Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 27
Fréttir 27ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 www.damask.dk Gleðileg Jól TILBOÐ DUX 1001 Classic 105x200cm kr 225.000 2 DUX 1001 Classic 90x200cm/Xtandard yfirdýna 180x200cm Kr 379.000 JÓLATILBOÐ frá kr. 48.700 Gæsadúnssængur í hæsta gæðaflokki. Hverri sæng 140x200cm fylgir gæsadúnskoddi 50x70cm að verðmæti kr. 22.900. KIMONO Kr 16.900 Sængurfatnaður DUXIANA Ármúla 10 Sími 568 9950 DUXIANA.IS „ÉG held að það megi segja að ár- angurinn er ótvíræður af Kaup- mannahafn- arfundinum þó að hann sé ekki eins áþreifanlegur og maður hefði vilj- að sjá og þá á ég við að helstu leið- togar þessara ríkja skuli koma saman á þessum stað til þess að ræða raunveru- lega og ábyrga aðkomu að því að takast á við lofts- lagsvandann. Það má ekki gleyma því að slíkt hefði verið óhugsandi fyrir nokkrum misserum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra síðdegis í símaviðtali áður en samkomulagið lá fyrir í gær. – Hversu mikill einhugur er að baki hástemmdum yfirlýsingunum? „Ég er þeirrar skoðunar eftir að hafa verið hér þessa daga að mikill meirihluti þeirra sem hér eru sé hér í góðri trú og sé hér raunverulega til þess að vinna bug á vandanum og axla ábyrgð á honum. Þannig að vilj- inn er alveg klár. Það sem vandinn snýst um er að koma sér saman um pappír sem er þeirrar gerðar að allir geti unað við hann.“ Eftir að samkomulagið lá fyrir sagði Svandís það vera vonbrigði að ekki hafi náðst lagalaga bindandi samkomulag. Samkomulagið sýni þó að alvara sé á bakvið viðræðurnar, þótt enn eigi eftir að koma í ljós ná- kvæmlega í hverju það felst. Spurð hvort markmið ESB um 30% samdrátt í losun árið 2020 frá árinu 1990 gangi nógu langt segir Svandís það „mjög ásættanlegt“. Vonbrigði en þó sigur Svandís Svavarsdóttir Eftir Baldur Arnarson og Hlyn Orra Stefánsson SAMKOMULAG náðist í gærkvöldi í viðræðum Baracks Obama bandaríkjaforseta við leiðtoga Kína, Indlands, Brasilíu og Suður-Afríku, en við- ræðurnar voru hluti af loftslagsráðstefnunni sem staðið hefur yfir í Kaupmannahöfn. Þátttakendur fögnuðu margir hverjir sam- komulaginu og sögðu það vera mikilvægt skref í rétta átt. Obama sagði samkomulagið vera grund- völl sem frekari aðgerðir myndu byggjast á en ítrekaði þó að enn væri langt í land í baráttunni við loftslagbreytingar. Samkomulagið snýst um áherslur baráttunni, en á miðnætti þegar Morgunblaðið fór í prentun var enn nokkuð óljóst hvaða þýðingu samkomu- lagið hefur. Ljóst er þó að það er ekki lagalega bindandi. Obama sagði að leiðtogar þjóðanna hefðu náð samkomulagi um að takmarka hlýnun jarðar við tvær gráður og að þjóðirnar myndu grípa til viðeigandi ráðstafana til að ná því mark- miði. AFP-fréttastofan segir að í uppkasti að sam- komulagstexta komi fram að Bandaríkin muni leggja til 3,6 milljarða dala á tímabilinu 2010 til 2012 til að greiða fyrir því að fátækari ríki geti dregið úr loftmengun. Japan muni leggja til 11 milljarða dala og Evrópusambandið 10,6 milljarða dala, en svo virðist sem samkomulag hafi náðst við ESB eftir að samþykkt áðurnefndra þjóða lá fyrir. Að sögn evrópsks sendimanns verður ekki ákveðið fyrr en í janúar hvaða markmið verða sett um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2020. Þá er ekki kveðið á um við hvaða ár er miðað sem há- mark losunarinnar. Samkomulagið skref í rétta átt Reuters Samkomulag Samkomulag náðist í gærkvöldi, en enn er á reiki í hverju samkomulagið felst. Samkomulag náðist í gærkvöldi milli Bandaríkjaforseta og leiðtoga Kína, Indlands og Suður-Afríku „ÞAÐ hefur verið rafmagnað andrúmsloft og mikil spenna í lofti þessa tvo daga sem ég hef verið hérna. Það er ljóst að það er mikill þungi í ráðstefnunni að ná svona metnaðarfullum markmiðum í loftslagsmálum og það sýnir sá fjöldi þjóðar- leiðtoga sem hér er saman kominn,“ sagði Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráðherra um fundinn sem hún álítur „stóráfanga í loftslagsmálum“. Jóhanna segir gjána á milli iðnríkjanna og þró- unarríkjanna hafa komið „berlega í ljós“. „Mér finnst nokkur óbilgirni hafa verið sýnd af hálfu ýmissa þróunarríkja sem leggja fram kröfu um mikið fjármagn ef þau eiga að uppfylla töluleg markmið í losunarmálum. Það er einmitt það sem er verið að takast á um þessa stundina, fjármagnið og tölulegu markmiðin að því er varðar þróunar- ríkin,“ sagði Jóhanna síðdegis í gær. Hún nefndi því næst Bólivíu og Venesúela sem dæmi en heimildir Morgunblaðsins herma að hér sé einnig átt við Súdan, sem á í náinni samvinnu við Kínastjórn, meðal annars um olíuvinnslu. Spurð hvort ríkisstjórn Íslands sé ekki að ganga gegn hagsmunum þjóðarinnar með því að styðja það markmið Evrópusambandsins að draga úr los- un gróðurhúsaloftegunda um 30% fyrir árið 2020 vísar Jóhanna því á bug. Sá samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda sem hljótist af notkun endurnýjanlegrar orku til að knýja iðnstarfsemi hér sem og skógrækt og fyrirhuguð endurheimt votlendis muni nýtast Íslendingum til að ná fram þessum markmiðum. Mikil spenna og óbilgjarnar kröfur Jóhanna Sigurðardóttir „SUM ríki hafa tafið samninga með umræðum um fundarsköp til að ná fram kröfum sínum. Hér er gríðarleg barátta á milli iðnríkja og þróunarríkja og svo innan iðnríkjanna þar sem Bandaríkin eru öðrum megin og ESB hinum megin,“ sagði Árni Finnsson, formaður Náttúru- verndarsamtaka Íslands. „Árangurinn af ráðstefnunni er engan veginn viðunandi. Alþjóðasamfélagið er þegar langt á eftir áætlun við að koma í veg fyrir þessar hættulegu loftslagsbreytingar. Þátttaka 130 þjóðarleiðtoga sýnir þó hvað málið er nú tekið alvarlega,“ segir Árni, sem telur aðild Íslands að loftslagsstefnu ESB munu skerpa á vinnu stjórn- valda. Aginn verði meiri og skipulagið betra. Tafir og klókindi Árni Finnsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.