Morgunblaðið - 19.12.2009, Blaðsíða 53
Minningar 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 2009
Andlátstilkynningar
HELGARÞJÓNUSTA - andlátstilkynningar
í mánudagsblaðið eru eingöngu bókanlegar á
mbl.is frá kl. 18:00 á föstudegi til kl. 12:00 á
sunnudegi
Slóðin er: http://mbl.is/mogginn/andlat/form/
✝ Eggert Ólafssonfæddist í Reykja-
vík 14 september
1940. Hann varð
bráðkvaddur að
heimili sínu, Bogatúni
13 á Hellu, aðfar-
arnótt 12. desember
sl. Foreldrar hans
voru Ólafur Sigurðs-
son vélstjóri, f. í Flat-
ey á Breiðafirði 31.
okt. 1901, d. 2. feb.
1975 og Þuríður Guð-
mundsdóttir, hús-
móðir, f. í Reykjavík
20. sept. 1915, d. 13 maí 1991.
Systkini Eggerts eru Hrafnhildur,
f. 15. desember 1937, Sigrún, f. 19.
september 1939, Örn, f. 30. mars
1942 og Sigurður, f. 12. júní 1951.
Eggert átti einn hálfbróður,
Bjarna, samfeðra.
Eggert kvæntist 31. desember
1989 Huldu Sólborgu Eggerts-
dóttur, f. 16 mars 1943. Synir Huldu
eru Eggert Valur, f. 15. ágúst 1963
og Sigurður Bjarni, f. 12. sept-
ember 1964. Fyrir átti
Eggert tvær dætur,
Fanneyju Ósk, f. 29.4.
1983, og Elínu Rún, f.
21.7. 1985, og á Egg-
ert eitt barnabarn,
Margeir Rúnar.
Eggert lærði í vél-
smiðjunni Héðni og
fór síðan í Vélskóla Ís-
lands þar sem hann
útskrifaðist sem vél-
stjóri eftir að námi
lauk. Hann hóf störf
hjá Landhelgisgæslu
Íslands og starfaði á
varðskipum gæslunar alla tíð sem
vélstjóri síðustu árin var hann yf-
irvélstjóri á varðskipinu Ægi. Egg-
ert lét af störfum vegna veikinda
1992. Eggert var formaður félags
eldri borgara í Rangárvallasýslu til
dauðadags.
Útför Eggerts fer fram frá Odda-
kirkju á Rangárvöllum í dag, laug-
ardaginn 19. desember, og hefst at-
höfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
Fallinn er frá eiginmaður móður
minnar síðustu tuttugu árin, Eggert
Ólafsson.
Það er þungt högg fyrir móður
mína að missa trausta hönd núna
þegar til stóð að njóta elliáranna
saman. Það var fjarri mér þegar
hann kom til mín í kaffisopa í hádeg-
inu fyrir viku síðan að ég ætti ekki
eftir að sjá hann á lífi aftur.
Ég kynntist Eggerti þegar þau
fóru að búa saman, hann og mamma,
fyrir tuttugu árum. Fljótlega varð
mér ljóst að þar færi traustur mað-
ur, hann hafði góða nærveru og
manni leið strax vel í návist hans.
Fyrstu árin bjuggu þau í Hveragerði
en síðustu 12 ár hafa þau búið á
Hellu. Eggert var rólegur maður í
fasi og kannski eilítið dulur og ekki
mikið fyrir að trana sér fram. Egg-
ert var sjómaður allan sinn starfs-
feril, vélstjóri á varðskipum Land-
helgisgæslunnar, og átti hann
margar skemmtilegar minningar frá
þeim árum sem talaði oft um. Hann
hélt góðu sambandi við gömlu skips-
félagana alla tíð og fór hann reglu-
lega á svokallaða herráðsfundi, en
það eru fundir sem fyrrum yfirmenn
gæslunnar hittast á og fara yfir mál-
in.
Ágætis vinskapur tókst fljótt á
með okkur Eggerti, við áttum þó
nokkuð sameiginlegt annað en að
heita sama nafninu, t.d. dálæti okkar
á Manchester Utd., en við tippuðum
saman í mörg ár og fylgdumst vel
með okkar mönnum. Eggert var
áhugasamur um margt fleira, hann
hafði gaman af því að veiða og fór í
margar veiðiferðir á sumrin með
gömlum skólabræðrum. Síðustu árin
hefur félag eldri borgara í Rangár-
vallarsýslu átt hug hans allan og var
hann formaður þess félags undan-
farin ár og hafði mikinn áhuga á allri
þeirri góðu starfsemi sem fram fer á
þeirra vegum og vildi hann veg þess
félags sem allra mestan, og hafði
ýmsar hugmyndir um starfið sem
honum entist því miður ekki aldur til
að framkvæma. Í gegnum starfið hjá
félagi eldri borgara kynntist hann
mikið af fólki út um alla sveitir sem
gaf honum mikið. Sólarlandaferðir
voru ofarlega á vinsældalistanum og
fóru þau mamma flest árin til Kan-
aríeyja í mesta skammdeginu hér
heima. Í þeim ferðum kynntust þau
fólki sem þau hafa reynst þeim sem
bestu vinir. Eggert reyndist mér
góður vinur og félagi og ég á eftir að
sakna þess að hitta hann ekki reglu-
lega, drekka með honum kaffi og
fara yfir málin og fá heitustu frétt-
irnar úr Rangárþingi.
Eggert átti tvær dætur, þær
Fanneyju og Elínu og var hann mjög
stoltur af þeim og fylgdist vel með
því sem þær voru að gera, ég votta
þeim stúlkum mína dýpstu samúð.
Þessi litla minningargrein getur á
engan hátt gert tæmandi skil á lífs-
hlaupi Eggerts, en ég er þakklátur
fyrir að hafa fengið að kynnast hon-
um og hafa átt samleið með honum í
þennan tíma.
Elsku mamma, þú hefur misst
mikið. Ég veit að þú kemst í gegnum
sorgina með tímanum, það er hægt
að taka nánast allt frá manni en ekki
minningarnar þær eigum við. Að
lokum viljum við Eygló votta eftirlif-
andi systkinum Eggerts og öllum
þeim sem þótti vænt um Eggert
Ólafsson okkar innilegustu og
dýpstu samúð.
Eggert Valur Guðmundsson.
Kveðja frá Lionsklúbbinum
Skyggni
Eggert Ólafsson gekk til liðs við
Lionsklúbbinn Skyggni í Rangár-
vallasýslu fyrir allnokkrum árum.
Honum var fljótlega falið að vinna
ýmis störf á vegum klúbbsins, svo
sem stjórnarstörf og setu í ýmsum
nefndum sem hann leysti af hendi af
trúmennsku og skyldurækni, sem
var honum eðlileg í öllum hans gerð-
um. Eggert var íhugull, úrræðagóð-
ur og traustur félagi á öllum þeim
sviðum sem hann tók að sér að vinna
fyrir Lionshreyfinguna. Félagar í
Skyggni hafa fyrir venju að bregða
sér af bæ, að minnsta kosti einu sinni
á ári og létta á sér lundina ásamt
mökum sínum. Í þeim ferðum var
nærvera og kímnigáfa Eggerts kær-
komin, svo ekki sé minnst á það þeg-
ar Hulda var með í för.
Við ótímabært andlát Eggerts
færum við Huldu eiginkonu hans og
öðrum aðstandendum innilegustu
samúðarkveðjur, með þakklæti í
huga fyrir að hafa fengið að njóta
krafta hans í Lionshreyfingunni.
Fyrir hönd Skyggnisfélaga,
Óli Már Aronsson.
Eggert Ólafsson
✝ GuðbrandurLoftsson fædd-
ist í Vík á Selstönd
17. janúar 1923.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni
á Hólmavík 11. des-
ember 2009. For-
eldrar hans voru
hjónin Loftur
Torfason bóndi og
sjómaður frá Asp-
arvík, f. 19.12.
1892, d. 26.7. 1965
og Hildur Gests-
dóttir húsmóðir frá
Hafnarhólmi, f. 20.9. 1896, d.
30.6. 1984. Systkini Guðbrands
eru 12: 1) Guðrún, f. 15.11. 1915,
d. 28.10. 1919, 2) Guðrún Hjaltal-
ín, f. 21.7. 1920, d. 11.6. 1943, 3)
Ingimundur, f. 22.7. 1921, d.
15.8. 1983. 4) Gerður, f. 26.5.
1924, d. 23.2. 1962, 5) Stein-
björn Arnarsson, f. 12.8. 1985,
dóttir þeirra er Kolbrún Lilja, f.
11.4. 2009. 2) Agnar, f. 17.11.
1989. Dáinn sama dag. 3) Guð-
brandur Máni, f. 25.2. 1999.
Guðbrandur fór ungur að
stunda sjómennsku, fyrst með
föður sínum og bræðrum frá Vík,
síðar margar vertíðar á Akra-
nesi. Hann var landmaður á
Reyni AK í 7 ár, stýrimaður á
Sigurfara AK 71, skipstjóri á
Haferninum AK og Ásdísi ST 63.
Guðbrandur og Friedel bjuggu á
Akranesi fyrsta árið og fluttu
síðan norður á Strandir og hófu
búskap í Hveravík. Þaðan stund-
aði Guðbrandur sjómennsku í
nokkur ár. Hann starfaði seinna
við vegavinnu, fiskvinnslu og
beitningu og var vélamaður í
rækjuvinnslu Hólmadrangs á
Drangsnesi. Haustið 2005 flutti
Guðbrandur á Drangsnes og bjó
þar dánardags.
Útför Guðbrands fer fram frá
Drangsneskapellu í dag, laug-
ardaginn 19. desember 2009, og
hefst athöfnin kl. 14.
grímur, f. 25.8.
1925, d. 13.5. 1977,
6) Torfi Björn, f.
5.10. 1927, d. 29.8.
1990, 7) Helga, f.
19.10. 1929, d.
1931, 8) Sigvaldi, f.
10.3. 1931, 9) Þor-
valdur, f. 11.6.
1933, 10) Steinar, f.
1935, d. 9.2. 1936,
11) Loftur Hilmar,
f. 30.3. 1939, og 12)
Líneik Sóley, f.
11.7. 1941.
Árið 1958 hóf
Guðbrandur sambúð með Friedel
Hülle Helenu Emmu Schröder
frá Lübeck í Þýskalandi, f. 7.3.
1921, d. 16. 8. 2002. Dóttir þeirra
er Linda Guðrún Lilja, f. 14.9.
1959. Börn hennar eru: 1) Berg-
lind Björk Bjarkadóttir, f. 6.3.
1988, sambýslismaður Jón Ingi-
Elsku pabbi minn. Enn einu sinni
tókst þú daginn snemma, það var
logn um allan sjó. Klukkan var ekki
orðin hálf sex þegar þú lagðir upp í
þessa langferð til Himnaborga. Eftir
stóðum við Berglind í ólýsanlegu hug-
arástandi, þvílíkt undur hafði gerst.
Svo friðsælt andlát, eins og þú varst
alltaf sjálfur. Blíður og góður maður
sem var alltaf til í að hjálpa. Það er
ómetanlegt hvað þú varst börnunum
mínum góður afi og mér góður pabbi.
Svo fæddist enn einn sólargeislinn í
vor, barnabarnabarnið þitt, hún Kol-
brún Lilja. Þú gladdist svo innilega
við að fá þetta litla barn í heiminn,
halda á henni, horfa á hana vaxa og
dafna. Þú gafst henni svo mikið af föt-
um og sagðir um daginn: „Það þarf að
fara að kaupa eitthvað handa henni,
vantar hana ekki eitthvað? Þú kaupir
eitthvað fallegt handa henni“. Já
pabbi minn, hún fær fallega jólagjöf
frá þér.
Nafni þinn er kominn í fallegu fötin
sem þú gafst honum og Berglind og
Jón fá sína gjöf frá þér á jólunum. Það
verður gaman að segja Kolbrúnu litlu
frá þér þegar hún stækkar og þrosk-
ast. Til dæmis þegar þú fórst með
mömmu hennar að veiða, þið fóruð í
berjamó, tókuð upp kartöflurnar, fór-
uð á bátnum og ótal margt fleira
skemmtilegt. Nú skiljast leiðir um
stund og að lokum vil ég fá að þakka
þér innilega fyrir að hafa fengið að
vera barnið ykkar mömmu, hún
Linda ykkar. Ég bið engla Guðs að
vaka yfir þér. Blessuð sé minning þín.
Þú, Guð, sem stýrir stjarna her
og stjórnar veröldinni,
í straumi lífsins stýr þú mér
með sterkri hendi þinni.
Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott
og hyggja’ að vilja þínum,
og má þú hvern þann blett á brott,
er býr í huga mínum.
Stýr mínum hag til heilla mér
og hjálpar öðrum mönnum,
en helzt og fremst til heiðurs þér,
í heilagleika sönnum.
Stýr mínu fari heilu heim
í höfn á friðarlandi,
þar mig í þinni gæzlu geym,
ó, Guð minn allsvaldandi.
(Valdimar Briem.)
Þín dóttir,
Linda Guðrún Lilja.
Elsku besti afi minn. Það er sárt að
hugsa til þess að við munum ekki hitt-
ast aftur, því ég sakna þín svo ótrú-
lega mikið. Ég hef alltaf haldið mikið
upp á þig, enda ekki annað hægt. Þú
varst svo stórglæsilegur maður, alltaf
svo fínn, alltaf brosandi, varst mikill
sprelligosi, fyndinn, stríðinn og ynd-
islegur.
Ég man þegar ég var hjá þér og
ömmu í Hveravík. Þú kenndir mér
urmul af köplum, spilum og líka
reikning. Þú tókst egg inni í eldhúsi
hjá ömmu og kenndir mér að leggja
saman og draga frá, því ég átti í ein-
hverjum erfiðleikum með stærðfræð-
ina. Það var líka svo gaman að fara
með þér að gá í netin, halda á aflanum
heim og gera að honum. Einstöku
sinnum komu laxar sem þú faldir þá
bak við hús, því það mátti enginn vita
af þeim og þá glottirðu. Ég á margar
yndislegar æskuminningar um þig.
Núna síðustu árin þegar sjónin fór að
hraka og þessir menn í Reykjavík
tóku af þér bílprófið varstu nú ekki
par sáttur, enda með fulla sjón eins og
þú sagðir sjálfur, þó þú sæir ekki ein-
hverja bókstafi. En í staðinn fengum
við saman margar skemmtilegar og
ómetanlegar bílferðir.
Í apríl sl. kom svo litla langafas-
telpan þín. Þú varst í skýjunum með
hana og sagðist aldrei hafa séð jafn
fallegt barn, þú sagðir öllum frá því. Í
sumarfríinu þegar við komum á
Drangsnes til ykkar mömmu og Guð-
brandar bróður, sastu yfir henni Kol-
brúnu Lilju alla sumardagana þegar
hún var sofandi úti í vagni. Það var
svo yndislegt. Svo ef hún fór að gráta
spurðirðu hvort hún væri nokkuð
veik. Þér var svo umhugað um hana.
Þú passaðir svo vel upp á okkur öll og
ég hlakka mikið til að segja henni frá
þér.
Jólin verða einmanaleg án þín, en
núna færðu að halda þau með ömmu.
Ég hefði ekki getað átt betri afa.
Minningin um þig er mér dýrmæt.
Takk fyrir allt sem þú varst mér. Ég
elska þig, kysstu ömmu frá mér.
Þín,
Berglind Björk.
Elsku bróðir minn.
Ég þakka þér allar samverustund-
irnar sem við áttum saman. Hér
heima og svo var ferðina okkar í sum-
arbústaðinn í sumar, það var svo
gaman hjá okkur hjónunum að hafa
þig hjá okkur þá viku. Eins og alltaf
þegar þú komst til okkar var hlegið
mikið og lagður kapall og rifjaðar upp
gamlar minningar. Nú erum við bara
fjögur eftir af þrettán systkina hóp,
það týnast af fjaðrirnar eins og
mamma okkar sagði þegar hún var að
missa börnin sín. Mikið skil ég það
vel. Þú varst alltaf kátur og léttur þó
að heilsan færi smátt og smátt. Ég
veit nú þegar leiðin er á enda verða
margir faðmar til að taka á móti þér.
Við munum hittast síðar.
Mig langar að setja hér bænina
sem hún mamma kenndi mér þegar
ég var barn, með ástarþökk fyrir allt.
Son Guðs yfir mér sjálfur vaki
svo mig ekkert upp á saki,
verði mér bæði vært og rótt.
Sá sem krossinn bar á baki
blessi mig og að sér taki.
Guð, gefðu mér góða nótt.
Guð geymi þig.
Sóley systir.
Kæri vinur, nú skiljast leiðir um
sinn, það kom mér ekki á óvart. Þú
hafðir orð á því að það væri kannski
komið nóg, og víst endar allt, og lífið
líka. það töluðum við um þegar þú
varst hérna síðast, og nú ertu farinn í
lengstu ferð sem farin er. Ég mun
sakna þín,
þú varst mér alltaf góður vinur og
kenndir mér margt í æsku.
Ég minnist þess þegar ég byrjaði
12 ára að róa með þér og Gesti, að þú
sagðir að það væri rétt að reyna að
gera mann úr stráknum, hvort það
tókst ræðum við ekki. En þú varst
fyrirmynd á margan hátt, ég á marg-
ar minningar um þig og okkar sam-
veru. Þú varst mikill veiðimaður bæði
á sjó og landi. Við sem vorum á sjó
með þér treystum þér alltaf og þú
brást ekki, tvisvar fengum við á okk-
ur norðaustanstórhríð með þreifandi
byl og sáum ekki út úr augum, en þú
skilaðir okkur að bryggjunni á
Drangsnesi. Hvernig var þetta hægt?
Þeirri spurningu hefur þú aldrei svar-
að, ypptir bara öxlum og sagðir: Kall-
inn minn. (Svona voru hans tilsvör og
engin skýring.) Það voru engin tæki í
þessum bát nema logg og áttaviti, en
tölvan í höfðinu á þér var í lagi.
Þú hafðir svo margt til brunns að
bera, dugnaður þinn var einstakur.
Ég ætla að geyma mér flestar minn-
ingarnar um þennan góða dreng, en
þær eru margar.
Hann var góður gestur á heimili
okkar Stínu og okkur fannst gaman
þegar hann kom. Það var ýmislegt
rætt, en við vorum ekki alltaf sam-
mála, en það breytti engu, við vorum
bræður.
Síðustu vikurnar sem hann var hér
á Sjúkrahúsinu á Akranesi, hitti ég
hann tvisvar á dag og sá hvert stefndi.
Við ræddum það oft að það yrði að
taka því sem höndum bar, það voru
hans orð. Þetta var orðið gott, hann
var tilbúinn.
Það er sárt að sjá á eftir svo góðum
dreng, við sem þekktum hann vissum
að þar sló gott hjarta. Hann var sér-
staklega barngóður og hjálpsamur,
því er gott að minnast hans, hann
mun seint gleymast mér og mínum.
Ég veit að nú hvílir sorg og sökn-
uður á heimili hans.
Við Stína og fjölskyldur okkar biðj-
um Guð að hjálpa þeim að bera þessa
sorg.
Kæru vinir, Linda, Berglind, Guð-
brandur og Kolbrún, trúið því að það
munu verða margar hendur sem taka
á móti honum og bera hann á réttan
stað.
Guð blessi minningu Guðbrands
Loftssonar.
Sigvaldi.
Guðbrandur Loftsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi. Ég sakna þín svo
mikið því þú varst alltaf svo
góður við mig. Þú kenndir mér
að gera kapal og róa bát. Ég
trúi ekki að þú sért farinn frá
okkur öllum. Það var svo gam-
an í berjamó með þér. Og þú
passaðir mig oft þá var svo
gaman hjá okkur. Og fara í
réttirnar með þér.
Um jólin gafstu mér flott dót
og þú fékkst konfekt. Stundum
gafstu mér pening og sagðir
mér að setja hann í bankann.
Það var svo skemmtilegt með
þér á gamlárskvöld. Nú er
kveðjustund. Ég elska þig.
Þinn afastrákur og nafni,
Guðbrandur Máni.