SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 18

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 18
18 17. janúar 2010 kvíða, og sest nú með okkur í fallegri risíbúðinni í Vinaminni, í Mjóstræti. „Viðhorf okkar til þorrans breyttust og fór úr því að vera hí hí, súrsaðir hrútspungar, yfir í það að við veltum fyrir okkur hvernig maturinn var gerður og sækja uppskriftir, sem aldrei hafa verið birtar fyrr en núna,“ segir Ragnhildur. „Það eru til dæmis hvergi leiðbeiningar um það hvernig maður hanterar punga,“ segir Steinunn. „Það þótti svo dónalegt,“ skýtur Ragnhildur inn í. „En við erum með ítarleg viðtöl um það við Jó- hannes frá Múlakaffi og konu sem tekur ekta punga og sker í gleraugu,“ heldur Steinunn áfram. „Og við birtum myndir af pungum frá nýju sjónarhorni.“ „Það er Björk Leifsdóttir sem súrsar punga,“ segir Ragnhildur og bendir á mynd úr bókinni máli sínu til stuðnings. „Þarna sérðu gleraugun, tvö eistun þarna. Það var talað um pungsneiðar, sem eru ekkert annað en eistu.“ Ragnhildur og Steinunn bera þjóðháttadeild Þjóð- minjasafnsins vel söguna, en þar fundu þær marg- víslegan fróðleik um þorrann. „Þar rákumst við meðal annars á frásögn gamallar konu, sem sagði ekkert varið í þessar eistnaklessur sem boðið væri upp á núna og vildi almennilega punga,“ segir Ragnhildur. Og kveðjan sem einn viðmælenda í bókinni fær í upphafi þorrans frá fjölskyldunni er alltaf sú sama: „Ertu búin að bíta í pung?“ Hoppað í annarri skálminni En víðar var leitað fanga, svo sem í Sögu daganna eftir Árna Björnsson. „Þar er tíundaður sá siður hús- bóndans, að morgni fyrsta dags þorra, að hoppa í kringum húsið í annarri skálminni og helst ekki í nærbuxum,“ segir Steinunn. – Er það löglegt? verður blaðamanni á að spyrja. „Við förum ekkert út í það – aðalatriðið er að vera þjóðlegur!“ segir Steinunn. „Og jafnvel þótt nútíma- maðurinn sé í tímaþröng, þá á hann ekkert að láta Þ etta hefur verið okkar hjartans mál heil- lengi,“ segir Steinunn Þorvaldsdóttir sem hefur ásamt söngkonunni Ragnhildi Gísla- dóttir gefið út bók um þorrann. En þetta er ekki bara bók, heldur hafa þær einnig búið til margháttað skraut til að lífga upp á skamm- degið, frumsamið þorralög og skapað nýjan lífsstíl, að minnsta kosti einn mánuð á ári. Skreytingar á þorranum Steinunn starfar við almannatengslafyrirtækið Efli, auk þess sem hún kennir líkamsrækt hjá Dansrækt JSB, en hefur áður gefið út bækur undir dulnefninu Eyvör Ástmann: Kúnstina að kyssa og Gildi nærklæð- anna. Með Eyvöru varð til ný fræðigrein, svonefnd nær- fræði, og bókmenntagreinin nærbækur. Og víst er að í meðförum þeirra Steinunnar og Ragnhildar færist viss dulúð yfir þorrann, ástleitni og munúð býr und- ir, en að sama skapi græskulaust gaman og holl rækt við sagnaarfinn. Þangað eru skreytingarnar á þorranum sóttar, hannaðar af Ragnhildi og Steinunni, stundum í sam- starfi við aðra, en þeim er ætlað að vera sambæri- legur burðarás fyrir þorrann og trjágreinarnar fyrir vorið og grenið fyrir jólin. Undirstaðan er harðfisk- urinn sem rís eins og þurrkað blóm eða grein úr vas- anum á eldhúsborðinu þennan eftirmiðdag í janúar, skreyting sem lyktarinnar vegna er búin til úr snæri. Og þegar nánar er að gáð sér blaðamaður sviða- hausa í plasthúðaða strigadúknum á borðinu, en Jón Örn Arnarsson, eigandi fyrirtækisins Margt og merkilegt, útfærði mynstrið í þremur borðdúkum. Og á trogi með kertum, sem eru rauðgul eins og róf- ustappa, hafa þorraréttirnir verið mótaðir úr trölla- leir og málaðir eftir því. Þannig vilja þær færa þorrann aftur inn á íslensk heimili. „Við höfum fengið tvær blómakonur okkur til fulltingis, Ragnhildi Fjeldsted í Dansi á rósum og Nönnu í Breiðholtsblómum, og þær ætla að selja fyrir okkur bækur og skreytingar. En við erum líka með föndurleiðbeiningar í bókinni, þannig að hver getur sett sitt mark á þorrann,“ segir Steinunn. Það var upp úr þorraföndrinu sem hugmyndin að bókinni kviknaði hjá Ragnhildi og Steinunni. „Þá fórum við að velta fyrir okkur hvernig matarmenn- ingin skapaðist,“ segir Steinunn. „Mjöl og salt var af skornum skammti og þess vegna beittu Íslendingar súrsunaraðferðinni og brauðið var harðfiskurinn. Eftir því sem við köfuðum dýpra áttuðum við okkur betur á mikilvægi þess að Íslendingar ræktuðu og bæru virðingu fyrir sínum sérkennum.“ Hí, hí, súrsaðir hrútspungar Ragnhildur er búin að hella upp á ljúffengt te og kaffi, veitingarnar þannig að blaðamaður fyllist val- Ertu búin að bíta í pung? Velkominn þorri nefnist bók sem Ragnhildur Gísladóttir og Stein- unn Þorvaldsdóttir hafa sent frá sér. Segja má að það sé óður til þorrans, sem hefst með bóndadeginum 22. janúar, og er efnivið- urinn fjölbreyttur, allt frá skreytingum til þorralaga. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Unnið með snæri til að líkja eftir harðfiski. Þorraréttir unnir úr tröllaleir, svo sem slátur og pungar. Sviðakjammar prýða borðdúkinn á þorranum. Allt um þorra

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.