Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 2

Morgunblaðið - 19.12.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 um miðja 19. öld FLYTUR fátæk SÆNSK fjölskylda vestur um haf í LEIT AÐ betra lífi. Það er mikil þrek- raun en nýja landið gefur fögur Fyrirheit ... EinstaKT meistaraverk Salka – Skipholt 50 c – www.salka.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is HVERGI í heiminum verður hærri virðisaukaskattur en hér á landi verði tillögur sem meirihlutinn í efnahags- og skattanefnd Alþingis lagði fram í gærkvöldi að veruleika. Tillögurnar fela í sér að fallið verði frá fyrri hugmyndum ríkis- stjórnarinnar um þriggja þrepa virðisaukaskatt. Vörur sem sam- kvæmt nýframlögðu frumvarpi áttu að bera 14% virðisaukaskatt, svo sem veitingastarfsemi og sykraðar vörur, munu áfram bera 7% vask. Hins vegar hækkar hæsta skatt- þrepið í 25,5%, en ekki 25% eins og frumvarpið gerði ráð fyrir. Hvergi í heiminum er hærri virðisauka- skattur en 25%, en í Danmörku, Ungverjalandi, Svíþjóð, Noregi og Brasilíu bera ýmsar vörur svo háan vask. „Það hefur komið fram mikil gagnrýni á aukið flækjustig með nýju skattþrepi,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og skattanefndar. Hann útilokar þó ekki að ráðist verði í fjölgun skatt- þrepa síðar meir. „Á milli umræðna hafa komið fram upplýsingar um að virðisauka- skatturinn skili heldur hærri tekjum en gert var ráð fyrir í frum- varpinu,“ segir Helgi. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga hjá fjár- málaráðuneytinu gefi þessi nýja leið ríkissjóði sömu tekjur og sú leið sem lögð var til í frumvarpinu. Pétur H. Blöndal, sem situr í efnahags- og skattanefnd fyrir Sjálfstæðisflokk, segist gáttaður á breytingartillögum meirihlutans. Hann segir að mikil hætta sé á því að skatthlutfallið sé nú þegar orðið það hátt að aukið skatthlutfall þýði að ríkið fái minni tekjur en fengjust með lægra skatthlutfalli. „Það eru ýmsar ástæður sem geta orðið til þess að skattstofninn minnkar. Það gerist t.d. með því að ákveðinn rekstur leggst af, annar rekstur minnkar, og skattsvik aukast,“ segir Pétur. Þá gerir hann alvarlegar athuga- semdir við meðferð málsins. Nefnd- in hafi ekki fengið nema örfáar mínútur til að ræða breytingartil- lögurnar og þeim fylgdu hvorki umsagnir sérfræðinga né álit frá hagsmunaaðilum. Heimsins hæsti skattur  Meirihlutinn leggur til að hætt verði við þriggja þrepa virðisaukaskattskerfi  Hætta við 14% skattþrepið en leggja þess í stað til að hæsta þrepið hækki » Leggja til að hæsta þrep hækki í 25,5% » Hvergi í heiminum er virðisaukaskattur hærri » Aukið flækjustig gagnrýnt, segir Helgi Hjörvar » Pétur H. Blöndal gáttaður á breytingunum HLUTVERK íslenska hestsins og blómlegt starf sem honum tengist heima og heiman var í brennidepli í gær þegar haldið var upp á 60 ára afmæli Landssambands hestamannafélaga. Af- mælishátíð var í Iðnó, en sambandið var á sínum tíma stofnað í næsta húsi, gamla Búnaðarfélags- húsinu. Í tilefni afmælisins var farin skrautreið í miðborginni þar sem vel sást hvílíkur kostagrip- ur íslenski hesturinn er og hæfileikar miklir. SKRAUTREIÐ Á AFMÆLI HESTAMANNA Morgunblaðið/Heiddi UNDIRRITAÐIR voru í gær samningar um kaup Sveit- arfélagsins Garðs á kirkjujörðinni Útskálum. Jörðin er rúmlega 70 hektarar og nær meðal annars yfir Garðskaga og hinn forna Garð sem byggðarlagið er kennt við. Sveitar- félagið hafði áður eignast hluta jarðarinnar, en undanskild- ar í sölunni nú voru lóðir undir prestssetur, safnaðarheimili og kirkjugarð. Útskála er fyrst getið um árið 1200 og hefur kirkja verið á staðnum síðan þá. Þar er eitt elsta prestssetur landsins, sem nú er í eigu félags um uppbyggingu Útskála. Landsvæðið sem bærinn keypti nær frá Miðhúsum að Garðskagavita en þar er nokkuð dreifð byggð gamalla timburhúsa. „Byggðin hefur verndargildi og við viljum efla þar ýmsa liststarfsemi. Þá eru þarna kartöflugarðar og margir vilja einmitt hefja garðrækt núna í kreppunni,“ sagði Ásmund- ur Friðriksson, bæjarstjóri í Garði, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Sveitarfélagið Garður greiddi alls 90 millj- ónir króna fyrir Útskálajörðina. sbs@mbl.is Garðurinn kaupir kirkju- jörð fyrir kartöflurækt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Útskálar Kirkja hefur verið í Garði um aldir og nú hef- ur sveitarfélagið eignast lendur kirkjunnar á staðnum. Borga 90 milljónir fyrir svæð- ið þar sem eru gömul hús Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég vil segja að þetta er byggt á miklum misskiln- ingi og á því sem ég vil kalla ís- lenskri undan- þágupólitík,“ seg- ir Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra um þá gagnrýni að stuðningur ríkisstjórnarinnar við loftslagsmarkmið ESB gangi gegn hagsmunum Íslands. „Þetta snýst auðvitað um það að árið 2013 er það þannig – vegna þess að við erum aðilar að Evrópska efna- hagssvæðinu – að íslensk stóriðja býr við sömu skilyrði og öll stóriðja í Evrópu því þá fer hún inn í evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þannig að íslensk stóriðja getur þá keypt og selt losunarheimildir […] hvar sem er. Unnið í samvinnu við SA Samtök atvinnulífsins hafa verið samferða okkur í þessari útfærslu. Fulltrúi frá samtökunum hefur átt aðkomu að samninganefndinni og öllum fundum hennar. Þannig að þessi ágreiningur er ekki raunveru- legur og byggður á misskilningi. Hann hefur snúist um skilning á hinu íslenska ákvæði sem kvað á um 10% aukningu í losun gróðurhúsa- lofttegunda í stað samdráttar og er bundið fyrsta tímabili Kyoto- bókunarinnar til 2012. Íslenska ákvæðið hefur því engan tilgang og enga skírskotun eftir að evrópska kvótakerfið með losunarheimildir hefur verið innleitt.“ Ásakanir byggðar á rangtúlkun Svandís Svavarsdóttir Umhverfisráðherra svarar gagnrýni LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu þurfti að elta uppi ökumann á Miklubrautinni síðdegis í gær eftir að hann sinnti ekki stöðvunarmerkj- um í hefðbundnu umferðareftirliti. Hafði hann ekið á ofsahraða eftir Miklubraut og valdið mikilli hættu í annars þéttri umferð. Að sögn lögreglu slapp maðurinn ómeiddur og bíllinn sömuleiðis án tjóns. Maðurinn var í kjölfarið hand- tekinn fyrir aksturslagið. Veitt eftirför

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.