SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 24

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Síða 24
24 17. janúar 2010 núna en fyrir tuttugu árum. Þetta er örugglega harðari heimur og nú fara stelpurnar í alls kyns lýtaaðgerðir sem voru bannaðar þegar ég tók þátt í fegurðarsamkeppnum. Svo eru sam- keppnir eins og þessar ekki sami stökkpallur og áður var.“ Þú sérð ekkert eftir því að hafa tekið þátt í fegurðarsamkeppnum? „Ég sé ekki eftir neinu. Þetta var bara fínt og skapaði mér ótal ný tækifæri. Samt er ég ekki týpan sem flestir ímynda sér að fari í fegurðar- samkepnni. Besta vinkona mín hlær að því að ég skuli hafa náð svona langt í þeim bransa af því ég er fremur feimin að eðlisfari, er ekki hrókur alls fagnaðar í stórum hópi og finnst best að vera heima í rólegheitum.“ Aftur orðin ein Sú frétt kom á forsíðu Séð og heyrt fyrir stuttu að þú værir komin með kærasta, Þor- gils Óttar Mathiesen. Hvernig gengur það samband? „Ég er aftur orðin ein. Þetta samband er búið og entist ekki lengi. Það gekk einfaldlega ekki upp.“ Hvernig finnst þér að vera ein? „Það er óskaplegta gott að vera ein. Ef sam- bönd eru ekki í lagi þá á maður ekki að vera í þeim. Ég nenni einfaldlega ekki að standa í einhverju veseni í einkalífi og taka að mér vandamálapakka. En ef maður er með manni sem á vel við mann og er góður félagi þá hlýtur það að vera frábært. Ég hef ekki verið í þannig sambandi lengi. Ég hef búið ein í meira en fimmtán ár. Ég er sjálfstæð og veit hvað ég vil. Ég hef haft hlutina eftir mínu höfði og það hef- ur hentað mér vel. Ég er afskaplega lítið að stressa mig á því að eiga ekki mann.“ Hvernig finnst þér að lesa í blöðum vanga- veltur um einkalíf þitt? „Mér finnst miður að mega ekki hitta karl- mann án þess að það sé komið á forsíðu Séð og heyrt að ég sé komin með kærasta, sérstaklega þegar sambandið er glænýtt og ég rétt að kynnast viðkomandi og sambandið gengur svo ekki upp.“ Trúirðu á stóru ástina? „Já, ég geri það. Ég er mjög rómantísk og bíð eftir prinsinum á hvíta hestinum. Það skiptir ekki svo miklu máli hvenær hann kemur, betra er seint en aldrei.“ Hver heldurðu að sé grunnurinn að traustu og góðu sambandi? „Gagnkvæm virðing. Vinskapur skiptir líka miklu máli. Svo verður karlmaðurinn að hafa húmor. Það er lykilatriði að geta hlegið saman. Annað er hundleiðinlegt. Maður á ekki að tala um Icesave alla daga heldur hafa gaman af líf- inu og njóta þess.“ Þú ert ekki kona sem verður auðveldlega ástfangin? „Nei, það er mjög langt síðan það hefur hreinsun. Ég varð laus undan fargi fortíðinnar. Ég dró ekkert undan í bókinni og þannig losaði ég mig líka við kjaftasögurnar. Þegar bókin kom út öðlaðist ég frið í sálinni. Ég hef upplifað minn skammt af mótlæti og erfiðleikum. En það er liðin tíð. Í næsta mánuði eru átta ár síðan ég hætti að drekka. Þegar ég hugsa um manneskjuna sem fór í gegnum þetta allt saman, alkóhólismann og vonlaus ást- arsambönd, þá finnst mér hún eiga afskaplega lítið sameiginlegt með mér. Þetta gæti alveg verið einhver allt önnur manneskja. Ég er fegin að þetta er búið.“ Það mun alltaf fylgja þér að hafa orðið aheimsfegurðardrottning. Finnst þér erfitt að hafa þann stimpil? „Ég var í viðtali um daginn og þá var ég kynnt sem alheimsfegurðardrottning. Ég hugs- aði með mér: Æ, það þýðir ekkert að segja við þessu, þetta fylgir mér. En ég er orðin fertug og mér finnst allt í lagi að ég sé kynnt sem framkvæmdastjóri Baðhússins eða móðir, eða bara eitthvað annað. En titillinn á alltaf eftir að loða við mig. Mér finnst ekkert sérstaklega smart að vera alltaf titluð alheimsfegurð- ardrottning. En það gæti verið verra.“ Finnurðu að fólk horfir á þig og er að mæla þig út? „Sem betur fer tek ég lítið eftir því en þegar ég er með vinum mínum taka þeir eftir þessu. Mér er alveg sama þótt það sé glápt á mig.“ Hvernig finnst þér að eldast? „Mér finnst það frábært. Ég er nýorðin fer- tug og er hæstánægð með það.“ Sé ekki eftir neinu Þú ert einstæð móðir, er það erfitt? „Nei, það er ekkert erfitt en ég þekki auðvit- að ekkert annað. Ég fæ mikla hjálp frá for- eldrum mínum. Ísabella stjórnar afa sínum og hefur gert frá fyrstu stundu og hann hlýðir henni. Hún notar annan tón á hann en alla aðra. Ísabella er fjögurra ára og á þeim aldri er allt að gerast. Hún er skapgóð og mikil rólynd- isstelpa. Hún er gríðarlega skipulögð og henni finnst að allt þurfi að vera í röð og reglu. Hún er líka mikil pjattrófa, er farin að vilja mála sig og samsetningin er ekki alltaf eins og ég myndi sjálf kjósa.“ Hefurðu ekkert dekrað hana? „Jú, alveg örugglega en mér finnst það líka allt í lagi. Ég hef vissan aga í uppeldinu og vil að Ísabella sé kurteis og hlýðin. Ég vil líka að hún verði sjálfstæð og leyfi henni þess vegna að reyna hlutina sjálf.“ Ef hún myndi vilja fara í fegurðarsam- keppni myndirðu hvetja hana eða setjast nið- ur með henni og útlista allar hætturnar? „Ég myndi reyna að hafa einhver áhrif og kysi fremur að hún færi í nám. Ég myndi ekki vilja að fegurðar- og tískubransinn væri efst á blaði hjá henni. Sá bransi er líka allt öðruvísi L inda Pétursdóttir stofnaði heilsurækt- arstöðina Baðhúsið fyrir sautján árum. Hún rak fyrirtækið í mörg ár en seldi það síðan þegar hún fluttist til Van- couver í Kanada þar sem hún stundaði nám í grafískri hönnun. Í ágúst síðastliðnum keypti Linda svo Baðhúsið aftur og einbeitir sér að rekstri þess, auk þess að sinna uppeldi dóttur sinnar, Ísabellu, sem er fjögurra ára. „Ég stofnaði fyrirtækið í kreppu og keypti það aftur í kreppu,“ segir Linda. „Ég tek eftir því að kauphegðun viðskiptavina er mjög breytt. Það er minna um skráningar á dýrari námskeið og konurnar kaupa sér ódýrari kort sem gilda lengur. Ég þarf að hafa gríðarlega mikið fyrir öllu og verð alltaf að vera vakandi og tilbúin að gera ráðstafanir og breytingar í hverjum mánuði. En reksturinn hefur gengið vel. Ég hef ákveðna séstöðu á markaðnum því staðurinn er eingöngu fyrir konur. Við erum með mikið úrval af hóptímum, auk hinna venjulegu styrktar- og brennslutíma. En svo er líka ýmislegt óvenjulegt í boði, eins og afrískir dansar þar sem afrískir strákar og íslenskar mæðgur spila á bongótrommur. Svo er hægt að fara í salsa, magadans og meðgöngujóga og margt annað skemmtilega óvenjulegt.“ Ertu mikil bisnesskona? „Já, ég held það. Það eru tveir ólíkir pólar í mér, það er annars vegar bisnesskonan og svo er konan sem vill vera ein í friði og sinna hönnun og skrifa. Ég hef gaman af viðskiptum og sérstaklega þessum rekstri enda ætti ekki öðruvísi að vera eftir öll þessi ár. Ég myndi aldrei nenna að reka heilsustöð fyrir bæði kyn- in. Konum finnst líka þægilegt að hafa enga karlmenn á svæðinu og hér er afar gott and- rúmsloft.“ Hvernig skynjar þú andrúmsloftið í þjóð- félaginu? „Maður kemst ekki hjá því að finna fyrir neikvæðni, þreytu og uppgjöf í umhverfinu. Margir eiga mjög erfitt. Vinur minn sem er með sálfræðiráðgjöf sagði mér að í dag þyrfti hann að hafa þrisvar sinnum meirra fyrir hverju viðtali en fyrir tveimur árum. Í flestum tímum brotnar fólk niður hjá honum. Staðan er erfið en ég nenni ekki að velta mér of mikið upp úr því. Það breytist ekkert við það að ég sé að hugsa of mikið um ástandið eða taka það inn á mig. Ég reyni að vera jákvæð og gera eitthvað skemmtilegt. Í lífinu hef ég farið í gegnum svo mikinn og þungan pakka að nú- verandi efnahagsástand hefur lítil sem engin áhrif á mig.“ Laus undan fargi fortíðar Ævisaga þín kom út árið 2003 og þar var ein- mitt fjallað um mikla erfiðleika, alkóhólisma og vægast sagt erfitt ástarsamband. Eru öll þessi vandræði að baki? „Þessi ævisaga var eins og góð meðferð eða Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Bíð eftir ástinni Linda Pétursdóttir einbeitir sér að fyrirtækjarekstri og uppeldi dóttur sinnar. Hún segist vera laus undan fargi fortíðarinnar. Linda hefur ekki enn fundið stóru ástina og segist kunna vel við að vera ein. Hana langar til að ættleiða barn frá Indlandi.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.