruverndarsamtök Íslands hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna ákvörðunar Skipulagsstofnunar um að Suðvesturlína skuli ekki metin með öðrum framkvæmdum, sem henni eru háðar og/eða eru á sama svæði. Samtökin telja að í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum verði að meta tengdar framkvæmdir, fram- kvæmdir sem háðar eru hver annarri, (álver, orkuver og raflínulagnir, auk vegagerðar) sameiginlega. Ekki fáist heildarmynd af umhverfisáhrifum þeirra nema þær séu metnar saman í einu lagi. Kæra vegna Suðvesturlínu SIGMUNDUR Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknarflokksins, stendur við þau ummæli sín að fulltrúar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hafi á fimmtudag viðurkennt að skuldabyrði þjóðar- búsins væri meiri en fram hafi komið. En sjóðurinn brást við fréttum þessa efn- is í gær með tilkynn- ingu um að ef litið væri eingöngu til skulda rík- isins væru þær nú ör- lítið lægri en þegar fyrsta endurskoðunin á efnahagsáætlun Íslands fór fram. „Ég bar undir fulltrúa sjóðsins sem ég hafði heyrt og spurt fjármálaráðherra fyrr um daginn að skuldastaðan væri verri en áætlað hefði verið, það er meiri en sem nemur 310% af þjóðarframleiðslu, og þeir staðfestu það en vildu þó ekki greina frá nákvæmri tölu.“ Stendur við ummælin Sigmundur Davíð Gunnlaugsson © IL V A Ís la n d 20 0 9 ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8 112 Reykjavík laugardag 10-20 sunnudaga 12-20 mánudaga - föstudaga 11-19 Nýr jólabæklingur á www.ILVA.is einfaldlega betri kostur Candle. Rustik kerti. H29,5 cm. 99,-/stk. Nýtt kortatímabil
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.