Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 MIKIÐ er rætt um sjómannaafslátt um þessar mundir. Eftir því sem ég best veit byrjaði þetta allt á fréttinni um 30 millj- óna króna hásetann sem er ekki til. Frétt- in hljómaði einhvern veginn þannig að ef háseti á einu af allra aflahæstu skipum Ís- lands hefði farið alla túrana á þessu ári myndi hann hugsanlega ná 30 milljónum í hlut. Ætla að lofa mér að fullyrða að sá maður sé ekki til. Einnig hef ég tekið eftir því að hugmyndir manna um sjó- mannaafsláttinn eru frjálslegar svo ekki sé meira sagt. Talað er um að þetta sé einhver uppbót vegna fjar- veru og annað en það var í það minnsta ekki tilgangurinn á sínum tíma. Svo farið sé á handahlaupum yfir sögu sjómannaafsláttarins hljómar hún einhvern veginn svona. Það var árið 1954 sem það kom ívilnun sem kallaðist hlífðarfatafrádráttur. Á sama ári kom svo fæðisfrádráttur. Báðir þessir frádrættir fóru til þeirra sem þurftu að borga meira en aðrir. Sjómenn á fiskibátum þurftu að sjá sjálfir um mat t.d. meðan togarasjómenn fengu frítt fæði. Þetta var því eingöngu til jöfnunar en ekki voru nein umfram fríðindi í þessu. 1957 kom „sérstakur frádráttur“ en hann var settur á til að laða Ís- lendinga á sjóinn. 1967 fengu far- menn einnig þennan frádrátt. 1972 kom fiskimannaafsláttur, farmenn fengu hann árið 1985. Hlífð- arfatafrádrátturinn og „sérstaki frádrátturinn“ voru síðan samein- aðir í sjómannafrádrátt árið 1978. Skattlausa árið 1987 voru svo allir frádrættir felldir niður. 1988 kom svo sjómannaafslátturinn. En hvað þýðir sjómannaafslátt- urinn fyrir sjómenn? Fyrir 30 millj- óna króna hásetann, sem er ekki til, skiptir hann sjálfsagt í raun litlu máli svona peningalega séð. Með tekjuskatt upp á 47% skiptir varla höfuðmáli hvort hann borgar 14,1 eða 14,3 milljónir í skatt. Hvað ætli það séu margir sem hafa svona laun? Það eru ekki svo mörg skip sem koma til greina sem 30 millj- óna króna hásetinn, sem er ekki til, gæti verið á. Hvað skyldi svo valda því að 30 milljóna króna hásetinn, sem er ekki til, hafi svona góð laun? Hann er á plássi sem er að vinna aflann til manneldis sem gefur hærra verð og það telur auðvitað. En það sem skiptir allra mestu máli er að þá hefur hann svona góð laun út af því að gengið er í bullinu. Hvað hefði sami maður haft í laun fyrir sömu vinnu og sama afla í tonnum fyrir þremur árum? 30 milljóna króna maðurinn, sem er ekki til, hefði haft á að giska 12-13 milljónir, kannski. Hvað svo með þá sjómenn sem eru ekki á bestu plássunum? Sjómenn sem fá uppgert eftir íslenskri krónu? Sjómenn sem eru ekki einu sinni á hlut heldur á föstum rík- istaxta allt árið um kring. Grunn- laun yfirvélstjóra á skipum Haf- rannsóknastofnunar voru 252.000 krónur 1. nóvember 2008. Grunn- laun yfirvélstjóra hjá Landhelg- isgæslunni voru 552.000 árið 2005 og ef ég skil samninginn rétt þá er það með 40 stunda vinnuviku auk 110 yfirvinnutíma á mánuði. Ég hugsa að sjómannaafslátturinn skipti nokkuð miklu máli pen- ingalega séð fyrir þessa menn. Svo er fjöldinn allur af sjómönnum sem eru þarna einhvers staðar á milli. Nokkuð oft hefur verið minnst á að á síðustu tveimur árum hafi laun sjómanna hækkað um sem nemur 30% ef ég man þetta rétt. En hvernig væri að fara aðeins lengra aftur í tímann og tala um launa- hækkun síðustu 10 ára kannski. Ekkert vit í því að byrja að reikna dæmið rétt frá þeim tíma þegar evran byrj- aði að fara úr 80 kr. í rúmlega 180 kr. Í ein- um samningunum var meira að segja samið upp á launalækkun. Það var annaðhvort það eða fá dóm upp á launalækkun. 14. janúar 1994, 16. maí 2001, mars 2003 voru lög sett á verkföll sjómanna. Gæti kannski grafið upp fleiri dæmi en þetta en þetta er það sem ég man eftir. 26. nóvember boðaði Steingrímur J. afnám sjómannaafsláttar einmitt þegar kjarasamningar renna út. Febrúar 2011. Lög sett á verkfall sjómanna? Þetta fer að nálgast það ansi mikið að vera orðið að einelti við eina starfsstétt í landinu. Vissulega er eitthvert ástand í gangi á land- inu sem kallast kreppa. Vissulega má færa rök fyrir skattahækkunum til að loka fjárlagagatinu. En ætlar einhver að segja mér að 30 milljóna króna hásetinn, sem er ekki til, skili ekki sínum sköttum til þjóðfélags- ins þótt hann fái að halda í sjó- mannaafsláttinn? Ekki er hann með einkahlutafélag. Ekki getur hann gefið upp lágmarkslaun og lifað svo á arðgreiðslum. Miðað við laun bankastjóra árið 2007 er hann meira að segja á lúsarlaunum. Samt á núna í dag að skattleggja hann meira en alla aðra í landinu. Mann- inn sem stundar heiðarlega vinnu og er þar að auki að skapa landinu gjaldeyri. Sjómannaafslátturinn á örugg- lega eftir að hverfa einhvern tím- ann. En er ekki hægt að gera það öðruvísi en að stela honum með lagasetningu rétt eins og gert hefur verið með velflestar kjaradeilur okkar síðustu ára? Eftir Val Hafsteinsson » Þetta fer að nálgast það ansi mikið að vera orðið að einelti við eina starfsstétt í land- inu. Valur Hafsteinsson Höfundur er vélstjóri. Sjómannaafsláttur Fátt er betur til þess fallið en hátíðleg tónlist til að koma manni í jólaskap. Á aðventutónleikum Sinfóníuhjómsveitar Íslands hljómar hátíðleg jólatónlist frá ýmsum tímum í flutningi tveggja af okkar fremstu söngvurum; og . Bach, Handel, Corelli, Mozart, Adolphe Adam og Sigvaldi Kaldalóns eiga allir sinn skerf á þessari hátíðlegu og jólalegu efnisskrá. Hljóm- sveitarstjóri er . Miðaverð: 3.700/3.300 kr. Tryggðu þér miða á www.sinfonia.is eða í síma 545 2500 „Tónlistin er ekki uppfinning mannanna, heldur gjöf guðs.“ Marteinn Lúther ÖRYGGISMÖRK Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Ráðstefna á vegum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á Grand hótel miðvikudaginn 9. desember kl. 13:30 • Er endalaust hægt að skera niður í heilbrigðisþjónustunni? • Hvenær er öryggismörkum náð í mönnun heilbrigðisstofnanna? • Hver ber ábyrgðina sé þjónusta undir öryggismörkum? Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona Setning: Gísli Páll Pálsson formaður Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður AÐGANGUR ÓKEYPIS Frummælendur verða: Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra Anna Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi Eva Þengilsdóttir formaður samtakanna Almannaheill Pétur Blöndal alþingismaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.