Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 23

Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 MEÐVIRKNI hef- ur áhrif á allt líf okkar. En enginn talar um meðvirkni. Enginn vill opna augun og sjá „líf- ið“ og sjá hvernig með- virkni heftir jafnvel eigið líf. Ómeðvitað, stundum meðvitað, er allt gert til að viðhalda „stöðugleika“, það má ekkert breytast. En hvað kostar það okkur að halda óbreyttri stefnu sama hvað gerist og hvert stefnir? Hvað kostar að vera sjón- og heyrnarlaus til að forðast eigin tilfinningar? Er núverandi ástand á Íslandi til komið vegna með- virkni? Eitt einkenni meðvirkni er „Ég breyti gildum mínum og heilindum til þess að forðast höfnun eða reiði ann- arra“. Kannast einhver við þessa full- yrðingu? Og ef svo er, hver vill standa upp og segja að það sé „bleikur fíll“ í stofunni? Hvort sem stofan er heima, í vinnunni á stjórnarheimilinu eða Al- þingi? Áfengis- og vímuefnaneysla er án efa eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar Íslendinga. Samantekt Hag- stofunnar sýnir að það megi áætla að rúmlega einn einstaklingur látist í viku hverri af völdum beinnar eða óbeinnar neyslu. Annað sem er ekki síður alvarlegt er að samkvæmt bandarískum tölum eru það um 18% Bandaríkjamanna 12 ára og eldri sem drekka óhóflega. Enn aðrar tölur segja að í kring um hvern alkóhólista séu að meðaltali fjórir aðstandendur sem skaðast að einhverju leyti af fíkl- inum. Ef þessar tölur eru yfirfærðar á íslenskan veruleika þá erum við að tala um rúmlega 70% hlutfall að- standenda/meðvirkra hér á landi. Ef þetta er raunin þá er stærri hluti þjóðarinnar haldinn meðvirkni á ein- hverju stígi. Sannleikann getum við sjálf séð ef við lítum í eigin barm og kringum okkur. Hvar sem er heima, í vinnu, hjá vinum og fleiri stöðum! Hver kannast ekki við eitthvað af eftirfarandi lýsingum:  Mér finnst ég algjörlega óeig- ingjarn og einarðlega helgaður velferð annarra.  Ég er fram úr hófi trúr fólki og kem mér því ekki nógu fljótt úr skaðlegum aðstæðum.  Ég gef öðrum ráð og leiðbein- ingar óspurður.  Ég á erfitt með að taka ákvarð- anir. Meðvirkni er sjúkdómur sem tærir upp sál okkar. Hann hefur áhrif á allt okkar líf, fjölskyldur okkar, börn, vini, skyldmenni, fyrirtæki, frama, heilsu og andlegan þroska. Hann er hamlandi og ómeðhöndlaður hefur hann eyðileggjandi áhrif á okkur sjálf og aðra enn frekar. Mörg okkar enda í þeirri aðstöðu að þurfa að leita til annarra eftir hjálp. Meðvirkni tærir sálina oft án þess að við sjáum það sjálf. Meðvirkni er háttalag þar sem manneskja tekur ábyrgð á gjörðum annarra og hjálpar viðkomandi að forðast það að takast á við vanda- málið á beinan hátt, gert til að við- halda stöðugleika í samskiptum fjöl- skyldunnar. Meðvirkni byrjar sem eðlileg viðbrögð við óeðlilegum að- stæðum. Í meðvirkni missum við af eigin lifi, lifum fyrir aðra og hvað þeim finnst um okkur. Við lifum í stöðugri skömm og sektarkennd. Engin meðferð er til á Íslandi fyrir meðvirka einstaklinga. Langtíma eft- irfylgni og stuðning vantar. Opinber viðkenning á meðvirkni sem skað- andi og eyðileggjandi hegðun fyrir einstaklinga, fjölskyldur og þjóð vantar. Við erum inní miðju hvirf- ilbylsins og sjáum ekki eyðilegg- inguna utan við okkur. Við sjáum ekki að meðvirkni er stærsta heilbrigðisvandamál Ís- lensks samfélags í dag og enginn þor- ir að viðurkenna það því þá þarf við- komandi að horfa í eigin barm. Við viljum ekki sjá þá sem þurfa og vilja þiggja þessa hjálp. Þeir hafa í fá hús að vernda. Því óttinn hjá þeim sem hafa völdin, óttinn við að líta í eigin barm og viðurkenna að við er- um öll mannleg, með kosti og galla eins og aðrir, erum ekki meiri eða minni. Óttinn við að missa grímuna, missa hina ímynduðu fullkomnun, er svo mikill að þeir velja að sjá ekki þann gríðarstóra vanda sem heltekur samfélagið okkar. Vandinn er án nokkurs vafa gríðarlega stór og til að sporna við honum þarf fyrst og fremst að viðurkenna hann. Við þurf- um að vera tilbúin að skoða okkur sjálf, vera tilbúin í að laga þá bresti sem há okkur hverju og einu. Enginn er mikilvægastur, engin skoðun rétt- ari en önnur, aðeins sameiginlegir hagsmunir og löngun í gott líf getur leitt okkur áfram. Mikilvægt er að við spurjum okkur eftirfarandi spurninga. Er lífið ekki til þess að lifa því lif- andi og í hamingju? Vantar eitthvað upp á það hjá mér? Hvað get ég gert til að breyta núverandi ástandi mínu og samfélagsins? Meðvirkni, falinn alvarlegur heilbrigðisvandi? Eftir Percy B. Stef- ánsson og Kjartan Pálmason »Meðvirkni er sjúk- dómur sem tærir upp sál okkar. Hefur áhrif á allt okkar líf, fjöl- skyldur okkar, börn, vini, skyldmenni; fyr- irtæki okkar og frama. Percy B. Stefánsson Percy er formaður stjórnar Lausn- arinnar. Kjartan er framkvæmda- stjóri Lausnarinnar Kjartan Pálmason MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Móttaka aðsendra greina Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | sími: 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrn a rtæ kn i . is – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefna því á nám og námskeiða. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður : Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.