Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 4
Morgunblaðið/Heiddi ALLSHERJARNEFND Alþingis fjallaði á fundi sínum í gær um nið- urstöðu nefndarinnar um hvernig vinna skuli úr skýrslu Rannsókn- arnefndar Alþingis um bankahrun- ið. Formaður nefndarinnar, Stein- unn Valdís Óskarsdóttir, mun svo mæla fyrir málinu á þingi í dag, laugardag. Að sögn Steinunnar verður fram- hald málsins væntanlega þannig að eftir helgina verður skipuð nefnd þingmanna, sem í eiga sæti tveir fulltrúar úr hverjum þingflokki, og mun hún taka ákvörðun um hvort ástæða þyki til að vísa til lands- dóms. Dómurinn fer með og dæmir mál sem Alþingi ákveður að höfða gegn ráðherrum. Fimmtán sitja í landsdómi sem hefur þó aldrei ver- ið kallaður saman frá því hann var stofnaður fyrir 104 árum. Fjallað um rannsókn- arnefnd þingsins 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 Mjúkir pakkar ! Dúnsokkar Kr. 6.900,- Faxafeni 5 S. 588 8477 Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ÁSTANDIÐ á Landspítalanum er slæmt og útilokað fyrir stjórnendur að mæla því í mót. Álag á öllum deild- um hefur aukist auk þess sem oft hef- ur skort á nauðsynlegt samráð við starfsfólk, sem auðvitað er forsenda þess að vel takist til við hagræðingu,“ segir Birkir Högnason, formaður ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Ís- lands. Ungir sjúkraliðar ályktuðu um mikið álag á Landspítala á dögunum og í framhaldinu boðaði heilbrigðis- ráðherra Birki Högnason á sinn fund. Óskað var álits landlæknis á málinu sem í vikubyrjun bað sjúkra- liða um umsögnina sem þeir skiluðu í gær. Í ítarlegri skýrslu sjúkraliða segir að á undanförnum misserum hafi þeim verið falin ýmis ný verkefni. Stöðugildum sjúkraliða hafi frá í fyrra fjölgað um rúmlega tuttugu en á sama tíma hafi stöðum ófaglærðs fólks sem áður sinnti sömu störfum fækkað um í kringum fimmtíu. Læknaritarar við eftirlit „Starfsfólk á öllum deildum talar um að álagið hafi aukist mikið. Á barnaspítalanum til dæmis er mönn- un langt undir öryggismörkum. Stundum hefur þurft aðstoð lækna- ritara til að hafa eftirlit með sjúkling- um og í stöku tilvikum hefur þurft að- stoð af öðrum deildum,“ segir Birkir. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Önnu Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra hjúkrunar á Land- spítalanum, að álag á starfsmenn sjúkrahússins hefði ekki aukist, eins og nýleg könnun staðfesti. Um þetta segir Birkir að umrædd könnun hafi verið gerð í mars á þessu ári. Síðan þá hafi margt breyst í starfseminni, deildir verið sameinaðar og fleira gert og því sé könnunin marklaust plagg í dag. Vel að verki staðið Í samtali við Morgunblaðið sagði Matthías Halldórsson landlæknir að farið yrði yfir skýrslu sjúkraliðanna og aðrar upplýsingar úr starfsemi Landspítalans. Jafnframt stæði til að heimsækja þær deildir LSH þar sem ástandið væri verst, skv. skýrslunni, og ræða við starfsfólk þar án viðveru yfirmanna. Niðurstöður ættu að verða ljósar upp úr áramótum. „Skýrsla ungliðanna er ítarleg og ég má til með að hrósa þeim fyrir hve vel er að verki staðið,“ sagði Matthías Halldórsson. Útilokað að mótmæla auknu álagi  Takmarkað samráð er haft við starfsfólk  Sjúkraliðum falin ný verkefni sem ófaglærðir sinntu áður  Könnun um álag er frá í mars og sögð úrelt plagg  Landlæknir fer yfir mál og ræðir við fólk Birkir Högnason Matthías Halldórsson Í HNOTSKURN » Stöðugildum sjúkraliða áLandspítala fjölgar um tuttugu en ófaglærðum sem sinntu sömu störfum fækkar. »Landlæknir ætlar að heim-sækja álagsdeildirnar og fá álit starfsfólks. »Mönnun oft undir örygg-ismörkum, segja sjúkralið- ar. Eftir Hlyn Orra Stefansson hlynurorri@mbl.is VEGRIÐ hefði mögulega getað komið í veg fyrir banaslys sem varð á Hafnarfjarðarveginum við Arnarnesbrú í gærmorgun. Tveir létust og einn slasaðist hættulega í hörðum árekstri tveggja bíla. „Það verður að teljast líklegt að vegrið hefði varnað því að bílinn fór yfir á öfugan vegarhelming,“ segir Ágúst Mogensen, forstöðu- maður Rannsóknarnefndar umferð- arslysa. Hann segir að rannsóknarnefnd- in muni leggja til að vegrið verði sett upp á þessum vegakafla og víðar. „Miðað við öryggiskröfur þær sem gerðar eru í dag hugsa ég að vegrið verði sett upp miklu víð- ar.“ Rætt um vegrið á kaflanum Jónas Snæbjörnsson, svæðis- stjóri hjá Vegagerðinni, tekur und- ir með Ágústi um að vegrið hefði getað komið í veg fyrir þetta alvar- legt slys. Hann segir að rætt hafi verið um að setja upp vegrið á veg- arkaflanum þar sem slysið varð. Orsakir slyssins eru enn í rann- sókn, en svo virðist sem ökumaður Suzuki-jepplings hafi misst bifreið sína yfir á öfugan vegarhelming um klukkan tíu í gærmorgun. Að sögn Ágústs var hált í köntum er hann kom á vettvang tuttugu mín- útum eftir að slysið varð. Jepplingurinn lenti framan á til- tölulega stórum Benz-leigubíl sem kom á móti. Ökumenn beggja bílanna létust við áreksturinn og farþegi leigubílsins slasaðist mikið. Hann hlaut alvarlega höfuðáverka og er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans, samkvæmt upplýsingum frá lækni. Jónas segir það vera tiltölulega ódýrt að setja upp vegrið miðað við margar aðrar framkvæmdir og að þrátt fyrir niðurskurð sé lögð áhersla á ódýrar framkvæmdir sem geti bjargað mannslífum. Umrætt slys auki líkurnar á að vegrið verði sett upp á Hafnarfjarðarvegi þar sem slysið varð. Vegrið hefði bjargað  Tveir létust á Hafnarfjarðarvegi og einn alvarlega slasaður  Rannsóknarnefnd kallar eftir vegriði þar sem slysið varð Sextán einstaklingar hafa látist í umferðinni hér á landi það sem af er ári, samkvæmt upplýs- ingum frá Umferðarstofu. Árið 2008 var óvenjugott þegar horft er til fjölda látinna í um- ferðinni, en þá létust 12 í um- ferðarslysum hér á landi. Árið þar áður létust 15, en árið 2006 lést 31 einstaklingur í umferð- inni á Íslandi. Frá árinu 2001 og til og með ársins 2005 létust á milli 19 og 29 einstaklingar árlega í um- ferðinni hér á landi. Aldrei hafa jafn margir látist í umferðinni og árið 1977, eða 37 ein- staklingar. Sextán látnir í ár Morgunblaðið/Júlíus Harður árekstur Ökumaður missti jeppling yfir á öfugan vegarhelming, þannig að hann lenti framan á leigubílnum. (Til Hafnarfjarðar) (Til Reykjavíkur) H A FN A R FJA R Ð A R V EG U R Árekstur Banaslys við Hafnarfjarðarveg AR NA RN ES VE GU R ( BR Ú) „ÉG vil ekki ræða þetta út frá ein- stökum fyrirtækjum. Ég vísa í verklagsreglur bankanna sem gilda almennt um skuldaúrvinnslu gagnvart fyrirtækjum og heim- ilum,“ segir Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra spurður um könnun MMR sem sýnir að tæp 97% telja ekki réttlætanlegt að samkomulag um eignarhald á Högum/1998 við núverandi eig- endur feli í sér niðurfellingu skulda. „Menn mega ekki missa sjónar á því mikilvæga verkefni að styðja við öll lífvænleg rekstr- arfélög í landinu og lágmarka tjónið.“ Mik- ilvægt sé að hafa atvinnuna í huga „og að við missum sem fæst fyrirtæki sem hægt er að bjarga og að- stoða svo verð- mætasköpunina og störfin haldist. Það er ekki hægt að ræða þetta mál nema í heildarsamhengi“. „Styðja við öll lífvænleg rekstrarfélög“ Steingrímur J. Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.