Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
STARFSFÓLKS skattstofanna bíð-
ur mikið verkefni við þær miklu
breytingar sem verða á skipulagi
skattumdæma og skattkerfinu um
áramót. Allt starfsfólk skattstofa
landsins og embættis ríkisskatt-
stjóra, alls um 250 manns, sátu fund í
Reykjavík í allan gærdag til að ræða
undirbúninginn.
Allar skattstofurnar starfa
áfram til að byrja með
Allar skattstofur landsins og skrif-
stofur ríkisskattstjóra voru lokaðar í
gær vegna fundarins. Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri segir að
starfsmenn verði betur undir það
búnir eftir þennan fund að landið
verði eitt skattumdæmi. Alþingi sam-
þykkti í gær sem lög að landið verði
eitt skattumdæmi frá og með næstu
áramótum og verða skattumdæmin
þá sameinuð undir embætti ríkis-
skattstjóra sem eitt umdæmi og eitt
stjórnsýslustig. Lögin gera ráð fyrir
að fimm skattstofur verði á landinu
auk skrifstofu ríkisskattstjóra, þar af
ein á höfuðborgarsvæðinu og fjórar á
landsbyggðinni.
„Til að byrja með munu allar skatt-
stofurnar starfa áfram en á næsta ári
verður dregið verulega úr starfsemi
skattstofunnar í Reykjavík og innan
tveggja ára verður búið að flytja
starfsemina alveg á Laugaveginn [á
skrifstofur ríkisskattstjóra] og í
Hafnarfjörð,“ segir Skúli Eggert
Þórðarson ríkisskattstjóri.
Hann segir að þótt aðrar skatt-
stofur starfi áfram verði verkaskipt-
ingunni breytt. „Þær munu ekki
sinna störfum sem eru bundin við
einstök umdæmi, heldur störfum sem
eru bundin við landið allt,“ segir
hann. Auk þessa munu stofurnar
sinna nærþjónustu við íbúa, m.a. upp-
lýsingagjöf. „Það á að gæta þess að
þjónustan verði ekki skert,“ segir
Skúli Eggert.
Að sögn ríkisskattstjóra var mark-
mið fundarins í gær að undirbúa þær
breytingar sem verið er að gera á
skattumdæmum og auka samræmi
við skattframkvæmdina. Svo fjöl-
mennur fundur starfsmanna skatt-
kerfisins hefur ekki verið haldinn áð-
ur. „Þetta er í fyrsta skipti í 47 ára
sögu skattkerfisins sem allir starfs-
mennirnir hittast á sameiginlegum
fundi,“ segir Skúli Eggert.
Hann segir að tónninn meðal
starfsmannanna hafi almennt verið
mjög jákvæður. „Þetta hefur í för
með sér heilmiklar breytingar. Flest-
ir líta á það sem áskorun, sumir bera
kvíðboga en allt snýst þetta um að
skipuleggja verkefni upp á nýtt með
þeim hætti að starfsemi skatt-
yfirvalda verði árangursríkari og
skilvirkari en verið hefur,“ segir
hann. „Við verðum tilbúin um áramót
en það er engu að síður gert ráð fyrir
því að þessi verkefni þróist á næstu
misserum. Sumir reikna með að
þetta taki allt að tvö ár en við erum
undir það búin að þetta gæti jafnvel
tekið lengri tíma.“
Staðgreiðslan verður flóknari
og eitthvað ónákvæmari
Samhliða þessum umfangsmiklu
skipulagsbreytingum taka væntan-
lega gildi viðamiklar skattabreyt-
ingar um áramótin, m.a. fjölþrepa-
skattur í tekjuskattskerfi einstakl-
inga. „Menn þurfa að hugsa ýmsa
hluti upp á nýtt. Þetta kallar á vand-
lega yfirferð. Staðgreiðslan verður
flóknari og eitthvað ónákvæmari en
skattkerfið hefur áður tekist á við
flókin úrlausnarefni og mun leysa
það sem endranær.“
„Verðum tilbúin um áramót“
Landið eitt skattumdæmi skv. nýjum lögum 250 starfsmenn skattsins fund-
uðu Verkefni skattstofunnar í Reykjavík verða færð til RSK og Hafnarfjarðar
Morgunblaðið/Heiddi
Tvær vikur til stefnu Starfsfólk allra skattstofa kom saman í gær til að undirbúa breytingar á skipulagi skatt-
umdæmanna um áramótin. Þótt vinnufundurinn væri langur og strangur var ekki laust við jólastemningu í loftinu.
Í HNOTSKURN
»Á höfuðborgarsvæðinusinnir ein skattstofa
svæðinu sem til þessa hefur
verið þjónustað af skattstof-
unum í Reykjavík og á
Reykjanesi.
»Á landsbygginni verðafjórar meginskattstofur
þ.e. á Vesturlandi/Vest-
fjörðum, Norðurlandi, Aust-
urlandi og Suðurlandi en
hinar sinna áfram verk-
efnum fyrir landið allt og
nærþjónustu við íbúa.
„ÉG held að
menn eigi ekki að
mikla það fyrir
sér hvaða áhrif
þetta hefur beint
á skattinn, þó að
breytingarnar
taki gildi um ára-
mótin. Í byrjun
þýðir þetta fyrst
og fremst að fjár-
veitingarnar
koma í gegnum eitt embætti, sem er
embætti ríkisskattstjóra,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra.
„Starfsemin heldur að sjálfsögðu
bara sínu striki. Ég tel því ekki
ástæðu til að hafa áhyggjur af að það
verði röskun á starfsemi skattsins.
Hins vegar opnar þetta mikla mögu-
leika á verkaskiptingu og hagræð-
ingu og að unnið verði úr málum á
hagkvæmari og skilvirkari hátt, því
nú verður hægt að sérhæfa skrif-
stofurnar. Menn hafa fært fram
mjög trúverðug rök fyrir því að með
þessu verði hægt að nýta mannskap-
inn mun betur með sérhæfingu og
verkaskiptingu. Ég held því að þetta
sé miklu fremur kostur en að ástæða
sé til að hafa áhyggjur af þessu.“
Mun reyna á skattkerfið
Steingrímur segist ekki draga úr
því að mikil verkefni blasi við starfs-
fólki skattsins með breyttum
reglum. „Það mun reyna á skatt-
kerfið,“ segir hann.
Að mati hans er löngu tímabært
að landið verði eitt skattumdæmi.
„Landfræðilegu landamærin eru að
miklu leyti horfin, framtölin komin
inn á netið og úrvinnslan getur farið
fram hvar sem er, því þetta er eig-
inlega allt orðið rafrænt. Ég hef ver-
ið svo brattur að segja að mér finnist
að það að tala gegn þessu sé ekki
frábrugðið því að ætlast til að póst-
urinn fari aftur að nota hesta til að
flytja bréf á milli landshluta. Að-
stæðurnar eru svo gjörbreyttar.“
Starfsemin
mun halda
sínu striki
Steingrímur J.
Sigfússon
Kostir á verkaskipt-
ingu og hagræðingu
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur
endurmetið tekjuáætlun næsta árs
og reiknar nú með að tekjur rík-
issjóðs verði rúmum þremur millj-
örðum kr. meiri á næsta ári en gert
var ráð fyrir á tekjuhlið fjárlaga-
frumvarpsins. Fulltrúar ráðuneyt-
isins greindu frá þessu á fundi efna-
hags- og skattanefndar í gær.
Meiri veltuskattar skila sér í
desember en ætlað var
Að sögn Lilju Mósesdóttur, vara-
formanns efnahags- og skattanefnd-
ar, byggist þetta annars vegar á já-
kvæðari niðurstöðu endurskoðunar
á forsendum þjóðhagsáætlunar og
hins vegar hefur komið í ljós að inn-
heimtar tekur ríkissjóðs á milli mán-
aðanna nóvember og desember eru
talsvert meiri en áætlanir gerðu ráð
fyrir.
Í venjulegu árferði aukast tekjur
ríkissjóðs á þessum lokamánuðum
ársins að jafnaði um 11%. Vegna
efnahagskreppunnar gerðu menn
hins vegar ekki ráð fyrir að tekju-
aukinn yrði svo mikill í ár en nú er
komið á daginn að sú er raunin.
Meginástæður þess að tekjur rík-
issjóðs hafa verið að aukast að und-
anförnu eru þær að velta hefur farið
vaxandi og einnig hafa fleiri notfært
sér heimild til að taka út séreigna-
sparnað sinn, sem skilar ríkissjóði
auknum tekjum úr staðgreiðslu
tekjuskatta.
Meiri tekjur
ríkisins en
spáð var