SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Page 17

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Page 17
17. janúar 2010 17 Fjallað er um íslenska fjölmiðla í skjölunum frá Austur-Þýskalandi. Morgunblaðið er sagt reka áróður kapitalískra heimsvaldasinna. Eftir innrásina í Tékkóslóvakíu 1968 breytist tóninn í Þjóðviljanum og finnst austur-þýskum embættismönnum hann á stundum lepja upp andkommúnískan áróður vestrænna fréttastofa. Efst til vinstri er forsíða Morgunblaðsins þegar Berlínarmúrinn féll og þar fyrir neðan forsíða Þjóðviljans sama dag. Efst til hægri er forsíða Þjóðviljans þegar sagt var frá innrás herja Varsjár- bandalagsins í Tékkóslóvakíu. Hinar síðurnar þrjár eru úr Þjóðviljanum og fjalla um Eystrasaltsvikurnar, sem um tíma voru haldnar árlega. Á síðunni neðst til hægri eru tvær myndir af íslenskum fulltrúum á Eystrasaltsvikunni. tengsla við hann, það verði að koma frá samtökum eða akademískri stofnun. Reynt að hafa áhrif á Lúðvík 1978 var kosningaár. Haustið áður, 1977, fer Lúðvík Jósepsson, þá orðinn formað- ur Alþýðubandalagsins, á fund aust- urþýsks erindreka í Reykjavík. Erindrek- anum líst ekki á það að Alþýðubandalagið skuli reiðubúið til samstarfs við Sjálf- stæðisflokk og reynir að rétta kúrsinn. Í raun virðist vaka fyrir honum að koma í veg fyrir slíkt samstarf. „Ég fann þá að þessu og sagði að það væri nánast óhugs- andi að slíkt skref myndi mæta fögnuði verkamanna og hvort þá væri ekki ástæða til að óttast klofning í Alþýðu- bandalaginu,“ skrifar erindrekinn og bætir síðan við innan sviga: „Útlistanir J. báru þrátt fyrir bjartsýni í lokaorðum vitni ákveðnu ráðleysi og að málefnið stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn þarf að ræða af alvöru.“ Kosningarnar fóru fram í lok júní og skömmu síðar, mitt í stjórnarmynd- unarviðræðum, er Lúðvík kominn aftur á fund sama erindreka, sem nú reynir að hafa áhrif á formanninn og kröfur hans í stjórnarmyndunarviðræðunum vegna varnarliðsins. Erindrekinn leggur til að Alþýðubandalagið bjóðist til þess að láta af kröfunni um að ganga úr Atlantshafs- bandalaginu gegn því að sjálfstæðismenn geri veru hersins ekki að skilyrði. Hann skrifar að Lúðvík hafi ekki gefið ákveðið svar við þessu, en vísað til þess að sjálf- stæðismönnum yrði ekki haggað í mál- inu. Erindrekinn gerir frekari at- hugasemdir og spyr hvort ekki megi „reikna með undir þessum kring- umstæðum að erfitt verði að koma upp- sögn á stöðinni fram eftir fjögur ár og hvort það hafi þá tilgang yfirhöfuð að fara í stjórnarsamstarf“. Lúðvík svarar því til að ógerningur sé að segja til um það, en forusta flokksins átti sig á vandamálinu. Erindrekinn dregur einnig fram hverja sér lítist best á af ráðherraefnum Alþýðu- bandalagsins, Ragnar Arnalds verði ráð- herra, en síðan standi valið milli Kjartans Ólafssonar, Ólafs Ragnars Grímssonar, Svavars Gestssonar og Hjörleifs Gutt- ormssonar. Telur hann Ólaf Ragnar og Hjörleif bestu kostina. Síðan er talað um að þrátt fyrir áróður í kosningabarátt- unni gegn varnarliðinu sýni það að flokk- urinn vilji fara í stjórn með Sjálfstæð- isflokki að hann sé tilbúinn til að gefa eftir, að minnsta kosti að hluta, kröfur sínar til að komast í ríkisstjórn og van- þóknunin drýpur af textanum. Svo fór að Alþýðubandalagið myndaði stjórn með Alþýðuflokki og Framsókn- arflokki undir forsæti Ólafs Jóhann- essonar. Framsóknarflokkurinn hafði reyndar goldið afhroð í kosningunum líkt og Sjálfstæðisflokkurinn, en Benedikt Gröndal gatt ekki fallist á að Lúðvík yrði forsætisráðherra og fyrir vikið gat Lúðvík ekki sætt sig við að Benedikt fengi stól- inn. Hjörleifur, Svavar og Ragnar fengu ráðherraembætti í stjórninni. Hér hafa verið tínd til sýnishorn af því sem er að finna í þremur kössum fullum af skjölum. Skjölin gefa innsýn í horfinn heim en það verður að hafa í huga að innihald eins bréfs eða frásögn aust- urþýsks embættismanns, sem jafnvel hefur takmarkaðan skilning á umfjöll- unarefninu, segir söguna aðeins að hluta til. Þegar farið er í gegnum skjölin verður sú saga stundum brosleg þótt stjórn- arfarið í Austur-Þýskalandi hafi fá tilefni gefið til að brosa. líka fara í taugarnar á sér breyttan tón í umræðunni. Austurþýska sendiráðið í Reykjavík sendir til Berlínar bréf 1978 um það hvernig þess hefði verið minnst að tíu ár voru liðin frá „21. ágúst 1968“. Þar segir að íslenskir fjölmiðlar hafi sagt að um 400 manns hafi verið á mótmælafundi, en austurþýski erindrekinn segir innan sviga að þeir geti ekki hafa verið fleiri en 250. Einnig er greint frá umfjöllun fjöl- miðla. Tíu síður hafi verið í Þjóðviljanum þar sem Svavar Gestsson hafi skrifað að- algreinina, „sem að mestu var sett saman úr neikvæðum umsögnum án þess að persónulegt mat kæmi fram“. Hugmyndafræðileg kjölfesta Ragnars Arnalds kemur nokkrum sinnum til tals. Í samtali Einars Olgeirssonar við þýskan erindreka árið 1971 er vikið að áhyggjum út af því hvað íslenskir vinstrimenn séu illa að sér um marxisma. Ragnar vildi ekki bein samskipti við austurþýska kommúnistaflokkinn, SED, vegna þátt- töku Austur-Þjóðverja í innrásinni í Tékkóslóvakíu. 1975 sendir Ragnar þó af- hjúpandi bréf á dönsku og kveðst hlakka til heimsóknar til Austur-Þýskalands, en boðið megi ekki koma frá flokknum vegna afstöðu Alþýðubandalagsins til istaflokksins frá 1939 þar til hann var lagður niður 1968, um að fá tíu til tólf þúsund dollara styrk til að tryggja rekst- ur bókaforlagsins fær hins vegar engar undirtektir. Peningarnir eiga að teljast leiga fyrir eina hæð í húsi Máls og menn- ingar, sem kallað var rúblan, til níu ára austurþýska verslunarráðinu til handa og óskar Einar eftir því að borgað verði fyr- irfram. Á ómerktu blaði frá því í janúar 1965 koma fram efasemdir. Upphæðin sé gríð- arleg, en „þjóðhagslega gildið virðist mér fremur lítið, eða öllu heldur mjög lítið“. Í maí kemur fram að þessari ósk hafi verið hafnað. Í skjölunum er mörgum samtölum við íslenska vinstrimenn lýst. Þessi samtöl eru notuð til að leggja mat á vinstriflokk- ana. Flest eru samtölin við Einar Olgeirs- son og iðulega á hann frumkvæði að þeim. Samskipti Einars við austurþýsk stjórnvöld voru mikil, bæði ferðalög og bréfaskriftir, og tilefnin margvísleg, allt frá óskum um að koma íslenskum náms- mönnum að í austurþýskum háskólum til heimsvaldastefnu vesturveldanna. Einnig eru þarna rakin samtöl við Kjartan Ólafsson, Lúðvík Jósepsson, sem var formaður Alþýðubandalagsins frá 1977 til 1980, Ólaf Ragnar Grímsson, for- seta og formann Alþýðubandalagsins 1987 til 1995, og Ragnar Arnalds, sem var formaður Alþýðubandalagsins 1968 til 1977, svo einhverjir séu nefndir. Sem dæmi má nefna langt samtal við Einar um stjórnmálaástandið á Íslandi frá því í júlí 1971. Einar fjallar um það hvers vegna Sameiningarflokkur alþýðu – Sósí- alistaflokkurinn hafi verið lagður niður 1969 og segir að ella hefði Alþýðu- bandalagið sundrast og það hefði verið vatn á myllu Hannibals Valdimarssonar, sem þá var formaður Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna og forseti Al- þýðusambands Íslands. Einar nefnir að frá desember 1969 til sveitarstjórn- arkosninganna 1970 hafi rússneska sendiráðið í Reykjavík hætt við sig sam- skiptum og veðjað á Sósíalistafélag Reykjavíkur í þeirri von að það myndi þróast í stéttarmeðvitaðan, marxískan flokk. Úrslit kosninganna hafi leitt í ljós að Sovétmenn hafi veðjað á rangan hest og nú sé samband komið á að nýju á milli Einars og sendiráðsins. … þá breytist Ísland í nýlendu Hann lýsir einnig heimsókn tveggja „sovéskra félaga“, sem hafi metið það svo að rétt hafi verið að leysa Sósíalistaflokk- inn upp. Um stöðuna á Íslandi segir Einar að fyrir fimm árum hafi ekkert erlent fjármagn verið á Íslandi. Með tilkomu svissneskrar álverksmiðju eigi nú erlend fyrirtæki rúmlega helming alls fjármagns á Íslandi. „Haldi þessi þróun áfram breytist Ísland á nokkrum árum í ný- lendu,“ er haft eftir Einari. Síðan segir: „Eftir ummælum E. Olgeirssonar að dæma gerir Alþýðubandalagið um þessar mundir lítið til að uppfræða félaga sína pólitískt-hugmyndafræðilega.“ Þýðingin á úrvali úr verkum Marx og Engels skipti því miklu. Út frá þessu er mat lagt á forustumenn Alþýðubandalagsins. Formaður flokksins sé Ragnar Arnalds (34 ára). Hann leggi sig fram í baráttunni gegn heimsvaldaöfl- unum, en sé þó enginn marxisti og hafi ekki fengið pólitískt-hugmyndafræðilegt uppeldi. Lúðvík Jóspesson (60 ára) sé sjávarútvegsráðherra og fari með við- skipti við útlönd og sé leiðtogi flokksins í raun. Hann hafi einnig fyrst og fremst praktíska reynslu í flokksstarfinu. Magn- ús Kjartansson (50 ára) sé hugmynda- fræðilegur leiðtogi flokksins og hafi mikla fræðilega þekkingu á marxisma, en sé eftir sem áður afgerandi andsnúinn „að- gerðum sósíalistaríkjanna 21. ágúst 1968“ eða þegar Sovétmenn og bandamenn þeirra í Varsjárbandalaginu (nema Rúm- enar) réðust inn í Tékkóslóvakíu til að kveða niður „vorið í Prag“. Í viðskiptum vilji hann þó nánari tengsl við Sovétríkin og önnur sósíalistaríki. „Í þessu sam- hengi var rætt um afstöðu E. Olgeirssonar til 21. ágústs 1968. Fram kom að enn í dag hefur hann fjandsamlega afstöðu í þessu máli. 21. ágúst 1968 hafi verið stór mistök hjá Sovétríkjunum.“ Í niðurstöðukafla skjalsins segir að ekki sé við því að búast að Alþýðubandalagið verði hluti af bar- áttubandalagi heimshreyfingar komm- únista, en flokkurinn sé þó lykilafl á Ís- landi í baráttu íslenskrar verkamannastéttar gegn íslenskri og al- þjóðlegri einokun. Innrás veldur kaflaskiptum Hér fyrir ofan kemur í þrígang fyrir dag- setningin 21. ágúst 1968 og hún er mun oftar nefnd í skjölunum. Þennan dag urðu tímamót í samskiptum og afstöðu íslenskra sósíalista til Ráðstjórnarríkj- anna. Þeir hætta að vera jafn leiðitamir og Alþýðubandalagið útilokar bein tengsl við kommúnistaflokka í þeim löndum, sem stóðu að innrásinni. Ekki eru þó allir jafn sammála um að ganga eigi svo langt, þótt þeim hafi verið misboðið vegna inn- rásar Sovétmanna. Austurþýskir embættismenn reyna stöðugt að ýta á aukin samskipti. Þeir láta … en boðið megi ekki koma frá flokknum vegna afstöðu Alþýðubandalagsins til tengsla við hann, það verði að koma frá samtökum eða akademískri stofnun.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.