Morgunblaðið - 19.12.2009, Qupperneq 46
46 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
✝ Hlíf ÞórbjörgJónsdóttir fæddist
á Þorvaldsstöðum í
Breiðdal 26.júní 1924
og ólst þar upp. Hún
lést á Landsspít-
alanum Fossvogi 8.
desember sl. For-
eldrar hennar voru
Jón Björgólfsson
bóndi á Þorvalds-
stöðum, f. 5. mars
1881, d. 10. maí 1960,
og Guðný Jónasdóttir
húsfreyja á Þorvalds-
stöðum, f. 30. október
1891, d. 7. janúar 1956. Systkini Hlíf-
ar eru Sigurður (1916-1986), Kristín
Björg (1917-1993), Árni Björn, f.
1918, Björgólfur (1919-2001), Helga
Björg, f. 1920, Einar Björgvin (1922-
2006), Oddný Aðalbjörg (1923-2005),
Jónas (1926-1980), Pétur Hlífar, f.
9. apríl 1983, maki Alejandro Arias.
2) Guðný Elín, f. 31. desember 1958,
gift Reyni Loftssyni. Sonur Reynis
frá fyrra hjónabandi er Jón Viðar, f.
18. október 1987. Saman eiga þau
dæturnar Hlíf Ágústu, f. 9. desem-
ber 1991, og Jónu Snædísi, f. 16. des-
ember 1994.
Hlíf vann við sveitastörf heima en
fór síðan til Reykjavíkur og vann við
þjónustustörf, m.a. á Hótel Íslandi,
einnig marga vetur við saumastörf,
þar sem saumaður var kvenfatn-
aður, kápur og dragtir ofl. Ef ein-
hvern vantaði aðstoð við saumaskap
þá var leitað til Hlífar. Hún var ráðs-
kona í sveit tvö sumur. Á fullorðins-
árum fór hún að vinna við fisk-
vinnslustörf hjá Ísbirninum á
Seltjarnarnesi, seinna vann hún hjá
Vilkó þar til þeir fluttu á Blönduós.
Hlífar var minnst í Seltjarnar-
neskirkju þriðjudaginn 15. desem-
ber.
Útför Hlífar verður gerð frá Hey-
dalakirkju í Breiðdal í dag, laug-
ardaginn 19. desember og hefst at-
höfnin kl. 11.
Jarðsett verður á Þorvalds-
stöðum.
1929, Guðmundur Þ.,
f. 1930, Óskar Sig-
urjón, f. 1932, og Þór-
ey, f. 1936.
Eiginmaður Hlífar
var Jón Snær Sig-
urjónsson, f. í Snæ-
hvammi í Breiðdal 22.
mars 1929, d. 1. sept-
ember 2008. For-
eldrar hans voru Sig-
urjón Jónsson bóndi í
Snæhvammi í Breið-
dal og Oddný Elín
Vigfúsdóttir húsfreyja
þar. Börn Hlífar og
Jóns eru tvö: 1) Sigurjón, f. 12. jan-
úar 1956, sambýliskona Helga
Ágústína Lúðvíksdóttir. Fyrir á
hann tvær dætur, Ingibjörgu Guð-
laugu, f. 26. maí 1980, maki Jón
Garðar Steingrímsson. Sonur þeirra
Steingrímur Árni, f. 2009. Ólavía, f.
Það var ekki fyrr en hún var farin
að ég áttaði mig á því hvað hún hafði
gefið mér mikið. Það var vegna þess
að það sem hún gaf mér fannst mér
vera svo sjálfsagt. Ekki af því að ég
kynni ekki að meta það, heldur
vegna þess að það var orðið hluti af
því hver ég er. Hún gaf mér álfana
og huldufólkið, bænirnar og jes-
úsögurnar, bobbana í fjörunni og
alla fallegu steinana í fjöllunum.
Þegar ég var lítil fékk ég að skott-
ast á eftir henni hvert sem hún fór. Í
minningunni eru ferðirnar okkar
saman eins og lítil ævintýri. Hvort
sem það var með strætisvagni niður
í bæ til að gefa öndunum og drekka
kakó á kaffihúsi, gönguferð niður í
fjöru eða keyra löturhægt í bílnum
með afa framhjá Rammagerðinni til
að sjá örugglega alla jólasveinana.
Stærstu ævintýrin voru ferðirnar
austur á land, heim í Breiðdalinn.
Amma kunni að njóta ferðarinnar,
allt var skipulagt, nesti og kaffi í
körfu og stoppað á fallegum stöðum
þar sem hægt var að borða nestið og
njóta náttúrunnar. Eftirminnileg-
asti staðurinn var stórt og skugga-
legt eyðibýli sem samt var svo
spennandi og fallegt. Amma þekkti
allar álfaborgir á leiðinni og stytti
ferðalagið með sögum um álfana og
huldufólkið.
Í Breiðdalnum átti amma heima.
Sama hversu lengi hún hafði verið í
burtu. Þar sýndi hún mér náttúr-
una, alla fallegu steinana, íslensku
fjárhundana sem hún var svo stolt
af og kynnti mig fyrir allri stórfjöl-
skyldunni. Fjölskyldan var ömmu
mikilvægust og er óhætt að segja að
amma hafi verið fjölskyldunni afar
mikilvæg. Hún þekkti alla og var
alltaf til staðar með hlýju, kaffi og
smurt fyrir alla sem þurftu.
Það er sárt að kveðja þann sem
hefur gefið svo mikið og aldrei þegið
neitt í staðinn. Takk fyrir allt amma
mín. Þín verður ávallt minnst með
hlýju og stolti.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín
Ólafía.
Þá er komið að kveðjustund. Hún
amma mín á Nesinu er látin. Minn-
ingarnar hrannast upp. Amma var
alveg einstök kona, alltaf boðin og
búin að aðstoða og vildi allt fyrir
fólk gera. Ég á mínar bestu minn-
ingar um ömmu og afa þegar ég bjó
á Nesinu um tíma og var tíður gest-
ur hjá þeim. Við amma gátum alltaf
hlegið að því hvað við vorum með
nákvæmlega eins hendur og fætur.
Við deildum einnig miklum áhuga á
skóm og öllu því sem var bleikt.
Þegar ég eignaðist son minn og
fyrsta langömmubarn ömmu fyrr á
árinu hafði hún mikið gaman af. Það
var hreint ótrúlegt að sjá ömmu
dúllast með hann eins og hún hefði
sjálf verið með ungbarn fyrir stuttu.
Ég er þakklát fyrir þær minningar
sem ég á um ömmu mína og mun ylja
mér við þær.
Hvíldu í friði elsku amma mín.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Ingibjörg Guðlaug.
En bæri ég heim mín brot og minn
harm,
Þú brostir af djúpum sefa. –
Þú vógst upp björg á þinn veika arm;
þú vissir ei hik eða efa.
Í alheim ég þekkti einn einasta barm,
sem allt kunni að fyrirgefa.
(Einar Benediktsson)
Þessi orð þjóðskáldsins, þar sem
hann yrkir til móður sinnar, sá ég
fyrst í minningarorðum um móður
mína. Þau eiga vel við nú er ég kveð
systurina sem hefur verið mér sem
móðir allt frá því ég missti mína ung
að árum. Hún Hlíf systir, þessi smá-
vaxna kona, hafði svo stórt hjarta að
rúmaði umhyggju og væntumþykju
langt út fyrir raðir eigin fjölskyldu.
Hún lét sig ekki muna um að fylgjast
með gleði og sorgum hinna 12 systk-
ina sinna og afkomenda þeirra sem
eru orðnir býsna margir. Margir
Austfirðingar tilheyrðu og stórfjöl-
skyldu systur minnar og hennar
manns. Það taldist ekki til tíðinda
þótt konur að austan biðu fæðingar
barna sinna á Unnarbrautinni, fólk
eftir spítalaplássi, læknisaðstoð eða
væri í útréttingum um lengri eða
skemmri tíma. Fjölskyldan öll var
samhent í þessu og tók þessu sem
sjálfsögðum hlut og ánægðust var
Hlíf ef fullt var af fólki og matur á
borðum. Gestrisni og greiðasemi var
þeim í blóð borin.
Hlíf var stoð og stytta móður okk-
ar þegar eldri systurnar voru farnar
að heiman, hún var einstaklega
handlagin, fór í húsmæðraskóla og
fór á veturna til Reykjavíkur að
vinna og alla tíð verið eftirsótt í
vinnu.
Hennar einstaka geðprýði fleytti
henni yfir þau áföll sem á vegi urðu,
þau hjón gengu í gegnum langt veik-
indastríð og bæði orðin háð súrefn-
isgjöf. Eftir missi maka síns fyrir
rúmu ári vakti furðu hve fljót hún
var að aðlagast aðstæðum á Grund,
þar sem hún kunni svo sannarlega að
meta vistina. Mátti halda eftir smá-
tíma að þarna hefði hún alltaf verið,
tók heils hugar þátt í öllu sem þar
var í boði og kunni greinilega vel að
meta það hlýja og heimilislega and-
rúmsloft sem þar ríkir, mætti hún í
föndur, sjúkraþjálfun, söng, harmon-
ikuspil og spilavist. Allt þetta átti vel
við hennar léttu lund og eignaðist
hún þar fljótt góða vini og kunningja.
Jafnvel þótt ég byggi smátíma á
Þingeyri og hún í Reykjavík notuð-
um við símstöð og bréf til samskipta
en þegar ég flutti á Akranes var
Akraborgin notuð og auðvitað gist
hjá Hlíbbu. Þá urðu samskiptin tíð
og börn okkar alla tíð eins og systk-
ini. Þetta eru góðar minningar.
Þegar ég var barn man ég hvað
ég var alltaf spennt þegar von var á
stóru systur að sunnan, jafnvel jólin
höfðu ekki vinninginn. Eitt sinn
varð hún hneyksluð á mér þegar
hún kom heim, ég hafði varalitað og
naglalakkað köttinn í tilefni af komu
hennar og klætt hann í náttkjól sem
hún hafði skilið eftir, hún skildi ekki
að ég notaði þetta ekki sjálf í stað
þess að sóa þessu á köttinn, en auð-
vitað sprakk hún úr hlátri að sjá
okkur kisu. Þessi uppákoma var
henni lengi minnisstæð.
Nú er systir mín að koma heim í
dalinn sinn. Ég veit að þar vill hún
hvíla og heimkoman verður góð.
Bænir okkar hinna munu fylgja
henni með þökk fyrir góða samfylgd
í lífinu, sem aldrei bar skugga á.
Með þökk frá mér og mínum. Sam-
úðarkveðjur til þeirra sem nú sakna.
Ég veit að þeir eru margir, þó mest-
ur sé söknuður hennar nánustu.
Þórey Jónsdóttir.
Nú þegar ég minnist Hlífar móð-
ursystur minnar er ég ekki bara að
minnast frænku heldur hefur hún
alla mína ævi verið mér sem önnur
móðir. Móðir mín sem er yngst 13
systkina missti sína móður ung og
tók Hlíf við hennar hlutverki upp frá
því og hafa þær alla tíð verið mjög
samrýmdar og við börnin þeirra
sem systkini. Núna seinni árin eftir
að báðar hættu að vinna úti voru
þær saman nánast daglega og fóru
þær varla út úr húsi nema láta hina
vita og pössuðu mjög vel hvor aðra.
Hlíf missti manninn sinn, Jón
Snæ, fyrir rúmu ári síðan. Þeirra
heimili hefur í gegnum tíðina verið
eins konar félags- og gistiheimili
fyrir alla okkar ætt og þá var sama
hvort fólk bjó austur í Breiðdal, sem
var dalurinn þeirra, eða annars
staðar á landinu. Allir hittust og
gistu hjá þeim. Þau bjuggu fyrst í
tveggja og seinna þriggja herbergja
íbúð á Seltjarnarnesinu, en ég man
aldrei eftir þrengslum, allir vel-
komnir og vel fór um alla. Ég er viss
um að börnin þeirra, þau Guðný og
Sigurjón, hafa í gegnum tíðina sofið
færri nætur í sínum rúmum en ekki.
Allir nutu þess að koma til þeirra,
ekki síst börn því hún Hlíf hafði sér-
stakt dálæti og skilning á hugar-
heimi barna og þörf fyrir hreyfingu
og athafnasemi, maður gat alltaf
treyst því að hún skildi mann þó
aðrir fullorðnir gerðu það ekki. Þeg-
ar ég var barn hafði ég mikla hreyfi-
þörf og átti mjög erfitt með að vera
kyrr og þurfti alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni, hjá Hlíbbu þurfti ég
ekki að hafa áhyggjur af þessu, hún
vissi einhvern vegin nákvæmlega
hvernig manni leið og varði mann
með öllum ráðum ef einhver var að
amast við þessari ókyrrð.
Eftir að Jón dó flutti Hlíf á dval-
arheimilið Grund og naut þess að
búa þar og hafa nóg fyrir stafni, tók
hún þátt í nánast öllu sem hægt var
að taka þátt í og var frábært að sjá
hvað henni leið þar vel. Einnig var
gaman að fylgjast með því að hún
fékk litlu minni heimsóknir þangað
en áður og undraðist fólk þar fyrst
hvað þær voru margar og þá sér-
staklega frá unga fólkinu.
Þessi yndislega kona sem var nú
ekki há í loftinu hafði þann stærsta
faðm og hlýjasta hjarta sem ég hef
kynnst og á ég eftir að sakna þess
að geta komið til hennar og spjallað
um alla heima og geima og frétta af
og hitta fólkið mitt hjá henni.
Nú verða þau aftur saman Jón
Snær og Hlíf og fylgjast örugglega
með okkur ættingjunum fjölmenna í
túnfætinum á Þorvaldsstöðum, þar
sem hún verður jarðsett við hlið
hans, í dalnum sem þeim þótti báð-
um svo undur vænt um.
Guðný Jóna Ólafsdóttir.
Ekki datt okkur í hug að þinn tími
væri kominn þegar Guðný Elín dótt-
ir þín hringdi og sagði að þú hefðir
fengið heilablóðfall og hefðir verið
lögð inn á gjörgæslu. Þú sem varst
svo frá á fæti og lést fátt stöðva þig
en það var ekki um að villast, þinn
tími var kominn. Það var okkur dýr-
mætt að eiga þig að enda alltaf til
skjól hjá ykkur Jóni Snæ, á Unn-
arbrautinni. Heimili þitt stóð alltaf
opið fyrir alla, stóra sem smáa, og
þess nutu margir að koma til ykkar
hjóna. Það voru ófá skiptin sem við
komum að austan þegar við bjugg-
um þar og gistum á Unnarbrautinni
og oftar en ekki var búin til sú besta
kjötsúpa sem til er. Já, það var alltaf
nægt rými hjá ykkur þótt íbúðin
væri ekki stór. Þú varst líka með
púlsinn á öllum í fjölskyldunni og
vissir yfirleitt um hvar hver var þeg-
ar spurt var. Það var þér svo mik-
ilvægt að halda sambandi við alla og
geta miðlað til þeirra sem ekki voru
eins duglegir við að fylgjast með.
Elsku frænka, það ber að þakka
þér sérstaklega þá miklu umhyggju
sem þú sýndir þeim foreldrum mín-
um þegar faðir minn (bróðir þinn) lá
á spítala hér fyrir sunnan. Einnig þá
miklu aðstoð sem þið hjónin veittuð
móður minni er hún dvaldi hér við
að annast hann. Það var fyrir rétt
rúmu ári að Jón Snær lést og þú
fórst fljótlega eftir það á elliheimilið
Grund. Þar sáum við að þú ætlaðir
að njóta hverrar stundar sem mest
þú máttir. Heimsóknirnar til þín
sýndu okkur alltaf betur og betur
hvað þér leið vel þar og þú varst svo
ánægð með herbergið því þar gastu
haft húsgögn og tekið á móti þínum
gestum með smákaffisopa. Þá var
skipulagið á hreinu hjá þér því við
fengum alveg að vita hvað var á dag-
skránni á Grund, þess vegna hringd-
um við á undan okkur því ekki vild-
um við trufla þig við tómstundirnar.
Elsku frænka, þú varst okkur svo
kær og börnin okkar nutu þess að
heimsækja þig og litu á þig sem
ömmu eins og þú varst þeim svo
sannarlega þó svo að á okkar heimili
værir þú kölluð nafna. Við munum
fylgja þér alla leið á hólinn þar sem
þú munt hvíla við hlið manns þíns og
hjá foreldrum þínum í heimagrafreit
að Þorvaldsstöðum í Breiðdal. Við
sem áttum þig að höfum misst mikið
og söknum þín sárt en minningin
um yndislega persónu er ljósið í
myrkrinu.
Elsku Sigurjón, Helga, Guðný El-
ín, Reynir og fjölskyldur, okkar
dýpstu samúðarkveðjur til ykkar
allra.
Jón, Stefanía og Hrannar Bogi.
Elsku Hlíf, eða nafna eins og við
kölluðum þig ávallt í okkar fjöl-
skyldu. Það er eitthvað svo óraun-
verulegt að þú sért farin, þú sem
varst svo hress fram á síðasta dag.
Það var bara á sunnudeginum áður
sem við komum til þín og fórum í
göngutúr án þess að gruna að þetta
væri síðasta kveðjan. En við erum
svo heppnar að eiga fullt af fallegum
minningum og myndirnar sem
skjóta upp kollinum eru óteljandi.
Þegar við vorum litlar og vorum hjá
ykkur Jóni á Unnarbrautinni eru
sérstaklega minnisstæðar ferðirnar
á Lödunni í Miklagarð að versla,
sitja við eldhúsborðið og spila kas-
ínu og við systur með frænkum okk-
ar að leika okkur með alla kjólana
þína og skóna. Eftir að við komum
til Reykjavíkur var reynt að kíkja
reglulega á Unnarbrautina í kaffi,
sérstaklega var gott að geta tekið
sér frí frá námsbókunum og sest við
eldhúsborðið með ykkur Jóni og
spjallað um daginn og veginn og oft-
ar en ekki bar fleiri gesti að garði.
Það var frábært að sjá hvað þér
virtist líka vel á Grund eftir að þú
fluttir þangað í fyrravetur. Þú varst
alltaf að stússast eitthvað og hafðir
nóg að gera og nóg af fólki að spjalla
við, alveg eins og þú vildir hafa það.
Það var áreiðanlega eftir því tekið
hvað þú varst alltaf umsetin af gest-
um og það lýsir því vel að síðast
þegar alnafnan kom í heimsókn þá
voru á endanum orðnir sex inni í
herberginu þínu að drekka kaffi og
spjalla. Það er skrýtin tilhugsun að
fyrir tveimur árum voruð þið Jón á
Unnarbrautinni og allt var eins og
það hafði verið lengi en núna eruð
þið bæði komin heim í Breiðdalinn í
síðasta sinn. Takk fyrir allt og allt
elsku nafna og skilaðu kveðju til
Jóns og til Jónasar afa sem taka
örugglega vel á móti þér. Þín er sárt
saknað.
Hlíf Þórbjörg og Hildur
Björg Jónsdætur.
Takk frænka fyrir allar góðu
stundirnar, þín verður sárt saknað
um ókomin ár. Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir árin sem ég var hjá
þér og Jóni Snæ, þið voruð mér allt-
af svo góð og maður var alltaf vel-
kominn til ykkar á Unnarbraut 28.
Ég man aldrei eftir þér öðruvísi en
hlaupandi um, þjónandi fólki sem
var í heimsókn og það var alltaf mik-
ill gestagangur hjá ykkur hjónum
og fengu allir sömu hlýju móttök-
urnar. Þegar einhver veiktist í fjöl-
skyldunni voruð þið alltaf fyrst til að
koma til aðstoðar og bjóða fólki
húsaskjól og aðhlynningu. Greið-
vikni var þér í blóð borin og það var
ekki tekið í mál að of mikið væri
gert til að þakka fyrir sig, þér
fannst þetta bara sjálfsagt og þann-
ig var það bara. Minning þín mun
lifa með öllum þeim sem urðu þess
heiðurs aðnjótandi að kynnast þér.
Nú sameinist þið Jón á Þorvalds-
stöðum í Breiðdal, í dalnum sem þér
þótti svo vænt um. Samúðarkveðjur
til allra.
Jónas Fjalar Kristjánsson.
Í dag verður kvödd í hinsta sinn
ástkær móðursystir mín, Hlíf Þór-
björg Jónsdóttir. Hvernig er best að
lýsa henni? Hún var allra vinur,
hjartahlý, skilningsrík, hjálpsöm,
dugleg, ráðvönd og hógvær. Lítil
kona með stórt hjarta og breiðan og
hlýjan faðm sem allir áttu skjól í.
Hlíbba, eins og hún var oftast
kölluð, var fædd austur í Breiðdal
og ólst upp á Þorvaldsstöðum í
þrettán systkina hópi. Hún gerði sér
far um að halda góðu sambandi við,
og hlúa að, öllum systkinum sínum,
afkomendum þeirra og öðru vensla-
fólki. Mamma var litla barnið í
systkinahópnum, hún missti ung
móður sína og hefur Hlíbba verið
henni sem móðir og okkur systrum,
okkar fólki og frændgarðinum öllum
hin besta ættmóðir, sannkallaður
ættarhöfðingi.
Elsku Hlíbba, þú varst sannur
höfðingi heim að sækja, hjá þér var
alltaf pláss fyrir einn enn, hvort sem
var í mat eða gistingu. Ef sveit-
ungar, ættingjar eða vinir áttu er-
indi til Reykjavíkur þótti það sjálf-
sagt og eðlilegt að fá inni hjá ykkur
Jóni. Þér leið best ef húsið var fullt
af fólki sem þú gast stjanað við.
Einu skiptin sem ekki var hægt
að ganga að þér vísri á Unnarbraut-
inni var þegar þú fórst „heim í Þor-
valdsstaði“ í frí. Þar trítlaðir þú upp
og niður hólinn, húsvitjaðir á bæj-
unum og naust þín til fulls með þínu
fólki heima í Breiðdalnum. Þangað
fylgjum við þér í dag, síðustu ferð-
ina heim.
Elsku Sigurjón og Guðný Elín,
ykkur og fjölskyldum ykkar sendum
við mæðgurnar innilegar samúðar-
kveðjur, megi guð styrkja ykkur í
sorg ykkar.
Daðey Þóra og Ólöf Vala.
Hlíf Þórbjörg
Jónsdóttir
Fleiri minningargreinar um Hlíf
Þórbjörgu Jónsdóttur bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu næstu
daga.