SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Blaðsíða 16
16 17. janúar 2010 B estu hamingjuóskir í tilefni af 40 ára afmæli lýðveldisins,“ hljómaði hamingjuóskaskeyti, sem barst austurþýska sendi- ráðinu í Reykjavík 6. október 1989. „Áfram til sigurs undir hinum rauða fána verkalýðsins. Í nafni kommúnistaflokks- ins „5. maí“.“ Undir skeytinu voru þrjár undirskriftir, sem hringdu engum bjöll- um í sendiráðinu. Einn … fann ég í símaskránni Skeytið var greinilega tilefni heilabrota. Í útjaðri Evrópu situr Klaus Bredow, aust- urþýskur sendifulltrúi í Reykjavík, og skrifar minnisblað í tilefni af því: „Slíkur flokkur hefur aldrei komið opinberlega fram á Íslandi. Hér gæti þó verið um að ræða hóp af herstöðvarandstæðingum vegna þess að símskeytið var sent í Kefla- vík. Einn af þeim, sem skrifuðu undir, fann ég í símaskránni í litlum nágranna- bæ Keflavíkur.“ Bredow tekur skeytið al- varlega, en tímasetningin gefur þó tilefni til annars. Á þessum tíma er ekki beinlínis hægt að segja að nýjar kommúnistahreyfingar hafi sprottið upp eins og gorkúlur. Aust- urblokkin er að liðast í sundur. Sama dag og skeytið berst fara fram hátíðarhöld í Austur-Berlín. „Lífið refsar þeim sem kemur of seint,“ sagði Míkhaíl Gorbat- sjov Sovétleiðtogi, sem var meðal gesta, við Erich Honecker, leiðtoga Austur- Þýskalands. Mánuði síðar féll Berl- ínarmúrinn. Heillaóskaskeytið frá 6. október er meðal þeirra skjala sem Kjartan Ólafsson, fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og þing- maður Alþýðubandalagsins, sótti í skjalasöfn í Þýskalandi og afhenti Þjóð- skjalasafni Íslands. Aðgangur var veittur að þeim um áramót en til þess að fá að skoða þau þarf að undirrita trúnaðar- yfirlýsingu í samræmi við ákvæði þýskra persónuverndarlaga um að virða friðhelgi einstaklinga sem kunna að koma þar fyr- ir. Í þessum skjölum kemur fátt nýtt fram, engar rjúkandi byssur á víð og dreif. Þau samskipti, sem þar koma fram, hafa verið rakin í skrifum sagnfræðinga á borð við Val Ingimundarson. Skjölin eru hins vegar forvitnileg lesning. Þar má finna glefsur úr fortíðinni, lýsingu á sam- skiptum af ólíkum toga. Sú áhersla, sem Austur-Þjóðverjar lögðu á að mynda tengsl og efla við vestræn ríki, kemur greinilega fram. Innræting á Eystrasaltsvikum Drjúgur hluti skjalanna snýst um hinar svokölluðu Eystrasaltsvikur, sem haldnar voru árlega á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar. Tilgangur þeirra var að treysta hugmyndafræðilega undirstöðu – svo notað sé orðfæri skjalanna – gesta frá ríkjum, sem liggja að Eystrasaltinu auk Íslands og Noregs. Í skjölunum er langur listi yfir þau atriði sem hamra þarf á við gestina. Í grundvallaratriðum breytist hann lítið í áranna rás. Fjöldi Íslendinga úr ýmsum flokkum sótti þessar vikur. Iðulega er greint frá umræðum eða undirtektum sem ræður fengu. Í þeim lýsingum er þáttur Íslend- inganna rýr. Enda kemur fram í skjöl- unum að á Íslandi vanti menn hug- myndafræðilegan grunn. Úr þessu vilja íslenskir forustumenn sósíalista bæta með útgáfu á úrvali úr verkum Marx og Engels á íslensku og fara fram mikil bréfaskipti þar sem Íslendingarnir sækj- ast eftir styrkjum til útgáfunnar. Víða kemur fram hvað baráttan hefur verið mikið basl. 935 dollara skuld Máls og menningar tekur ótrúlega orku aust- urþýskra skriffinna. Engin leið er að fá skuldina greidda. Á æðstu stöðum í aust- urþýska stjórnkerfinu er rætt um það hvernig koma megi í veg fyrir að aust- urþýska fyrirtækið, sem forlagið skuldar peningana, leiti til dómstóla. Á endanum er ákveðið að gefa hana eftir. Ósk Einars Olgeirssonar, formanns Sameiningarflokks alþýðu – Sósíal- Undir hinum rauða fána Míkhaíl Gorbatsjov og Erich Honecker heilsast innilega á fundi Varsjárbandalagsríkja 1987. Tveimur árum síðar var Gorbatsjov ekki tilbúinn að hjálpa Honecker að halda völdum. Þrír kassar af ljósritum af skjölum, sem Kjartan Ólafsson sótti til Berlínar, liggja nú á Þjóðskjala- safninu og eru almenningi aðgengilegir. Í skjöl- unum kemur ekki fram nýr sannleikur en þau gefa innsýn í samskipti íslenskra vinstrimanna við ráðamenn í Austur-Þýskalandi á liðinni öld. Karl Blöndal kbl@mbl.is Einar Olgeirsson, leiðtogi Sósíalistaflokksins, kemur til Austur-Berlínar í janúar 1963 á flokksþing austur-þýska kommúnistaflokksins, SED. Gerhard Grüneberg úr miðstjórn flokksins tekur á móti honum á Schönefeld-flugvelli. Í einu skjalinu kemur fram að tekjur af áskriftum og lausasölu dugi ekki fyrir kostnaði við útgáfu Þjóðviljans og þess vegna hafi verið gripið til þess að halda happdrætti. Í verðlaun var ferð til Eystrasaltsins í boði Austur-Þjóðverja. Meðal skjalanna eru ekki gögn um upphaf málsins, en 1975 eru Austur- Þjóðverjar látnir vita að árið áður hafi vinningurinn komið á óseldan miða og því ekki gengið út. Því hafi verið brugðið á það ráð að bjóða ferðina aftur og vonandi komi það ekki að sök. Nú gengur vinningurinn út, en vinningshafinn ákveður að gefa hann Þjóðvilj- anum. Í kjölfarið kemur fyrirspurn frá Svavari Gestssyni, sem þá var ritstjóri blaðsins, um það hvort einn af dyggustu starfsmönnum blaðsins og kona hans megi ekki nýta sér vinninginn. Happdrætti Þjóðviljans Svavar Gestsson á fundi 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.