Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Goðsögnin
kveikir eld í sál-
inni og opnar
nýjar víddir.
Einstakar ljósmyndir
og uppbyggjandi boðskapur.
Bókin fæst bæði á íslensku
og ensku (Legend).
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is
Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór
Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
FRÉTTASKÝRING
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
HVERT pláss á bráðadeildum
Landspítalans við Hringbraut og í
Fossvogi var fullnýtt í síðustu viku
og þurftu sjúklingar að liggja á
göngum um tíma á meðan reynt var
að finna legurými á öðrum deildum
fyrir innlagnir. Leggja þurfti inn
mikið veikt fólk, ekki var um flensu-
tilfelli að ræða enda hefur sá far-
aldur verið í rénun að undanförnu.
Davíð O. Arnar, yfirlæknir á
bráðamóttökunni á Hringbraut, tel-
ur ekki tímabært að fullyrða að lok-
anir á legurýmum eigi einar og sér
sök á auknu álagi á bráðamót-
tökunni, til þess þurfi að skoða
ástandið yfir lengri tíma en tvær
vikur. „Gerðar hafa verið ýmsar við-
bótarráðstafanir til að mæta þessari
fækkun legurýma og það þarf tíma
til að slípa þær til. Hins vegar er
ekki hægt að neita því að fækkun
legurýma á sjúkrahúsinu er
áhyggjuefni þar sem aðsóknin að
bráðamóttökunni við Hringbraut
hefur farið heldur vaxandi en hitt.“
Ekki óþekkt vandamál
Að sögn Davíðs hefur verið mjög
mikið að gera á bráðamóttökunni
það sem af er desember. Komið hafi
dagar þar sem erfitt hefur verið að
finna legupláss á spítalanum fyrir þá
sjúklinga sem hefur þurft að leggja
inn. „Þetta er þó ekki alveg óþekkt
vandamál hjá okkur. Það eru sveifl-
ur í komum á bráðamóttöku og þeg-
ar mest er að gera getur tekið tíma
að finna legupláss. Undir þeim
kringumstæðum þarf að nýta allt til-
tækt pláss á bráðamóttökunni og því
miður kemur það fyrir að sjúklingar
þurfi að liggja á göngum. Þeir hafa
þó sýnt þessu mikinn skilning og
starfsfólkið staðið sig mjög vel við
oft erfiðar aðstæður,“ segir Davíð.
Undir þetta tekur Anne Mette
Pedersen, hjúkrunardeildarstjóri á
bráðamóttökunni á Hringbraut.
Komur þangað séu breytilegar og
reglulega komi toppar eins og í síð-
ustu viku. Við þessar aðstæður þurfi
að forgangsraða verkefnum en tek-
ist hafi að sinna öllum sjúklingum án
þess að nokkur hætta stafaði af.
Álag hefur sem fyrr segir einnig
verið mikið á bráðamóttökunni í
Fossvogi. Ófeigur T. Þorgeirsson yf-
irlæknir segir sjúklinga þar ekki
hafa orðið fyrir óþægindum og ör-
yggi þeirra ekki verið stefnt í hættu.
Hildur Helgadóttir, innlagnastjóri
Landspítalans, segir ástandið á spít-
alanum hafa verið vel viðráðanlegt
þrátt fyrir aukið álag í haust vegna
flensunnar og mikilla veikinda. Síð-
asta vika hafi vissulega verið erfið en
deildirnar náð að anna álaginu.
Verklaginu hafi verið breytt svo að
hægt sé að bregðast við fækkun
legurýma á spítalanum.
Álag á bráðadeildum
Oft á tíðum erfitt að finna legurými fyrir innlagða sjúklinga
Yfirlæknir á LSH hefur áhyggjur af fækkun legurýma
Morgunblaðið/Golli
Annríki Anne Mette Pedersen hefur ásamt starfsfólki sínu á bráðadeild á Hringbraut staðið í ströngu undanfarið.
Vegna sparnaðar í rekstri Land-
spítalans hefur þurft að fækka
legurýmum, loka deildum og
breyta sumum í dagdeildir. Þess-
ar breytingar tóku gildi á nokkr-
um stöðum 1. desember sl.
10.911
komur á bráðamóttöku á
Hringbraut jan.-okt. 2008
11.562
komur á bráðamóttöku á
Hringbraut jan.-okt. 2009
6%
fjölgun á komum á
Hringbrautina milli ára
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
ENSKA lögfræðistofan Mishcon de
Reya skilar í dag fjárlaganefnd Alþing-
is álitsgerð um tiltekin atriði samning-
anna við Breta og Hollendinga um Ice-
save. Leitað var til lögfræðistofunnar
fyrr í þessum mánuði. ,,Þeir brugðust
vel við og tóku þetta verkefni,“ segir
Guðbjartur Hannesson, formaður fjár-
laganefndar.
Einnig rennur í dag út frestur
þriggja fastanefnda þingsins til að skila
niðurstöðum um afmörkuð úrlausnar-
efni sem þeim voru fengin til meðferð-
ar. Gert er ráð fyrir að fjárlaganefnd
komi saman á morgun til að fara yfir
Icesave-frumvarpið og hefja umfjöllun
um þau 16 atriði sem stjórnarandstað-
an kynnti í yfirlýsingu 4. desember og
samkomulag náðist um að kanna sér-
staklega.
Guðbjartur segir ekki liggja fyrir
hve langan tíma taki fjárlaganefnd að
fara yfir þessi atriði og afgreiða málið.
Engu sé þá hægt að svara um hvort
fundað verði á milli jóla og nýárs eða
hvorum megin við jólin málið verði tek-
ið til afgreiðslu. Fjármálaráðherra hef-
ur sagt að stefnt sé að því að ljúka um-
ræðunni fyrir jól en engar
dagsetningar hafi þó verið settar niður.
Halda ekki endalaust áfram
,,Þetta er allt að koma saman til fjár-
laganefndar [í dag] og á fimmtudag,“
segir Guðbjartur um þau viðbótargögn
og álitsgerðir sem aflað er vegna Ice-
save-ábyrgðarinnar. „Við ætlum að
fara í gegnum þessi 16 atriði eins og
óskað var. Síðan verður bara að meta
hvenær það verður tilbúið.“
Þingmenn stjórnarandstöðu, bæði
Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks,
hafa gagnrýnt vinnulag á þingi í sam-
bandi við samkomulagið um meðferð
Icesave-málsins og efndir þess. Guð-
bjartur segir ágreining hafa verið frá
upphafi um hvað samkomulagið eigi að
ná yfir. ,,Samkomulagið var um að fara
í gegnum þessi 16 atriði. Það hafa kom-
ið óskir um viðbætur og það er ekki bú-
ið að afgreiða það, en hugmyndin er
ekki sú að halda endalaust áfram ef nýj-
ar upplýsingar kalla á einhverjar aðrar.
Við erum búin að taka 6 mánuði í það.“
Breska lög-
fræðistofan
skilar áliti sínu
Óvíst hvenær fjárlaganefnd afgreiðir Icesave
Morgunblaðið/Heiddi
Icesave Ekki liggur fyrir hve lang-
an tíma fjárlaganefnd tekur í málið.
Lokið er annarri umræðu um
fjárlagafrumvarpið og voru at-
kvæði greidd um breyting-
artillögur á þingfundi í gær. Þá
fór einnig fram þriðja umræða
um fjáraukalagafrumvarp
vegna yfirstandandi árs á Al-
þingi í gær.
Þingmenn stjórnarandstöðu
í fjárlaganefnd skiluðu nefnd-
aráliti vegna fjáraukalaga þar
sem fram kemur að miklar
breytingar hafa orðið á frum-
varpinu í meðförum nefnd-
arinnar. Tekjur ríkissjóðs
hækka um 8.766 milljónir kr. og
útgjöld lækka um 6.092 millj.
Þar af hækka skattar á tekjur
og rekstrarhagnað einstaklinga
um 2 milljarða, tekjuskattur
lögaðila hækkar um 3 milljarða,
skattur á fjármagnstekjur ein-
staklinga lækkar um 1.250
millj. kr., vaxtatekjur af endur-
lánum hækka um tæpa 2,5
milljarða og aðrar vaxtatekjur
lækka um 1.210 milljónir kr.
Miklar breytingar á
tekjum og gjöldum
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
LÍKLEGT er að jörð verði hvít víðast hvar um landið á
aðfangadag, snjór fyrir norðan og austan og að minnsta
kosti snjóföl sunnanlands og vestan. Spár svo langt fram í
tímann eru þó með öllum fyrirvörum og ef skil suður af
landinu koma inn á landið á aðfangadag breytist veður
fljótt.
Sibylle von Löwis, veðurfræðingur hjá Veðurstofu ís-
lands, sagði í gær að spáð væri snjókomu fyrir norðan og
austan um helgina. Reikna mætti með að lægð suðvestur
af landinu kæmi með snjókomu eða él sunnan- og vestan-
lands á þriðjudag og miðvikudag.
Oftast alhvít jörð í höfuðborginni
„Nýjustu spákort sýna svo norðaustanátt og þá bjart-
viðri í Reykjavík með hitastigi um frostmark á aðfanga-
dag. Ef skilin ná inn á landið getur fylgt þeim slydda eða
rigning, en eins og staðan er núna er útlit fyrir að snjór
verði fyrir norðan, en að minnsta kosti snjóföl suðvest-
anlands,“ sagði Sibylle. Ef skoðaðir eru fróðleiksmolar
um jólaveðrið á vef Veðurstofunnar má sjá að frá árinu
1921 teljast 37 jóladagar á þessu 88 ára tímabili alhvítir
í Reykjavík, þar á meðal tveir síðustu jóladagar. Miðað
er við kl. 9 að morgni jóladags og getur snjóinn hafa
tekið upp síðdegis í einhverjum tilvikum. Sextán sinnum
hefur jörð verið flekkótt og þrjátíu sinnum hefur verið
alautt að morgni jóladags.
Mestur snjór var árin 1979-1982 og aftur 1984 og svo
voru hvít jól 1990 og 1992-1995. Árið 1982 mældist
mesta snjódýptin, 29 sentimetrar.
Hvítur aðfangadagur?
29 sentimetra snjór mældist á
jóladagsmorgun árið 1982
Morgunblaðið/Golli