Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
STYRKUR svifryks var yfir mörk-
um í Reykjavík í gær. Áfram er
spáð hægum vindi og þurrviðri í
vikunni og líkur eru á svifryks-
mengun næstu daga. Sökum hlý-
viðris er ekki hægt að rykbinda um-
ferðargötur, segir í tilkynningu frá
borginni.
Sólarhringsmörk svifryks
(PM10) eru 50 míkrógrömm á rúm-
metra en mældust í gær 53. Hæsta
hálftímagildið mældist 118 á Grens-
ásvegi. Sjá má gula mengunarslikju
yfir borginni þegar horft er vestur.
Hún stafar af útblæstri köfnarefnis-
sambanda frá bifreiðum.
Þeim sem eru með viðkvæm önd-
unarfæri er ráðlagt að taka tillit til
þessa og forðast helstu umferðar-
götur. Um þessar mundir eru 35%
bifreiða í Reykjavík á nagladekkj-
um samkvæmt talningu í desember.
Svifryk yfir mörkum
og áfram spáð þurru
STEINGRÍMUR J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segist í samtali við
sjónvarpsfréttir mbl.is undrast
mjög orð Gylfa Arnbjörnssonar,
forseta ASÍ, um að ríkisstjórnin
vinni ekki með samtökunum.
„Ég er hissa á þessu, m.a. vegna
þess að við áttum góðan fund með
honum og fleiri aðilum í gær-
morgun [mánudag] þar sem verið
var að ræða ýmis mál og vinna að
lausn þeirra. Auðvitað gengur ým-
islegt á í þessum samskiptum eins
og verða vill, en í það heila tel ég
að þetta gangi vel og það eru allir
að vinna að sameiginlegum mark-
miðum. Og þó að stundum beri
eitthvað í milli þá eiga menn nú
miklu meira sameiginlegt í þessu
samstarfi.“
Steingrímur hissa
á ummælum Gylfa
ÍSLENSKA sjó-
mannaalmanakið
2010 er komið út.
Þetta nýja
almanak byggir
á traustum
grunni og kemur
út núna í 85. sinn.
Í Sjómannalma-
nakinu 2010 eru
vel á annað þúsund myndir af skip-
um og bátum. Þar er einnig að
finna upplýsingar um aflaheimildir,
hafnaskrá, sjávarföll, vitaskrá, sól-
artöflur og auk þess upplýsingar
eins og lög og reglur sem snúa að
veiðum ásamt mörgu öðru. Íslenska
Sjómannaalmanakið 2010 er rúm-
lega 800 síður að stærð og útgef-
andi Myllusetur ehf, ritstjóri Sævar
Helgason og auglýsingastjóri
Sverrir Heimisson.
Hægt er að panta Íslenska sjó-
mannaalmanakið á www.skip.is
Sjómannaalmanakið
fyrir 2010 komið út
VINSTRI grænir í Reykjavík efna
til forvals fyrir komandi borgar-
stjórnarkosningar. Það verður
haldið 6. febrúar n.k. í samræmi
við reglur sem samþykktar hafa
verið.
Valið verður í sex efstu sæti
framboðslistans og verður jafn
hlutur kvenna tryggður við endan-
lega uppröðun ef þörf krefur.
Framboðsfrestur rennur út 16. jan-
úar. Jafnframt er félagsmönnum
heimilt að koma með ábendingar
um frambjóðendur til 9. janúar.
Framboðum og ábendingum skal
komið á netfang kjörstjórnar: for-
val.reykjavik@vg.is
Vinstri grænir efna
til forvals í borginni
KYLFINGAR á Húsavík hafa tekið veðurblíðunni
á aðventunni fagnandi. Hópur golfara iðkaði
íþrótt sína á Katlavelli um helgina og þeir Ás-
mundur Bjarnason, 82 ára, Magnús Andrésson,
78 ára, og Stefán Þórsson, unglingurinn í hópnum,
64 ára gamall, hafa varla misst dag úr að und-
anförnu.
„Það hefur verið frábært að geta skotist í golf
þessa tvo tíma sem birtan leyfir,“ sagði Ásmundur
í spjalli í gær. Þessi margreyndi íþróttagarpur og
keppandi í spretthlaupum á tvennum Ólympíu-
leikum á árum áður gat reyndar ekki mætt í gær-
morgun vegna lítilsháttar íþróttameiðsla.
Magnús tók í sama streng. „Þetta hefur verið
óvenjuleg tíð eftir að snjóinn tók upp, en þó ekki
einsdæmi,“ sagði Magnús. Hann hefur ekki slegið
slöku við í haust, því auk golfsins hefur hann farið
nokkrum sinnum á gönguskíði upp að Höskulds-
vatni og missti varla dag úr í rjúpnaveiðinni, en
segist þó aðeins hafa rétt veitt í matinn.
Magnús reiknar með að þeir fari í golf í dag.
„Hann gæti reyndar frosið í nótt, en þá fáum við
bara meira rúll á boltann,“ sagði Magnús Andr-
ésson á Húsavík. aij@mbl.is
Slá ekki slöku við í aðventugolfinu
Golf á aðventu Magnús og Stefán Þórsson eru mjög ánægðir með að kom-
ast í golf á þessum árstíma. Magnús segir tíðina núna þó ekkert einsdæmi.
Morgunblaðið/Hafþór
Golfsveiflan Magnús Andrésson sveiflar kylfunni fagmannlega.
Í takt við tímann
kr.
pk.998
Grillaður kj
úklingur, 2
l
Pepsi eða P
epsi Max
750
grömm
350
grömm
kr.
pk.166
Passionata
margarita p
izzaNýtt!
300
grömm
500
ml
FP hvítlauk
sbrauð279kr.pk. FP kartöflurbátar
m/hýði
398kr.pk.
FP hafrake
x með
súkkulaðib
itum
269kr.pk.
FP sjampó
2in1229kr.stk.
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
TÍU verktakafyrirtæki skiluðu inn
forvalsgögnum á mánudag vegna
byggingar kvikmyndahúss við Eg-
ilshöllina. Af þeim verða 3-5 valdir
til að taka þátt í útboði. Áætlað er
að framkvæmdirnar kosti 7-800
milljónir króna og að þeim ljúki í
lok næsta árs.
Aðspurður segir Helgi S. Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Regins,
dótturfélags Nýja Landsbankans
sem sér um að reka og leigja at-
vinnuhúsnæði, sem bankinn hefur
yfirtekið, að hann heyri ekki annað
en rekstur kvikmyndahúsa gangi
vel um þessar mundir. „Í svona ár-
ferði styrkist innlend afþreying ef
eitthvað er og ágætlega virðist sótt
í kvikmyndahúisn,“ segir Helgi.
Viðræður í gangi við SAM-bíó
Rekstraraðili að bíóinu hefur
ekki verið valinn, en viðræður hafa
staðið yfir við SAM-bíóin um rekst-
ur bíósins. „SAM-bíó voru með
samning við Borgarhöllina sem átti
verkefnið og sá samningur liggur
fyrir. Við erum hins vegar nýr aðili
og því er sá samningur ekki í gildi
gagnvart okkar. Við höfum líka hitt
fulltrúa Senu, en ekki verið í við-
ræðum við aðra en SAM-bíóin,“
segir Helgi. Fyrirhugað er að selja
Egilshöll þegar framkvæmdum við
bíóið lýkur og markaðsaðstæður
verða hagstæðar.
Tíu verktakar vilja byggja bíó
„Í svona árferði
styrkist innlend
afþreying“
Tölvumynd/ONNO
Egilshöll Viðbyggingin sem hýsa á kvikmyndahúsið á að vera 7.400 fer-
metrar á þremur hæðum. Fjórir sýningarsalir verða í bíóinu.