Morgunblaðið - 19.12.2009, Síða 44
44 Umræðan
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
SKÚTUVOGUR
HJARTA VÖRUFLUTNINGA LANDSINS, MIÐSVÆÐIS OG GÓÐAR TENGINGAR
VIÐ ALLAR HELSTU SAMGÖNGUÆÐAR HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Helgi Bjarnason, viðskiptafræðingur, MBA,
löggiltur leigumiðlari og löggiltur fasteignasali
Ólafur Jóhannsson, rekstarfræðingur,
löggiltur leigumiðlari
Mjög gott 700 fm lagerhúsnæði - Tvær háar og góðar innkeyrsludyr (3,6h x 3,55b). Mikið útipláss, góð
gámaaðstaða. Um 5 metra lofthæð. Brettarekkar og tínsluhillur eru í húsnæðinu og geta fylgt - allt á einum
gólffleti. Einnig um 270 fm lagerhúsnæði í sama húsi laust. Allar frekari upplýsingar í gefur Ólafur í 534-1023
/ 824-6703 olafur@atvinnueignir.is
JÓN BÖ Á BÓK!
holar@simnet.is
Einn fremsti sagnamaður
landsins segir frá. Sumar
sögurnar eru græskulaus-
ar, aðrar með broddi í og
auðvitað verður staldrað við
fornsögurnar. Finnum við
ef til vill samsvörun í Sturl-
ungu við átök nútímans?
Fróðleg en umfram allt
skemmtileg bók.
2. PRENTUN
komin í búðir
FRÉTTIN um inn-
rás Sovétríkjanna í
Finnland að morgni
30. nóv. 1930 barst til
Íslands seinni part
sama dags. Fréttin
var lesin í fréttatíma
útvarpsins og birtist í
öllum dagblöðum
daginn eftir. Íbúar
landsins voru rúm-
lega 130 þús. manns
og tæplega 40 þús. bjuggu í
Reykjavík. Atvinnuleysi var mikið,
efnahagsbatinn eftir kreppu 4.
áratugarins gekk hægt fyrir sig.
Viðbrögð þjóðarinnar voru mikil,
en á þau verður að líta með augum
þess tíma. Íslendingar hrifust af
frelsisbaráttu Finna og baráttu
þeirra við ofríki Svía og Rússa.
Róttæki hluti verkalýðshreyfing-
arinnar upplifði ósigur rauðliðanna
í borgarastríðinu 1918 sem harm-
leik, en borgarastéttin dáðist að
framgöngu Mannerheims hers-
höfðingja og hvítliðahersveitum
hans.
Eins og öðrum ríkjum við aust-
anvert Eystrasalt bárust Finnum
boð um að koma til Moskvu til við-
ræðna um „raunhæf pólitísk mál-
efni“ eins og það var orðað í bréfi
Molotov. Eistland, Lettland og
Litháen sendu strax fulltrúa til
Moskvu til viðræðna og í fram-
haldi af þeim viðræðunum opnuðu
þau lönd sín fyrir sovéskum her-
stöðvum. Finnar ákváðu að fara
öðru vísi að. Um leið og boðin bár-
ust var ákveðið að senda út al-
menna herkvaðningu og efna til
sérstakra heræfinga í Kirjálum,
skammt frá landamærum Sov-
étríkjanna. Til að forða því að
Moskvumenn litu á heræfingarnar
sem ögrun voru þær kallaðar „sér-
stakar aukaheræfingar“. Finnar
fylgdust ekki síður en aðrir með
framvindu mála.
Allur herinn var kominn í við-
bragðsstöðu um það leyti sem
Väinö Tanner utanríkisráðherra og
Juho Kusti Paasikivi, sendiherra
Finna í Stokkhólmi (forsætisráð-
herra 1944 og forseti landsins 1946
til 1956) lögðu af stað til viðræðna
við Josef Stalín og Vatitslav Molo-
tov í Moskvu. Engin niðurstaða
náðist og klukkan
rúmlega 7 að morgni
30. nóvember réðust
Sovétmenn fyr-
irvaralaust inn yfir
finnsku landamærin á
Kirjálanesinu.
Vetrarstríðið stóð
yfir í 105 daga og
kostaði um 27.000
mannslíf í Finnlandi.
Tölur um sovéska
mannfallið eru á reiki,
en talað er um 85.000
manns í hersveitum
Rauða hersins.
Í Reykjavík var verið að und-
irbúa hátíðarhöld vegna 1. desem-
ber, en allir stjórnmálaflokkar
höfðu í hyggju að efna til hátíð-
arhalda. Nú ákváðu menn að
hætta slíkum áform, nema sósíal-
istar. Lögreglan mat ástandið það
viðkvæmt að það gæti raskað al-
mennri röð og reglu í bænum og
bannaði sósíalistum að efna til
veislu. Pétur Ottesen, forseti sam-
einaðs Alþingis, ávarpaði þjóðina
en byrjaði á að lýsa samstöðu og
samhug íslensku þjóðarinnar í
garð Finna vegna þeirrar hörmu-
legu stöðu sem þjóð þeirra væri
lent í og gæti ógnað allri tilveru
hennar. Hann vonaði að þjóðinni
tækist að varðveita lýðræði og
mannréttindi í landi sínu og að í
þessum hildarleik fengi réttlætið
en ekki aflsmunir að ráða örlög-
unum. Þegar öllum hátíðarhöldum
hafði verið slegið á frest ákváðu
samtök háskólastúdenta að efna til
blysfarar að finnsku ræð-
ismannaskrifstofunni í gamla
Geysishúsinu. Þátttaka var mikil,
um 10.000 manns (stærsta mót-
mælaganga í sögu Reykjavíkur
miðað við íbúafjölda). Formaður
stúdentafélagsins, J. Hafstein,
ávarpaði finnska ræðismanninn,
Ludvig Andersen, og bað hann að
skila samstöðukveðjum íslenskra
stúdenta og allra Íslendinga til
finnsku þjóðarinnar.
Eftir þessi fyrstu viðbrögð var
hafist handa. Rauði kross Íslands
varð 15 ára 10. desember og gerð-
ur að Finnlandsdegi að frumkvæði
RKÍ. Almenn fjársöfnun fór af
stað þann dag og hófst á ávarpi
biskups Íslands, Sigurgeirs Sig-
urðssonar, af svölum Alþingis, en
ávarpinu var útvarpað beint um
allt land. Menntskælingar seldu
merki dagsins út um alla borg, í
Nýja bíói og Gamla bíói voru hald-
in Finnlandskvöld með dagskrá.
Rithöfundar lásu eigin ljóð um
Finnland, báðir karlakórar borg-
arinnar sungu m.a. á finnsku. Í
ársskýrslu RKÍ fyrir árin 1939 og
1940 kemur fram að söfnunin gekk
mjög vel út febrúar 1940, en dó út
eftir innrás Þjóðverja í Danmörku
og Noreg 10. apríl 1940. Alls söfn-
uðust 165.662 kr. (um 25.000$).
Vetrarhjálpin 1939 féll alfarið í
skugga Finnlandssöfnunarinnar.
Helmingur upphæðarinnar var
sendur sem peningar, um 13.000$,
hinum helmingnum var varið til
kaupa á 10 tunnum af lýsi, ull-
arfatnaði og skinnum. Fjórir Ís-
lendingar mættu sjálfir til leiks í
Finnlandi. Tveir læknar, Gunnar
Finsen sem vann á hersjúkrahúsi í
Gamla Karleby-Kokkola, og Snorri
Hallgrímsson sem var á Salla víg-
stöðvunum í Norður-Finnlandi.
Hinir tveir voru óbreyttir her-
menn, Ásgeir Einarsson, sem tók
þátt í viðgerðarvinnu í Mann-
erheim-víglínunni. Ásgeir varð
áfram í Finnlandi og tók þátt í
orrustum á Hangö-víglínunni 1941
en kom til Stokkhólms í desember
1941. Þórarinn Sigmundsson var
sá eini í hópi fjórmenninganna
sem meiddist, en hann datt af bíl-
palli og fékk heilahristing. Hann
kom til Finnlands í byrjun mars
1940 og tók aldrei þátt í neinum
hernaðarátökum. Hann fékk leyfi
til að fara til Petsamo og komst
um borð í Esjuna í byrjun sept-
ember 1940 og heim. Ég veit því
miður ekkert um afdrif tveggja
síðarnefndu sjálfboðaliðanna og
gaman væri að fá upplýsingar um
þá.
borgtor@mmedia.is
Ísland og vetrarstríðið
Eftir Borgþór S.
Kjærnested » Fjórir Íslendingar
skráðu sig sem sjálf-
boðaliðar í finnska vetr-
arstríðið 1939-40 og Ís-
lendingar söfnuðu
25.000$.
Borgþór S. Kjærnested
Höfundur er fv. fréttaritari.
Blaðinu hefur borist athugasemd
við frétt Morgunblaðsins af íbúa-
fundi á Álftanesi í gær, 17. desem-
ber.
Íbúafundur um kynningu á fjár-
hagsmálum Álftaness sem fram fór
sl.
fimmtudag var skipulagður án
samráðs við minnihluta bæj-
arstjórnar þótt eðlilegt hefði verið
að bæjarstjórn stæði saman að
kynningunni.
Fyrrum bæjarstjóri, Sigurður
Magnússon, fór fram á það við fund-
arstjóra að hann fengi 10 mínútur til
að kynna athugasemdir minnihlut-
ans á eftir kynningu bæjaryfirvalda
og fulltrúa Eftirlitsnefndar
sveitarfélaganna en þessir aðilar
tóku klukkustund í upphafi
fundarins. Þetta samþykkti fund-
arstjórinn en sjálfstæðismenn í saln-
um stóðu þá upp og gengu til dyra
með háreysti og stöppuðu niður fót-
um.
Þetta kom í sjálfu sér ekki á óvart
enda hafa þessir aðilar ekki verið
þekktir fyrir kurteisi í gagnrýni
sinni á bæjarfulltrúa Á-lista sem
tóku af þeim völdin, með naumum
meirihluta, í síðustu kosningum. Á
forsíðu Morgunblaðsins í gær er
sagt frá fundinum og réttilega sagt
að þessi órólegi hópur sjálfstæð-
ismanna var um þriðjungur fund-
armanna.
Væntanlega gefur atburðurinn
góða vísbendingu um fylgi D-listans
í
sveitarstjórnarkosningunum á
Álftanesi næsta vor.
Kristinn Guðmundsson,
fulltrúi Á-lista í skipulags- og
bygginganefnd.
Þriðjungur fundarmanna
stappaði niður fótum
GUNNAR fer með fé lífeyrisþega og
einnig skattfé ríkis og sveitarfélaga.
Hann telur mikinn voða fyrir hönd-
um ef skattféið er
tekið úr hans
vörslu. Hann seg-
ist fara létt með
að ávaxta það
með 5% vöxtum
(væntanlega
raunvextir) og þá
hækki það um
160% á 20 árum.
Við höfum
heyrt svona
óraunhæfar
væntingar áður og þekkjum hvert
þær hafa leitt okkur. Lífeyrissjóð-
irnir eru til að ávaxta fé sem við
geymum til elliáranna. Skattféið,
sem er inni í lífeyrissjóðunum hefur
engin áhrif á eign sjóðsfélaga. Þeir
fá það aldrei greitt, hins vegar munu
þeir eins og aðrir landsmenn blæða
fyrir ofurskuldir ríkisins, sem eru
með háu vaxtatryggingarálagi.
Staða okkar er sú núna að ríkið
þarf að fá það fé að láni, sem það
verður af vegna skattfríðinda inn-
greiðslna í sjóðina. Vaxtakjörin eru
ekki góð og því vandséð að það sé
hagstætt að geyma það í lífeyrissjóð-
unum. Um skattekjur eftir 20 ár er
það að segja að vissulega fást þá
ekki skattar af lífeyrisgreiðslum, en
skattar af inngreiðslum í lífeyris-
sjóðina koma í staðinn. Þeir eru nú
miklu hærri og verða það væntan-
lega a.m.k. næsta áratuginn. Ég hef
ekki miklar áhyggjur af að ríkið
verði af þessum háu greiðslum sem
Gunnar lýsir. Takist að ná þessari
ávöxtun hjá lífeyrissjóðunum lifa líf-
eyrisþegar eins og blóm í eggi og
þurfa litlar greiðslur frá almanna-
tryggingakerfinu, fara jafnvel að
borga hátekjuskatt. (Sjá einnig
grein undirritaðs í Mbl. 25. nóv. sl.).
Ég er þó sammála Gunnari um það
að vafasamt er að nota þetta fé til
lækkunar skatta með það í huga að
auka eyðslu Íslendinga, til þess hafa
þeir ekki þurft neina kvattningu.
HARALDUR
SVEINBJÖRNSSON
Húsalind 8, Kópavogi.
Athugasemd við grein
Gunnars Baldvinssonar
Frá Haraldi Sveinbjörnssyni
Haraldur
Sveinbjörnsson