SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 26

SunnudagsMogginn - 17.01.2010, Qupperneq 26
26 17. janúar 2010 Þ að hefur vakið athygli mína í samskiptum, sem ég hef átt við erlenda blaðamenn síðustu daga hvað jafnvel þeir, sem lengi hafa fylgzt með íslenzkum málum eru illa upp- lýstir um Icesave-málið og grundvall- aratriði þess. Þannig kynntist ég því, að bæði gamalreyndur danskur ritstjóri og ungur norskur blaðamaður voru þeirrar trúar, að Ísland (og þar með væntanlega Noregur) hefði með upptöku tilskipunar ESB um Tryggingasjóð innistæðueigenda tekið á sig ábyrgð á því að nægilegt fé væri í þeim sjóði til að tryggja innistæður upp að ákveðinni upphæð. Og að í því væri al- þjóðleg skuldbinding íslenzka ríkisins fólgin. Á mbl.is í fyrradag var haft eftir Rein- feldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, að Norðurlöndin vilji að Ísland standi við al- þjóðlegar skuldbindingar sínar. Auðvitað gerir Ísland það. En um hvað er Reinfeldt að tala? Telur sænski forsætisráðherrann að í regluverki ESB sé fólgin slík skuld- binding? Hann er illa upplýstur ef svo er og ætti þá að tala við ráðgjafa í sínum eigin seðlabanka. Nú kann þessi misskilningur að vera skiljanlegur þar sem skiptar skoðanir voru hér heima fyrir í upphafi um eðli þessa máls. En þegar hér er komið sögu verður að telja, að víðtæk samstaða sé um, að skilningur þeirra Lárusar Blöndals, hrl. og Stefáns Más Stefánssonar, prófessors á þessari tilskipun sé réttur. Þeir hafa fjallað um málið hér í Morgunblaðinu í fjölmörg- um og athyglisverðum greinum og eiga mestan heiður af því að hafa mótað þann lagagrundvöll, sem við Íslendingar hljót- um að byggja afstöðu okkar á. Sjónarmið þeirra fá nú stuðning úr mörgum áttum og engin rökstudd andmæli hafa komið fram um þetta grundvallaratriði hvorki frá Bretum né öðrum. Martin Wolf, einn helzti fjármálasérfræðingur Financial Times um langt árabil segir í blaði sínu í fyrradag, að því fari fjarri, að slík greiðslu- skylda Íslendinga blasi við. Og nú er svo komið að í umræðum hér heldur enginn öðru fram, hvorki ráðherrar, þingmenn stjórnarflokka né aðrir. Kannski er ekki við því að búast, að út- lendingar átti sig á þessu. Síðustu daga hefur verið hér blaðamaður frá einu áhrifamesta dagblaði í Evrópu, El País, sem gefið er út á Spáni og nýtur sérstakrar virðingar um allan heim. Á þriðjudags- kvöld sagði hann mér, að hann hefði komið að lokuðum dyrum, þegar hann óskaði eftir samtali við íslenzkan ráð- herra. Vonandi hefur sú afstaða breytzt. En blaðamönnum þessa merka blaðs koma slík viðbrögð á óvart. Þeir eru vanari því, að ráðamenn í Evrópulöndum sækist eftir samtölum við þá. Þeir íslenzkir almanna- tenglar, eins og Jón Hákon Magnússon hjá KOM o.fl., sem hafa gagnrýnt skort á kynningu á sjónarmiðum Íslands í öðrum löndum hafa augljóslega rétt fyrir sér. En þótt mikill tími hafi farið til spillis og tjón- ið mikið af þeim sökum er enn ekki of seint að hefjast handa til þess að rétta mál- stað okkar af í augum annarra þjóða. Það er grundvallaratriði, að með upp- töku tilskipunar um Tryggingarsjóð inni- stæðueigenda var ekki lögfest ríkisábyrgð á greiðslum úr þeim sjóði. En þá má spyrja: úr því að svo var ekki, hvers vegna ætti íslenzka ríkið þá að borga eina krónu vegna innistæðna á innlánsreikningum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi? Rökin fyrir því að við, sem þjóð, eigum að taka á okkur einhverjar skuldbindingar vegna þeirra innistæðna eru tvíþætt. Ann- ars vegar má sýna fram á það með gildum rökum, að eftirlit stjórnvalda á Íslandi með starfsemi bankanna hafi brugðizt. Og hins vegar er augljóst, að við höfum hag af því, að leysa ágreiningsmál við aðrar þjóð- ir í sátt og samlyndi. Þetta eru pólitísk rök enda málið pólitískt. Á hinn bóginn fer heldur ekki á milli mála, að eftirlitskerfi með fjármálafyr- irtækjum bæði í Bretlandi og Hollandi brugðust og þar á meðal í samskiptum þeirra við íslenzku bankana. Fjármálaeft- irlitið í Bretlandi hefur frá því haustið 2008 legið undir harðri gagnrýni almennt og miklar umræður þar í landi um starf- semi þess. Bretar hafa brugðizt við banka- kreppunni á athyglisverðan hátt. Hin svo- nefnda Turner-skýrsla, sem út kom í marz á sl. ári og umræðuskjöl henni tengd segja mikla sögu. Í ljósi þess, að eftirlit stjórnvalda í lönd- unum þremur brást er sanngjarnt að ábyrgðinni verði skipt á milli ríkjanna þriggja. En það er af og frá, að Íslendingar eigi að greiða 2,2 milljónir á mann en Bret- ar og Hollendingar 9000 krónur á mann eins og Ann Pettifor og Jeremy Smith bentu á í Financial Times hinn 7. janúar sl. að gera ætti samkvæmt þeim samningum, sem núverandi ríkisstjórn hefur gert. Jón Daníelsson, hagfræðingur sagði í Morg- unblaðinu í gær, að þessar tölur væru um 1,5 milljónir á hvern Íslending en tæpar 6000 krónur á hvern Breta. Að undanförnu hafa staðið yfir við- ræður milli stjórnarflokka og stjórnarand- stöðuflokka um samstöðu í Icesave- málinu. Slík samstaða væri að sjálfsögðu af hinu góða. En hún getur ekki byggzt á því, að stjórnarandstöðuflokkarnir samþykki að taka þátt í viðræðum við aðrar þjóðir á forsendum þeirra samninga, sem rík- isstjórnin hefur gert. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráð- herra, sagði í samtali við RÚV í gærmorg- un, að skynsamlegra væri að leysa Ice- save-málið án þjóðaratkvæðagreiðslu og færði þau rök fyrir þeirri skoðun, að yrðu lögin felld í slíkri atkvæðagreiðslu mundi samningsstaðan við Breta og Hollendinga versna. Hvers konar vitleysa er þetta? Auðvitað styrkir það stöðu stjórnvalda á Íslandi, ef þjóðarviljinn liggur afdrátt- arlaust fyrir. Og hvernig stendur á því að Samfylkingin bregst illa við í hvert sinn, sem lagt er til að stór mál verði lögð undir þjóðaratkvæði? Sanngirni-ekki afarkosti Af innlendum vettvangi… Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is É g er að fara til Malinovskíjs ... hvort ég fer sem gestur eða fangi veit ég ekki ennþá.“ Þetta eru síðustu ummælin sem höfð eru eft- ir sænska mannvininum Raoul Wallenberg sem hvarf eins og jörðin hefði gleypt hann á þessum degi fyr- ir 65 árum. Wallenberg kom sér upp bækistöð í Búdapest í Ung- verjalandi árið 1944 í því skyni að forða gyðingum undan oki Helfararinnar. Almennt er álitið að hann hafi bjargað tugum þúsunda frá bráðum bana í fangabúðum nasista. Malinovskíj þessi, sem Wallenberg nefndi, var mar- skálkur í sovéska hernum í Debrecen sem vildi finna Svíann vegna gruns um að hann væri að njósna fyrir Bandaríkin. Seinna var talið að Vilmos nokkur Böhm, ungverskur stjórnmálamaður sem síðar varð sendiherra í Svíþjóð, hefði vakið athygli Jósefs Stalíns á því að öruggast væri að hneppa Wallenberg í fjötra. Fáum sögum fer af ferðum Wallenbergs eftir að hann hvarf í Debrecen. Þó er staðfest að hann var fluttur með lest til Moskvu. Hugsanlega hefur Stalín haft í hyggju að skipta á honum og sovéskum föngum síðar meir. Maður að nafni Gustav Richter, sem starfaði sem ritari í þýska sendiráðinu í Rúmeníu, kvaðst síðar hafa verið klefa- félagi Wallenbergs í Lubyanka-fangelsinu. Hann bar vitni um það í Svíþjóð árið 1955 að Wallenberg hafi verið yfirheyrður einu sinni, í hálfa aðra klukkustund, snemma í febrúar 1945. 1. mars sama ár hafði Richter klefaskipti og sá Wallenberg aldrei eftir það. Viku síðar tilkynnti ungverska útvarpið, þar sem Sovétmenn höfðu tögl og hagldir, að Wallenberg og bíl- stjóri hans hefðu verið myrtir á leið til Debrecen. Hann hefði með öðrum orðum aldrei komist á fund Malinovs- kíjs. Þessu trúðu sænsk stjórnvöld eins og nýju neti. All- tént var boði Bandaríkjamanna um að hjálpa til við að grennslast fyrir um Wallenberg í apríl 1945 hafnað. Staffan Söderblom, sendiherra Svía í Sovétríkjunum, tók málið heldur ekki upp á fundi með Stalín og Vyacheslav Molotov, utanríkisráðherra, í júní 1946. Ekkert spurðist til Wallenbergs í meira en áratug en í febrúar 1957 birtu sovésk stjórnvöld skjal þess efnis að Wallenberg hefði orðið bráðkvaddur í fangaklefa sínum 17. júlí 1947. Í skjalinu fer forstöðumaður Lubyanka- fangelsisins fram á það við varnarmálaráðherra landsins að fá að kryfja líkið til að finna banameinið. Árið 1989 var persónulegum munum Wallenbergs skilað til fjölskyldu hans, þar á meðal vegabréfi hans og sígarettuhylki. Sovétmenn rákust víst á munina þegar þeir voru að taka til í geymslum sínum. Árið 1991 fyrirskipuðu stjórnvöld í Rússlandi rann- sókn á afdrifum Wallenbergs. Niðurstaða hennar var sú að hann hefði verið tekinn af lífi í Lubyanka-fangelsinu árið 1947. Hvorki kom fram hvers vegna hann var líflát- inn né hvers vegna yfirvöld í Sovétríkjunum lugu til um tildrög dauða hans. Almennt er álitið að þessi skýring sé rétt. Það breytir ekki því að fjölmörg vitni töldu sig hafa rekist á Wallenberg í sovéskum fangelsum allar götur fram til ársins 1987. Það er óstaðfest. Móðir Wallenbergs og stjúpfaðir sviptu sig bæði lífi ár- ið 1979, buguð af óvissunni um afdrif sonar síns. orri@mbl.is Wallenberg hverfur sporlaust Á þessum degi 17. janúar 1945 Sænski mannvinurinn Raoul Wallenberg var aðeins 34 ára þegar hann er talinn hafa látist í Sovétríkjunum árið 1947. Vilmos Böhm Rodion Malinovskíj Jósef Stalín Það breytir ekki því að fjölmörg vitni töldu sig hafa rekist á Wallen- berg í sovéskum fang- elsum allar götur fram til ársins 1987.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.