SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 8

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 8
8 17. janúar 2010 Eins og við var að búast skorti ekki skýring- arnar á mögulegu brotthvarfi Google af kín- verska markaðnum á enskri útgáfu frétta- vefsíðunnar Xinhua, málgagni komm- únistaflokksins. Skýr- asta dæmið er álitsgrein með fyrirsögninni „Go- ogle hefur einfaldlega ekki gengið vel í Kína“. Greinin er sögð brot úr skrifum tölvunotanda að nafni „Gaoren“ sem rifjar upp að Google sé ekki fyrsta vestræna tölvufyrirtækið sem steyti á skeri á kínverska risamarkaðnum. Áður hafi uppboðssíðan eBay játað sig sigraða í samkeppni við kínversku síðuna Taobao.com. Þá hafi netrisinn Alibaba tek- ið yfir Yahoo China, kínverska hluta leit- arvélarinnar Yahoo og vefsíðan QQ.com drottnað yfir skilaboðamarkaðnum, svo nokkur séu nefnd, að sögn „Gaorens“. Hann bendir svo á að Google.cn hafi gengið illa að fóta sig á kínverska mark- aðnum og aðeins haft þar 12,7% markaðs- hlutdeild samanborið við 77,2% hlutdeild kínversku leitarvélarinnar Baidu. Þetta sé rýr uppskera eftir fimm ára markaðsátak og mikla fjárfestingu. Setja má spurningarmerki við þessi hlut- föll því á vef Xinhua kemur fram að á þriðja ársfjórðungi síðasta árs hafi hlutur Google verið 32,8% en Baidu 63,8% og að mark- aðurinn fyrir leitarvélar í Kína sé metinn á sem svarar 125 milljarða íslenskra króna. Hvað sem því líður vitna skrifin um þá þjóðernishyggju sem jafnan fléttast inn í deilur kínverskra og vestrænna fyrirtækja. Kínversk stjórnvöld hafa gert lítið úr mál- inu og fullyrti Jiang Yu, talskona utanríkis- ráðuneytisins, að Kínastjórn fagnaði um- svifum alþjóðlegra netfyrirtækja sem færu að lögum, skilyrði sem telst heldur tvírætt í ljósi umfangsmikillar ritskoðunar á netinu. Þá brytu árásir tölvuþrjóta í bága við lög. Segja Google ekki hafa roð við Baidu Kínverskur notandi Google virðir fyrir sér stuðningsgjafir fyrir utan höfuðstöðvarnar í Peking. Reuters Jiang Yu E f til vill var aðeins tímarspursmál hvenær mælirinn yrði fullur hjá Google.cn, útibúi netrisans í Kína. Og loks kom kornið sem fyllti mælinn. Kínverskir tölvuþrjótar, eða svonefndir „hakkarar“ eftir enska orðinu „hac- kers“, brutust inn á leitarvélina og herjuðu á kín- versk mannréttindasamtök. Árásirnar þóttu fagmannlegar. Þannig hafði AFP- fréttastofan eftir öryggisfyrirtækinu McAfee að þær bæru merki fagmennsku og samstillingar sem væri umfram það sem búast mætti við af dæmigerðum tölvuþrjótum. Frjóir hugir rekja slóðina til kín- verskra ríkisstarfsmanna. Áhlaupið vitnaði alltént um pólitískan áhuga, enda var markmiðið meðal annars að komast inn í Gmailinn hjá mannréttindafrömuðum og afla þar með mikilvægra gagna um andófsöflin. Microsoft hefur tekið á sig sökina og viðurkennt að vafrinn Internet Explorer, nánar tiltekið Internet Explorer 6, hafi verið veiki hlekkurinn í árásunum á Google. Og það er engin smáglufa. Fram kemur í fréttaskýringu á vef breska útvarpsins, BBC, að vegna gallans sé hægt að stjórna forritum í tölvum, sem brotist hafi verið inn í, úr fjarlægð. Google brást við með hertu öryggi á Gmail en notendur póstforritsins nálgast nú 200 milljónir. Ekki með geislabaug og vængi En þeir gúglarar eru engir englar. Fyrirtækið hefur legið undir ámæli fyrir að gera kleift að nálgast fréttir, sem þarf að greiða fyrir, endurgjaldslaust í gegnum fréttaleitarvélina news.google.com. Google hefur einnig verið sakað um að virða höf- undarétt að vettugi við uppbyggingu stafræns bókasafns og bókaverslunar sem í fyllingu tímans ættu að verða drjúg tekjulind fyrir fyrirtækið. Bandarísk stjórnvöld gruna gúglara um græsku og hafa hafið rannsókn á meintum brotum á sam- keppnislögum, að því er fram kemur á vef New York Times. Microsoft er víða. Svo má ekki gleyma því að Google féllst á að kín- versk útgáfa leitarvélarinnar yrði ritskoðuð þegar skrifstofurnar opnuðu fyrir fjórum árum. Ásakanir Kínastjórnar um greiðan aðgang að bláum vefsíðum í gegnum Google eru svo kapítuli út af fyrir sig. Stjórnin vill banna slíkar síður. Engu að síður eru margir kínverskir netnotendur slegnir og létu þeir tilfinningasömustu í ljós stuðn- ing sinn með því að koma fyrir blómum, dag- bókum, sígarettupökkum og ýmsum munum við skilti Google fyrir utan höfuðstöðvar fyrirtækisins í Peking. Kertalogar blöktu í rökkrinu, rétt eins og stórslys hefði dunið yfir. Stærra en íslenska hagkerfið Fram kemur í fréttaskýringu New York Times að í fyrra hafi Google velt sem svarar 37,5 milljörðum króna í Kína, samanborið við 2.750 milljarða króna samanlagða veltu á öllum markaðssvæðum. Til samanburðar er verg þjóðarframleiðsla á Íslandi áætluð hafa verið 1.476 milljarðar króna árið 2008. Google er með öðrum orðum vaxandi risafyrir- tæki sem aftur skýrir vangaveltur um að með hót- uninni og hugsanlegri brottför frá Kína sé fyrir- tækið að búa sig undir nýtt samkeppnisumhverfi þar sem það muni halda þeirri kröfu á lofti að kín- verskum netfyrirtækjum verði ekki gert kleift að sækja fram í Bandaríkjunum, enda virði þau ekki ritfrelsi, svo ekki sé minnst á þjóðaröryggishliðina. Google.cn hótar að hverfa á braut Árásir tölvuþrjóta afhjúpa veikleika í vörnum Gmail Verða höfuðstöðvarnar auðar þegar vorið laufgar trén í Peking? Reuters Kínverskir strákar á netinu. Markaðurinn er risastór. Reuters Vikuspegill Baldur Arnarson baldur@mbl.is Netnotendum í Kína heldur áfram að fjölga með leiftur- hraða því að í fyrra tengdust rúmlega 115 milljónir Kín- verja netinu í fyrsta sinn. Alls voru notendurnir því orðn- ir um 384 milljónir um ára- mót, að því er sérfræðingar Kínastjórnar áætla og var aukningin um 30% milli ára. Netnotkun í gegnum farsíma jókst enn hraðar, eða um 106%, og tengdust um 233 milljónir Kínverja netinu á þann veg undir lok árs 2009.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.