SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Page 25
17. janúar 2010 25
gerst. En það er óskaplega gaman að verða ást-
fanginn. Maður lifnar allur við og finnst lífið
bæði gott og fallegt. Þannig að ég bíð eftir ást-
inni.“
Annað barn?
Ertu andlega sinnuð?
„Ég vinn í andlegum málum á minn hátt. Ég
er trúuð og það hjálpar mér mikið. Ég vakna
um hálfsjö og byrja hvern dag á því að lesa
eitthvað jákvætt og uppbyggilegt í bókum frá
erlendu meðferðarstöðinni Hazelden sem ég
var á. Ég les nokkrar setningar og fer með þær
inn í daginn. Það er mín hugleiðsla. Ég þarf
ekki meira.“
Þú bjóst um tíma í Vancouver í Kanada.
Ertu staðráðin í að búa hér á landi til fram-
búðar?
„Ég hugsa mjög hlýlega til Vancouver og mér
hefur hvergi liðið betur en þar. Nú hentar okk-
ur mæðgum að vera hér á landi. Ég er ekki að
fara neitt. Ég ætla að einbeita mér að fyrir-
tækjarekstri og barnauppeldi. Það er aldrei að
vita nema ég bæti einu barni við. Mig langar til
að ættleiða barn, helst frá Indlandi. Ég á góðan
vin á Indlandi sem hefur þó nokkrum sinnum
boðið mér til sín. Ég hef ferðast út um allt á
Indlandi. Ég hef séð ríkidæmið sem er mikið og
einnig skelfilega fátækt og eymd. Við á Íslandi
höfum það mjög gott þrátt fyrir kreppuna. Því
megum við ekki gleyma. Það er eitthvað við
Indland sem hefur snortið mig djúpt og heimili
mitt er mjög indverskt, fullt af glitri, glimmer,
litum og austurlenskum listaverkum.
Það hefur verið erfitt fyrir einstæða að ætt-
leiða barn og svo eru aldurstakmörk. Í fyrra
var mér sagt að það væri sex ára biðtími fyrir
einstæða og að honum loknum yrði ég of göm-
ul til að geta ættleitt barn. Nú hafa lögin verið
rýmkuð. Það er aldrei að vita nema ég drífi mig
í því að ættleiða. Ég myndi taka við barni í dag
ef það væri mögulegt.“Morgunblaðið/Golli
Það er óskaplega gott að vera ein.
Ef sambönd eru ekki í lagi þá á
maður ekki að vera í þeim. Ég
nenni einfaldlega ekki að standa í
einhverju veseni í einkalífi og taka
að mér vandamálapakka. En ef
maður er með manni sem á vel við
mann og er góður félagi þá hlýtur
það að vera frábært. Ég hef ekki
verið í þannig sambandi lengi. Ég
hef búið ein í meira en fimmtán ár.
Ég er sjálfstæð og veit hvað ég vil.
Linda Það er aldrei að vita nema ég bæti einu barni við.
Mig langar til að ættleiða barn, helst frá Indlandi.