Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 38

Morgunblaðið - 19.12.2009, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Skólar og námskeið Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefna því á nám og námskeið. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið þriðjudaginn 5. janúar 2010. Meðal efnis verður: Háskólanám og endurmenntun. Fjarmenntun á háskólastigi. Verklegt nám/iðnnám á framhalds- og háskólastigi. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og nám erlendis. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 21. desember Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is ENN EINU sinni hafa fyrirhugaðar samgöngufram- kvæmdir á Reykja- víkurflugvelli orðið andstæðingum flug- vallarins í Vatnsmýr- inni tilefni til póli- tískra árása á innanlandsflugið og alla landsbyggðar- þingmenn sem full- yrða að þessi flug- völlur sé ekki einkamál höfuð- borgarbúa. Hvort sem búið er á höfuðborgarsvæðinu eða úti á landi er þetta flugvöllur allra landsmanna. Um ókomin ár myndi Reykjavík sem höfuðborg tapa sérstöðu sinni án flugvallarins í Vatnsmýrinni. Þá geta Flugfélag Íslands og Flugfélagið Ernir hætt rekstri eða flutt starfsemina úr landi. Þetta þýðir að útilokað væri fyrir Reykjavíkurborg að veita þá þjónustu sem landsbyggðin þarf á að halda. Í lýðræðislegum kosningum sem fram fóru í mars 2001 stóðu stuðn- ingsmenn Reykjavíkurflugvallar uppi sem sigurvegarar. Þeir sem greiddu atkvæði með og á móti flugvellinum í Vatnsmýrinni þetta ár voru jafnmargir þegar höfuðborgar- búar skiptust í tvær andstæðar fylkingar. Sjálfstæðisflokkurinn sem var í minnihluta í borgarstjórn þetta sama ár hafði betur í hörðum deilum við andstæðinga innan- landsflugsins þegar þessi atkvæðagreiðsla snerist upp í pólitísk- an skrípaleik. Duttlungafull grein sem talsmenn Sam- takanna um betri byggð skrifuðu í Morgunblaðið 14. nóvember sl. undir fyrirsögninni Hagsmunir höfuðborgarinnar, var full af rang- færslum þegar þeir sökuðu sveit- arstjórnirnar utan höfuðborgar- svæðisins og alla landsbyggðar- þingmenn um að misnota vald sitt til að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Þrír andstæðingar flugvall- arins í Reykjavík sem skrifuðu þessa grein og réðust harkalega á Kristján L Möller samgöngu- ráðherra, Birnu Lárusdóttir á Ísa- firði og fleiri landsbyggðarfull- trúa, skulu frekar berjast fyrir því að tekið verði meira á vanda- málum höfuðborgarsvæðisins, sem enn situr uppi með sprungið vega- kerfi. Skammarlegt er að and- stæðingar innanlandsflugsins skuli án nokkurs tilefnis ráðast ’a borgarstjórnina í Reykjavík og sveitarstjórnirnar á landsbyggð- inni þegar óhjákvæmilegt er að hafa sjúkraflugvél á Ísafjarð- arflugvelli sem hefur enga nætur- flugsheimild eftir kl. 5 á daginn. Þá berjast andstæðingar Reykja- víkurflugvallar gegn því að önnur vél sé staðsett á Akureyri sem er miðstöð sjúkraflugsins utan höf- uðborgarsvæðisins. Öll þessi skrif um að þingmaður Siglfirðinga í samgönguráðuneytinu hafi ásamt fleiri landsbyggðarþingmönnum sveigt öll flokkssystkini sín til undirgefni með hótunum eru ótrú- verðug. Í tilefnislausum árásum sem talsmenn Samtakanna um betri byggð nota gegn öllum sveit- arstjórnunum úti á landi er Reykjavíkurflugvöllur kallaður Árás á innanlandsflugið Eftir Guðmund Karl Jónsson » Áfram vilja þeir byggja þúsundir íbúða í Vatnsmýrinni þegar 4 þúsund íbúðir í Reykjavík sem bíða eft- ir kaupendum standa auðar. Guðmundur Karl Jónsson ÞEGAR rík- isstjórnin tók við völdum sögðu leiðtog- ar hennar að hún ætl- aði að koma hér á norrænu velferð- arkerfi. Það voru stór orð þar eð við stóðum hinum Norðurlönd- unum langt að baki í velferðarmálum, m.a. í málefnum aldraðra og öryrkja. Frá því stjórnin tók við völdum höfum við enn færst lengra frá hinum Norðurlöndunum í velferðarmálum. Þær ráðstafanir sem ríkisstjórnin gerði 1. júlí sl. í málefnum aldraðra og öryrkja skertu velferðina verulega hjá okkur. Þá var lífeyrir aldraðra og öryrkja skertur talsvert. Kjara- skerðingin nam 4 milljörðum á ársgrundvelli. Hún tók gildi sama dag og kauphækkun launþega átti sér stað. Var þessi kjaraskerðing lífeyrisþega nauðsynleg? Nei, hún var óþörf með öllu eins og ég mun nú skýra út. Fjármagnstekjur meiri – skerðing tryggingabóta aukin Um síðustu áramót tóku gildi lög sem heimiluðu ríkisskattstjóra að fá upplýsingar um sparifé fólks í bönkum til þess að athuga fjár- magnstekjur þess. Með þeirri breytingu komst Tryggingastofn- un í upplýsingar um fjármagns- tekjur lífeyrisþega. Í ljós kom þá að fjármagnstekjur lífeyrisþega reyndust mun meiri sl. ár en áætl- að hafði verið. Leiðir það til þess að skerðing tryggingabóta lífeyr- isþega eykst 4 milljörðum meira en reiknað hafði verið með. Í ljós kom því að kjaraskerðing aldraðra og öryrkja 1. júlí sl. var algerlega óþörf. Það þurfti ekki að skerða kjör lífeyrisþega um eina krónu 1. júlí. Sparnaður um 4 milljarða náðist allur með aukinni skerðingu tryggingabóta vegna meiri fjár- magnstekna en reiknað hafði verið með. Ef félags- og trygginga- málaráðherra hefði leitað annarra leiða áður en hann ákvað að skera niður lífeyri aldraðra og ör- yrkja eins og áskilið er að gera í mann- réttindasáttmálum, sem Ísland er aðili að, þá hefði hann ekki skorið niður lífeyri líf- eyrisþega. En ráð- herrann var of fljótur á sér. Laun hækka á ný – lífeyrir lækkar Laun launþega hafa hækkað á ný 1. nóvember sl. um sömu upp- hæð og 1. júlí sl. Allir sem hafa 220 þús. á mánuði í laun og minna fá þessa launahækkun. Trygg- ingabætur allra eldri borgara eru langt undir þeirri fjárhæð eða hjá einhleypingum 180 þús. kr. á mán- uði fyrir skatt og 155 þús. eftir skatt. Hér er átt við þá eldri borg- ara sem búa einir og hafa engar tekjur úr lífeyrissjóði en þar er um lítinn hóp að ræða. Allir aðrir eldri borgarar hafa minna frá al- mannatryggingum. Þær raddir hafa heyrst, að eldri borgarar hafi fengið svo miklar kjarabætur 2008, að þeir þurfi ekki meiri kjarabætur nú og geti tekið á sig kjaraskerðingu. Þetta er rangt. Eldri borgarar fengu aðeins í hækkun lífeyris sem svaraði helm- ingi kauphækkunar verkafólks 1. feb. 2008. Síðan fengu 412 ein- hleypir eldri borgarar hækkun 1. október sama ár eða lágmarks- framfærsluuppbót upp í 150 þús. á mánuði fyrir skatt eða 130 þús. eftir skatt. Aðrir fengu minna. Kjarabætur eldri borgara 2008 voru fyrst og fremst til þeirra sem voru úti á vinnumarkaðnum. Frí- tekjumark vegna atvinnutekna var ákveðið 100 þús. á mánuði en það var lækkað í 40 þús. á mánuði 1. júlí sl. Kjarabætur til þeirra eldri borgara sem voru hættir að vinna voru hins vegar mjög litlar. Og ég gagnrýni það harðlega að frí- tekjumark vegna lífeyrissjóðs- tekna skyldi ekki sett hið sama og vegna atvinnutekna og það má furðulegt heita, að engin skerðing verði á tryggingabótum aldraðra vegna tekna séreignalífeyrissparn- aðar en full skerðing að heita má vegna lífeyrissjóðstekna úr lög- bundnum lífeyrissjóðum. Hér er mismunað gróflega. Lög um málefni aldraðra brot- in Í lögum um málefni aldraðra segir að ekki megi mismuna öldr- uðum gagnvart öðrum þegnum þjóðfélagsins. Aldraðir eigi að njóta jafnréttis. Það er að mínu mati brot á þessum lagaákvæðum að lækka lífeyri aldraðra sama dag og kaup launþega er hækkað. Úr þessu verður ríkisstjórnin að bæta. Hún verður að veita öldr- uðum og öryrkjum sambærilega hækkun á lífeyri og launþegar hafa fengið í kauphækkun á þessu ári og síðan eiga lífeyrisþegar að fá fulla verðlagsuppbót á lífeyri sinn um áramót. Kjaraskerð- inguna frá 1. júlí sl. verður að aft- urkalla. Fjármálaráðherra fann 20 milljarða Fjármálaráðherra upplýsti þeg- ar hann tilkynnti skattahækkanir að atvinnuleysi hefði verið minna á árinu en áætlað hefði verið og þjóðarframleiðslan hefði dregist minna saman en reiknað hafði ver- ið með. Þetta þýddi 20 milljarða betri afkomu í þjóðarbúskapnum og því gætu skattahækkanir verið sem því næmi lægri en hann hefði áður ráðgert. Af því er ljóst að ekki þarf að leita til aldraðra og öryrkja um sparnað. Þeir hafa lagt nóg til þjóðarbúsins áður og eiga að sleppa nú. Ríkisstjórnin skerti kjör lífeyrisþega að óþörfu Eftir Björgvin Guðmundsson » Það er að mínu mati brot á þessum laga- ákvæðum að lækka líf- eyri aldraðra sama dag og kaup launþega er hækkað. Úr þessu verð- ur ríkisstjórnin að bæta. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur og er í stjórn Félags eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.